Heima er bezt - 01.02.1955, Side 28
60
KfilMA ER BEZT
Nr. 2
inn svartur bylur og afspyrnu
rok. Þeir félagar nálguðust land,
þeir heyrðu suð og sog frá klett-
óttri ströndinni. Ásláki reiknað-
ist til, að þeir væru heldur vest-
arlega. Hann sneri bátnum og
reyndi að sigla út með strönd-
inni .... Þarna var lífshætta
að lenda, ef bátinn bæri upp að
var dauðinn vís ....
Áslákur gretti sig og rýndi út
í sortann og það mátti sjá í svip
hans, sem byði hann náttúru-
öflunum byrgin.
Hvað hafði gerzt; kryppling-
urinn var horfinn? Hann hafði
tekið út um leið og hann sneri
bátnum.
Áslákur áttaði sig fljótlega,
skimaði út fyrir borðstokkinn og
í kjölfar bátsins, en sá aðeins
skammt frá sér. Út í hríðina
þýddi ekki að rýna. Hvað var
þetta? Áslákur greip andann á
lofti; utan úr hríðinni kváðu
við tvö stutt hálfkæfð óp. Áslák-
ur hafði brugðið um sig niðri-
stöðuenda, hann stökk niður í
freyðandi hafrótið, og náði
traustu taki utan um mitti
krypplingsins, er var ósyndur.
Síðan klauf hann ölduna á eftir
bátnum með krypplinginn í
fanginu, og nokkru seinna stóðu
þeir báðir í bátnum á ný......
Seint næstu nótt náðu þeir
landi í heimahöfn, eftir tvísýn-
an leik við blindhríð og hinar
trylltu dætur Ægis gamla ....
Á páskum hættu þeir róðrum.
Áslákur kvaðst ætla að taka upp
skelina sína og þrífa hana, síð-
an mála og flotta hana til. Hún
ætti svo sem fyrir því, að henni
yrði sýndur sómi. Síðan ætlaði
hann að kveðja þetta hérað og
sigla norður, heim á æskustöðv-
arnar ....
Hann sagði krypplingnum frá
áformi sínu um að hann hefði
ásett sér að sigla burt um há-
nótt, svo enginn vissi; láta
hyskið halda að kölski hefði
sótt sig.
Og það gerði hann. Um nætur-
tíma um miðjan maímánuð
leysti Áslákur frá landi, dró upp
segl og sigldi norður á bóginn ..
Tiltækið bar líka fyrirhugað-
an árangur. Fólkið í þorpinu
hafði ekki séð nein merki þess að
Áslákur byggi lengur í Nesinu;
engin hreyfing hafði sést þar í
nokkra daga. Og menn ræddu
um það sín á milli, niður við
beitingakrár eða bryggjur þorps-
ins, að kölski hefði loks sótt
þennan undarlega Norðlending.
Og það gleymdist ekki, að hetju-
brögð Ásláks við björgun kryppl-
ingsins, í manndrápsveðrinu
forðum, væru verk æðri máttar
og þá bersýnilega kölska; eng-
inn mennskur maður hefði get-
að það.
Og menn spurðu krypplinginn
Hjalta, hvort hann hefði ekki
orðið var við bölbænir eða ákall-
anir á hinn vonda, af vörum
Ásláks. Hvort hann hefði ekki
þulið galdraorð yfir línunni um
leið og hann lagði.
En krypplingurinn Hjalti
brosti bara sínu skakka brosi og
sagði:
Nei, Áslákur var mennskur
maður og hann var kristinn
maður. Hann var sá bezti mað-
ur, sem ég hef nokkru sinni ver-
ið með til sjós. Og krypplingur-
inn Hjalti beindi augum sínum
út yfir Lónið í norðurátt; hann
einn vissi hvað orðið hafði af
Ásláki ....
pl O ;
0 ^
C | 0 ' ^ /u \r\ O
/t « PJK - - ‘
Úr gömlum blöðum
Nákvœm lýsing.
„Náttúru afbrigði. — Nóttina
millum þess 24. og 25. maím.
næstliðna, bar 'hjá mér undir-
skrifuðum svarthornótt ær, rétt
og velsköpuðu að öllu, aftur að
lærum, þá er lamb þetta með
fjórum afturfótum, hvar af tveir
snúa rétt, en aðrir tveir öfugt,
nefnilega konungsnefin (hækl-
arnir) fram. Hnútu höfuðin á
þessum öfugu fótum eru gróin
saman að ofan, því þegar annar
fóturinn er hrærður, hrærist
hinn líka, líkt sem á einum ási
væri, þau ná allt út að mjöðm-
um (því ekki eru þær nema
tvær) og eru þar áföst við bein-
auka sem stendur út úr mjöðm-
inni, réttara sagt mjaðmarbein-
inu, í þenna beinauka er sem
bolli, sem hnútuhöfuðið fellur
inn í eins báðu megin; ofan á
millum þessara hnútna hangir
einlægt skinnhelsi eða hapt, lík-
ast sundfugla fit; þetta nær
allt ofan undir neðri enda á
þessum hnútuleggjum. Náttúr-
legur hrútspungur hangir út við
þau réttsköpuðu lærin, sinn
hvoru megin. Vinstra megin er
rófa og þarma- eða þarfagat
undir, ekkert hinum megin,
nema mótar fyrir lítilli holu.
Náttúrlegar klaufir á öllum fót-
um. Huppar og mjóhryggur er
óvenjulega langt. Lambið þó
ekki í sjálfu sér nema í meðal-
lagi stórt.
Tilfellunum tíminn ekki
týnir niður,
heldur fast til rúms þeim ryður.
Hlöðum, 29. maí 1854.
Flóvent Jónsson.
Á stríðsárunum var njósnari
nokkur tekinn til fanga af óvin-
um lands síns. Var hann grunað-
ur um að fela á sér mjög þýðing-
armiklar upplýsingar, skrifaðar á
dulmáli, og þær fundust loks eft-
ir margra stunda nákvæma leit.
Það sýndi sig, að upplýsingarnar
voru ritaðar með ósýnilegu bleki
á gegnsæan pappír, sem var
límdur innan á glerin í glauraug-
unum hans.