Heima er bezt - 01.06.1957, Blaðsíða 2

Heima er bezt - 01.06.1957, Blaðsíða 2
Fimmtíu ár í þessum mánuði hélt Ungmennafélag íslands hátíð- legt hálfrar aldar afmæli sitt á Þingvöllum. Hlaut félags- skapurinn þá mörg vinsemdar- og viðurkenningarorð frá forystumönnum í þjóðfélaginu, og það að makleg- leikurn, því að ekki verður framhjá því gengið, að rnargir þeirra manna, sem mest áhrif hafa haft í þjóð- félaginu á fyrri hluta þessarar aldar, hafa hlotið eld- skírn sína til starfa í almennings þágu innan ungmenna- félaganna. Margt hefur breytzt á liðnum 50 árum. Aðstæðurnar í þjóðfélaginu eru harðla ólíkar nú og þá. Færri kosta var þá völ hverjum og einum, hvarvetna blöstu við ó- leyst verkefni. Ekki er við það að dyljast, að mörg þau verkefni voru svo stór, og lausn þeirra virtist vera svo fjarri, að kalla mátti óhugsandi, að þau yrðu unnin á einni öld, hvað þá fáeinum áratugum. En það var vor- hugur í lofti um aldamótin. Sú kynslóð æskumanna, er þá var að vaxa úr grasi og varð frumherjar ungmenna- félaganna, var djarfhuga og bjartsýn, einlæg í áhuga og þrautseig að vinna að hugðarmálum sínum. Svo vel hefur verið unnið, að margar hugsjónir, er eldri menn þá kölluðu fásinnu, eru nú gallharður veruleiki. Þess megum vér vera fullviss, að er skráð verður saga sam- tíðar vorrar, þá kemur í ljós, að ungmennafélögin áttu býsna mikinn hlut í þjóðarsögunni um skeið á fyrri hluta þessarar aldar. En mörgum mun finnast, að dofnað hafi vfir félags- skapnum hin síðari árin, enda þótt hann lifi góðu lífi víða um land. Sumir hafa jafnvel látið þau orð falla, að hlutverki ungmennafélaga, eins og til þeirra var stofn- að, sé lokið að mestu. Aðrir hafi tekið upp málefni þeirra, og þeir væru líklegri til að leiða þau til sigurs. Enda þótt líklegt megi teljast, að ungmennafélögin muni aldrei framar verða jafnfyrirferðarmikil í þjóðfé- laginu og uppeldi æskulýðsins, eins og þau voru á fyrstu tugum starfsára sinna, er ekkert fjær sanni en að slíkum allsherjarfélagsskap æskunnar sé ofaukið. Aukin starfa- skipting í þjóðfélaginu hefur haft það í för með sér, að verkefni ungmennafélaganna hafa dreifzt á fleiri hendur, enda í raun réttri ekki vænlegt lengur að hafa svo mörg járn í eldinum, eins og þau gerðu á fyrstu árum sínum, enda var þá naumast nokkur annar félagsskapur til í landinu, er starfaði að slíkum málum. En hins vegar verður því ekki í móti mælt, að óheppilegt er að sundra æskunni um of, en hinn mikli fjöldi félagasamtaka, sem æskan á nú völ á, hefur óneitanlega unnið nokkuð í þá átt. Stjórnmálaflokkarnir halda allir uppi æskulýðsfé- lögum, sem mjög standa á öndverðum meið. Jafnvel íþróttahreyfingin, sem í raun réttri ætti að sameina, hefur oftsinnis verið sundurþykkari innbyrðis en góðu hófi gegnir, og starfsemi félaganna stundum komizt ískyggilega langt í metakeppni einni saman. Hvorugt er æskunni hollt. Henni þarf að lærast að kunna í senn að halda sjálfstæðum persónuleika, en finna þó til þess, að hver einstaklingur sé liður þjóðarheildarinnar, en ekki fyrst og fremst einhvers flokks eða fámenns hóps. Það mun fáum blandast hugur um, að það er ekki væn- legt, til þess að ala upp víðsýni og umburðarlyndi meðal þjóðarinnar, ef unglingarnir eru þegar á barnsaldri látnir taka þátt í harðvítugum pólitískum deilum, og þeim kennt, að sjónarmið flokks þeirra sé hið eina rétta, eins og svo mjög vill brenna við í stjórnmálafélögum vorum, enda eru þau stofnuð til áróðurs en ekki víð- sýni. Og vér Islendingar erum nú einu sinni svo skapi farnir, að oss reynist erfitt að vinna saman að öðrum málum, eftir að búið er að draga oss í pólitíska dilka og marka flokksmarkinu. Og einnig virðist þeirrar til- hneigingar verða mjög vart í .pólitískum flokkum, að raunar eigi einungis nokkrir útvaldir að hafa orðið, og allir hinir að venja sig á að hlusta og hlýða. Slíkt þjóð- aruppeldi er ekki vænlegt til lýðræðislegs þroska. Af þessu leiðir, að full þörf er félagsskapar fyrir æsk- una, þar sem allir geta mætzt að sameiginlegum áhuga- málum. En slík var stefna ungmennafélaganna, og slík á hún að vera. Hinir breyttu tímar hafa skapað breytt viðhorf æsk- unnar. Hún er nú kröfuharðari en fyrr og um margt raunsærri en æskan var fyrir hálfri öld, en um leið dá- lítið yfirlætismeiri en sá æskulýður, sem ólst upp úr jarðvegi 19. aldarinnar, við sólarroð hinnar 20. aldar. En sennilega mun hana eitthvað skorta á um þrautseigju og þol. En allt um það er munurinn miklu minni en í fljótu bragði sýnist. Æskan á alltaf sína drauma og sín- ar hugsjónir. Hún er bjartsýn, starfsfús og góðviljuð, en þarf oft á einhverri leiðbeiningu að halda um að beina starfskröftunum í rétta átt. Og ungmennafélags- hreyfingin tók að sér þetta leiðbeiningarstarf fyrir hálfri öld með góðum árangri. Og enn á hún hið sama hlutverk að vinna. Sjálfstæðisbarátta þjóðarinnar var líftaug fyrstu ung- mennafélaganna, ef svo mætti að orði kveða. Þó stjórn- málafrelsi sé fengið, er margt enn, sem vernda þarf og 194 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.