Heima er bezt - 01.02.1955, Síða 23
Nr. 2
Heima er bezt
55
Frá liðinni tíð.
Aðalstræti.
Aðalstrœti i Reykjavik er langelzta gata bœjarins. Þar voru „Innréttingar“ Skúla fógeta, og einhversstaðar þar i grenndinni er
hatdið að bær Ingólfs hafi staðið. Jafnframt þvi að vera elzta gatan, var Aðalstreeti aðalgata bcejarins, eins og nafnið bendir lika
til. En Reykjavik var eitt sinn danskur kaupstaður og i skjölum frd fyrri hluta 19. aldar er gatan nefnd „Hovedgaden“ eða „Adel-
gaden“, en það er varla til sá srnábœr i Danmörku, að hann liafi ekki „Adelgade“. Fyrsta nafnið á Aðalstrreti er raunar „Klub-
gaden“, því að þar stóð „Klúbbhúsið“ þar sem helztu borgarar brejarins mœttust á kvöldum til skrafs og ráðagerða um landsins
gagn og nauðsynjar. — Myndin hér fyrir ofan er af nr. 12 i Aðalstrreti (luisi frú Augustu Svendsen). Uti fyrir dyrum stendur einn
af þekktustu borgurum brejarins, Þorvaldur Björnsson lögregíuþjónn. Þorvaldur var sonur séra Björns Þorvaldssonar, prests að
Þönglabakka, Stafafelli og Holti undir Eyjafjöllum. Sonur Þorvaldar er hinn nafnkunni ferðagarpur, Stefán Þorvaldsson póstur,
er lengi bjó á Kálfafelli í Fljótshverfi og fór ótal póstferðir yfir Skeiðarársand og kornst stundum i hann krappan, eins og getur
í Sögu landpóýanna. Stefán lifir enn i hárri ‘öli. — Þorvaldur var lögregluþjónn í Reykjavík frá ISSS'—1917. Hann andaðist áirið
1925. Hafði hann allra manna lengst gegjit lögreglumannsstarfi i höfuðsaðnum.
Miðvikudaginn þann 23. var
þykkt loft um morguninn og
vindurinn hægur á móti; sama
land á vinstri hlið, líkt lagað og
áður, nema nokkuð hálendara
uppi í því sums staðar, en lands-
lagið og byggingar líkt. Á hægri
hlið var nokkuð hálendara, því
að þangað var að sjá nokkuð há
fjöll. Mjókkaði aftur byggðin,
þegar inneftir kom, urðu þá fyr-
ir eyjar margar, og fórum við
milli þeirra. Vottaði þar sums
staðar fyrir straumi, því að þetta
er mynnið á Laurentsfljótinu.1)
(Niðurlag ncest)
þ Þ. e. St. Lawrencefljótið.