Heima er bezt - 01.02.1957, Page 19

Heima er bezt - 01.02.1957, Page 19
GAMLIR KUNNINGJAR Eftir ]ÓH. ÁSGEIRSSON Iér kemur þá ein enn af þessum gömlu vísum, sem víða mun þekkt á landinu. En um það eru mjög skiptar skoðanir, eftir hvern hún muni vera. Almennt mun hún vera talin eftir Pál Vídalín. Og sú útgáfa er þannig: Forlög koma ofan að, örlög kringum sveima, álögin úr ýmsum stað, en ólög fæðast heima. í vísnasafni Jóhanns Sveinssonar: — Eg skal kveða við þig vel — 1947, er vísan talin vera eftir Guðmund Andrésson frá Bjargi (d. 1654), og sé hún í rímum af Perseus Jóvissyni. Þar er hún höfð svona: Forlög koma ofan að, örlög kringum sveima, álögin úr uggastað, en ólög vandra heima. í októberhefti — Fleima er bezt — 1952 er grein, sem heitir Rímur, eftir Sveinbjörn Benteinsson, Draghálsi. Hann segir: „Rímur Guðmundar Andréssonar eru fádæma stirðar og óhaglega gerðar. Þó er í þeim ein vísa, sem margir kunna: Forlög koma ofan að, örlög kringum sveima, álögin úr uggastað, ólög vakna heima. Svo góð er þessi vísa, að menn héldu, að hún væri eftir Pál Vídalín.“ í íslenzkri lestrarbók 1400—1900 eftir Sigurð Nordal, útg. 1931, er þessi vísa einnig, og þar eignuð Páli Vídalín. Og þar er hún orðrétt, eins og fyrsta gerðin af þessum þremur, er ég birti hér. er fæddur 17. des. 1795, d. 15. marz 1869. Hann ólst upp á Syðrahóli á Skagaströnd, hjá foreldrum sínum fram að fermingu, en þá fer hann sem smalapiltur að Heiði í Gönguskörðum. Hann var fjármaður góður og leit á fjárhirðingú og fjárgæzlu sem mikilvægt starf, er valda menn þyrfti til að leysa af hendi, eins og kemur fram í vísunum: Fjárstofn valinn vel upp al, vænan, þvalan, sterkan. Vandaðan smalann velja skal, vitran hal og merkan. Og svo er þessi, sem er með þeim síðustu í kvæðinu: Úr sem kalið allt er fjör, við ævi-hala tefur, gamall smali kominn í kör kvæðið alið hefur. Sigurður kvæntist Helgu Magnúsdóttur, prests að Fagranesi. Þau áttu sex börn, en fjögur komust upp, tveir synir og tvær dætur. Synir þeirra hétu Guðmundur og Magnús. Magnús var gáfumaður mikill og svo snjall hagyrðingur, að hann gat mælt vísu.af munni fram, hvenær sem hann vildi, nálega eins fljótt og hann talaði. Hann drukknaði í Húnaflóa 1862. Skömmu áður en hann drukknaði, orti hann þessa alkunnu vísu: Þótt ég sökkvi í svaltan mar, sú er eina vörnin, ekki grætur ekkjan þar eða kveina börnin. (Skuggsjá II. 1.). í skáldaflota Snæbjarnar Jónssonar er eitt orð í ann- arri ljóðlínu, haft þannig: sú er rauna vörnin. Eftirfarandi vísur heyrði ég gamalt fólk raula oft fyrir munni sér, eins og það var orðað. Þær eru báðar úr Varabálki, og hann er eftir Sigurð Guðmundsson á Heiði, eins og lcunnugt er. Sigurður Guðmundsson Höttótt rolla og rauður klár reyna að tolla saman. Laufa-þollum leit við fjár lízt það skolli gaman. Heima er bezt 63

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.