Heima er bezt - 01.02.1957, Qupperneq 22

Heima er bezt - 01.02.1957, Qupperneq 22
Bandaríkjanna, hann er einkaskóli og nýtur mikillar virðingar. Eg kom til New-Haven að kveldi dags. Enginn tími var þá til að skoða sig um, enda var ég enn óvanur ferðalögum og landsháttum. En jafnskjótt og ég kom út morguninn eftir, sá ég, að hótelið, sem ég bjó á, var við hliðina á sjálfum „campusnum“. Liggur hann ,nú nálægt miðri borginni, og ein aðal-verzlunargatan ligg- ur fram með hverfinu á eina hlið, en á aðra hlið er svonefndur Grœnivöllur, sem er Austurvöllur þeirra í New-Haven, og er í senn samkomustaður, markaðspláss og skemmtigarður. Háskólamegin við Grænavöll standa þrjár kirkjur, en hinum megin eru verzlunarhús, skrif- stofur og ráðhús borgarinnar. Sjálft háskólahverfið er all-víðáttumikið, en þó er þrengra þar en víða annars staðar, enda þrengir borgin ■að. Allflest húsin eru í fornlegum stíl, svo að þegar farið er um elzta hluta háskólahverfisins, milli þung- lamalegra tígulsteinabygginga, sem klæddar eru villi- víni og bergfléttum, finnst manni hálfpartinn eins og komið sé inn fyrir klausturmúra miðaldanna. Og þótt alls staðar séu stúdentar , á ferð, þá stingur kyrrðin þarna inni notalega í stúf við ysinn úti á strætinu. Stúdentarnir eru á gangi með bækur í höndum, sumir að koma úr kennslustundum, aðrir að sækja þær, enn aðrir hafa búið um sig og lesa undir næsta tíma, og sumir sitja eða standa og skeggræða áhugamál sín. Um þetta leyti var óvenjumikið af þeim á ferli, því að skól- inn var nýbyrjaður, og margir voru að koma sér fyrir í stúdentagörðum, sáust heil hlöss af húsgögnum, kist- um og töskum úti fyrir sumum þeirra, og minnti það mig notalega á heimavistina heima á Akureyri í byrjun október. Fyrsta verk mitt var að hitta Mr. Holden háskóla- ritara, en hjá honum átti ég að fá leiðbeiningar og fyrir- greiðslu. Varð hann þannig hinn fyrsti leiðbeinandi minn á öllu ferðalaginu, og mátti með sanni segja, að ekki yrði á betri byrjun kosið, og spáði það þegar góðu um framhaldið. Áður en ég kveddi Yale, bauð hann mér heim til sín og ók mér síðan til kunningja síns, Mr. Tylers, lögfræðings, sem verið hafði hér á Islandi, og vildi fá að heilsa upp á mig. Tók hann mér ágætlega, og átti ég þar ánægjulegan seinnipart. Mr. Tyler kunni skil á mörgum hlutum hér heima á íslandi, og er mjög hrifinn af náttúru landsins, og ekki sízt veiðiánum. Þegar hann heyrði, að för minni væri meðal annars heitið til Niagara, sagði hann: „Þáð er hreinn óþarfi fyrir þig að fara að skoða Niagara, þar sem þú hefur Goðafoss við bæjarvegginn heima hjá þér.“ Þá hló mér norðlenzkt hjarta í brjósti. Fyrsta heimsókn mín í Yale var í grasafræðideild háskólans. Þar tók aðalgrasafræðikennarinn, prófessor Tippo, móti mér. Kynnti hann mig ýmsum starfsbræðr- um sínum og sýndi mér kennslustofur, rannsóknarstofur og grasasafn. Var þar margt að sjá og skoða. Einkum þótti mér mjög koma til allra þeirra margbrotnu tækja, sem notuð voru við kennslu og rannsóknir í lifeðlis- fræði, og kunni ég flestra þeirra lítil skil. Meðal annara Bókasafn Yale-háskóla: Sterling Memorial Library. hluta voru þar ljós og hitaklefar, þar sem unnt var að halda plöntunum við öll hugsanleg stig, mismunandi hita og Ijóss og fylgjast með svörunum þeirra við breyt- ingunum. Sá ég síðar að lík tæki voru við alla hina stærri háskóla. Meðal annara hluta þar sá ég ofursjá (elektromikroskop), hafði ég ekki séð þann hlut fyrr og þótti furðulegt. Annars eru fáir grasafræðinemar við Yale, aðeins um 20, er hafa hana að aðalgrein. Hins- vegar leggur mikill fjöldi stúdenta stund á grasafræði, sem aukagrein innan líffræðinnar. Húsakostur líffræði- deildarinnar er mjög góður, og stakk nýtízltuhús hennar mjög í stúf við hinar eldri byggingar. Tvennt það, sem mér þótti mest til koma í Yale, voru bókasafnið og íþróttahúsið. Bókasafn Yale-háskóla, Sterling Memorial Library, er talið meðal hinna stærstu í heimi, á það á 5. milljón binda, og var mér sagt, að varla mundu önnur söfn stærri, nema British Museum og Congress Library í Washington. Fátæklegt þótti mér samt hið íslenzka safn þár, þótt annars séu þar bækur um allt milli him- ins og jarðar. Bókasafnshúsið er eitt hið mesta og feg- ursta þar í „campusnum“. Fyrst er komið þar inn í sal einn mikinn, sem minnir helzt á gotneska kirkju með oddbogagluggum og glermálverkum í gluggum. Eru þar sýningar sjaldgæfra bóka, og staðbundnar sýningar á ritum einstakra höfunda. Um þessar mundir var þar meðal annars Gutenbergs Biblía. Báðum megin þessa meginsalar eru hliðarstúkur, sem notaðar eru sem lestr- arherbergi. í hálfrökkri þessara stúkna var fullt af les- andi fólki. Andrúmsloftið var allt þrungið anda bók- anna og fræðiiðkana, og ósjálfrátt varð manni það að læðast og tala í hálfum hljóðum, svo að ekki truflaðist dýrkun menntagyðjanna í salakynnum þessum. Enn meiri bygging er þó íþróttahúsið, Payne Whit- ney Gymnasium, kennt við gefandann. Er það minn- ingargjöf til háskólans eins og bókhlaðan. Miðhluti húss- ins er 9 hæða turn, en hliðarvængir hans eru 5 hæðir. Ekki kann ég að rekja allt það, sem þarna var að sjá, salir eru þar til iðkanar flestra íþróttagreina. Sundlaug- ar eru þrjár, og við eina þeirra áhorfendasvæði fyrir um 2000 manns. Þar er og leiksvæði fyrir knattleiki 66 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.