Heima er bezt - 01.02.1955, Blaðsíða 27

Heima er bezt - 01.02.1955, Blaðsíða 27
Nr. 2 Heima er bezt 59 lákur; hann leyfði krypplingnum að fara heim á aðfangadags- kvöld jóla, er þeir höfðu gert að fiskinum og gengið frá línunni, og sagði honum að hvílast fram á þriðja dag jóla. Sjálfur hvíldist Áslákur í ver- búðinni; hann þafði fengið sér örlítið af sætindum hjá kaup- manninum og þrjár flöskur af sterku rommi. Hann ætlaði að láta sér nægja eina á dag. Hann lagðist fyrir og lét fara vel um sig. Fyrsta flaskan var tæmd þó nokkuð niður fyrir axl- ir og hann fór að hugsa skýrar en áður. Hann seildist eftir flöskunni, er stóð á kassagarmi við rúm- bælið, saup á og aftur, og enn einu sinni, lagði síðan flöskuna frá sér og gretti sig illilega og snussaði. Já, það var margs að minnast frá æskustöðvunum fyrir norð- an. Hvernig skyldi Dísa hafa það og maðurinn hennar; það væri gaman að vita. .. . Dísa, já, einu sinni voru þau bundin hugást- um heima í sveitinni, en svo hafði hún farið burt og aldrei komið aftur.... Var það ekki raunar hennar vegna, að hann flæktist um, drakk og svallaði og lifði hræði- legu lífi? Jú vissulega var það hennar sök.... Hann hafði flutt hingað til að gleyma — gleyma fortíðinni og ástum þeirra. Leysa þessa hræði- legu fjötra af sér, og hvernig hafði honum tekizt? Jú, honum hafði tekist von- um framar að rífa sig upp úr þessum vesaldómi. Hann hafði svo sem ekki yfir neinu að kvarta, honum hafði gengið prýðisvel við sjóinn, enginn hafði fiskað betur en hann. Honum hafði aurazt vel hérna, tómhendur hafði hann komið hingað, en nú veltu sér þó örfáar krónur í sparisjóðnum i þorpinu. Já, krypplingurinn Hjalti hafði verið að tala um álitið, sem hann hefði á sér meðal fólksins í þorpinu. Það var ekki laust við að Áslákur glotti, í það minnsta voru djúpir drættir kringum munninn og kynlegur glampi var í augunum .... Álitið! Hann sagði þetta upp- hátt og saup á flöskunni, lét hana síðan aftur við rúmgafl- inn og jiló, hahaha! Hló hátt og lengi . ?. . Hvern fjandann sjálfan varð- aði hann um álit fólksins! Hann skyldi svo sannarlega hverfa jafn óvænt og hann hafði komið, sigla burt um hánótt, svo enginn vissi, svo að allt draslið, já, bannsett pakkið í þorpinu hefði nóg að tala um. Það skyldi halda, hvað sem því sýndist. Það mátti ætla, að draugarnir hefðu gleypt hann, eða sjálfur myrkrahöfðinginn, kölski, hefði sótt hann/ ha ha ha .... Og Ásláki var skemmt, þar sem hann lá aftur á bak í rúm- bælinu og hugleiddi sinn undar- lega æviferil. Og aftur teygði hann sig eftir flöskunni, saup á og gretti sig. Það var annars bezt að fara héðan strax í vor, láta nú verða af því. Taka sig upp og skreppa norður, heim á æsku^töðvarnar, heilsa upp á kunningjana og gamla leikfélaga. Kaupa sér smákot og byrja að hokra, já því ekki það, hvað var betra; hann var orðinn gamall, og bráð- um myndi hann ekki geta sótt sjóinn lengur. Hann var orðinn svo kaldur, og svo var gigtar- fjandinn í mjóhryggnum alveg að gera út af við hann. Hann var farinn að ganga skakkur upp á síðkastið, kengboginn, hann þoldi ekki þennan sjó lengur, þoldi ekki lengur kuldann og vosbúðina. Hann hafði ætlað sér nokkur undanfarin ár að hætta öllu og flytjast norður, en aldrei hafði neitt orðið úr þvi .... Hann var nú búinn að vera hér í tæp tólf ár og allan þann tíma hafði hann ekki svo mikið sem frétt að norðan, hvað þá annað. Á þriðja dag jóla kom kryppl- ingurinn; hann var búinn að halda heilagt með móður sinni í þorpinu. Áslákur var búinn úr romm- flöskunum þremur, meira ætlaði hann ekki að drekka fyrr en á páskum. Hann var þannig gerð- ur, að hann neytti aldrei víns meðan á róðrum stóð. Og vana- fastur var hann, aldrei sótti hann sjó á sunnudegi; þá hélt hann jafnan kyrru fyrir og gerði ekki að línunni þó eftir væri, lagðist fyrir í sínujn betri fötum og las þá í sálmabók eða bibl,- unni .... Og tíminn leið óðfluga, fannst krypplingnum Hjalta; það var eins og tíminn styttist í nærveru þessa Norðlendings. Það var rétt komið að páskum, þeir höfðu sótt fast og fiskað vel. Svo var það dag nokkurn, að þeir Áslákur fóru í róður að venju. Útlitið var gott, létt auston hafgola, himinninn heiður að öðru en því, að þunnur skýja- bakki sýndist yzt út við sjón- deildarhringinn. Oft hafði hann farið í verra útliti! Annars var þesci bakki þarna úti næsta í- smeygilegur, fannst Ásláki. O, jæja, það var bezt að kasta þess- um slíum .... Og þeir drógu upp segl og sigldu út með landi að austan- verðu. Vindurinn tók þétt í, og þeir liðu með flughraða út á miðin, léttar öldur vögguðu þeim og skullu aftur fyrir í kjöl- farið. Það var ekki fyrr en um kvöldið, þegar línan lá dregin í bölunum og fullur bátur af fiski, að báturinn fór að taka á sig sjó: Það var komin allhvöss bára, þetta hafði lengi verið í aðsigi. Áslákur hafði fylgst með skýja- bakkanum, hann var orðinn þykkur og kolsvartur og jafn- framt hafði ölduna aukið. Þær liðu nú ekki jafn mjúklega undir bátinn og fyrr um daginn, þær skullu nú á hann með miklum þunga og köstuðu honum til og frá.....Og í mestu stormhvið- unum mátti sjá hvernig öldurn- ar brotnuðu og hvítt löðrið þyrl- aðist hátt í loft upp. Áslákur var farinn að hagræða seglunum, hann ætlaði að reyna að krussa upp undir ströndina, en vindur stóð af landi...Það var nú kominn allmikill sjór í bátinn, krypplingurinn Hjalti stóð með austurtrog í hendi og jós af miklum ákafa, en öldurn- ar léku nú inn yfir borðstokk- ana. Þær komu hver af annarri og fylltu næstum bátinn hverju sinni. Áslákur lá á stýrisránni og reyndi að halda bátnum sem bezt uppi. Það var tekið að snjóa og enn óx aldan. Brátt var kom-

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.