Heima er bezt - 01.06.1957, Síða 6

Heima er bezt - 01.06.1957, Síða 6
Dr. Sigurgeir Sigurðsson biskup og dr. Richard Beck heilsast fyrir utan Góðtemplarahúsið islenzka i Winnipeg í febrúar 1944, þar sem haldið var 25. ársþing Þjóðrœknisfélags íslend- inga i Vesturheimi. Sigurgeir biskup var fulltrúi islenzku rikisstjórnarinnar og þjóðarinnar á afmeelisþinginu, en dr. Beck var þáverandi forseti félagsins. í eldinum. í félagsmálum hefir hann jafnan starfaS mikið, enda svo skapi farinn, að honum er beinlínis nauðsyn að leggja lið hverju því málefni, sem hug hans heillar, og þau eru mörg, því að fátt mannlegt lætur hann sér óviðkomandi. Mest hefir tillag hans verið til Þjóðræknisfélags íslendinga í Vesturheimi, var hann forseti þess 1940—46, og aftur var hann kos- inn til þeirra starfa s. 1. vetur. En auk þess hefir hann um langan aldur setið í stjórn þess, og þá lengstum verið varaforseti, en þá eru þó ótalin þau fjöldamörgu störf, sem hann hefir unnið fyrir ýmsar deildir félags- ins með ræðuhöldum og hverskyns fyrirgreiðslu. Full- trúi Vestur-íslendinga var hann á Lýðveldishátíðinni 1944, og flutti þá ávarp á Þingvöllum. Aftur var hann fulltrúi þeirra á 10 ára afmæli lýðveldisins 1954, og þá einnig við biskupsvígslu. Margt hefir hann unnið fyrir félagsskap Norðmanna í Ameríku. Hefir hann verið forseti Leifs Eiríkssonar félagsins í Norður-Dakota um langt skeið, og tvisvar sinnum forseti fræðafélagsins: The Society for the AcLvancement of Scandinavian study. Ræðismaður íslands í Norður-Dakota hefur hann verið síðan 1942. Er hér fátt eitt talið þeirra félagssam- taka, sem hann hefur starfað í. Eins og fyrr var getið, hefur Richard Beck haldið uppi þrotlausu kynningarstarfi um ísland og íslenzka menningu. Á því sviði er hann sívökull, og sleppir engu tækifæri til að auka þekkingu Ameríkumanna á íslandi, og jafnframt að kynna íslendingum vestan hafs og austan bókmenntir samtíðarinnar, og það, sem unnið er í menningarmálum. Hann er eftirsóttur fyrirlesari, bæði meðal íslendinga, Skandinava og enskumælandi manna. En fyrirlestrar munu vera meiri þáttur í al- mennu félagslífi vestur þar, en nú er orðið hér heima. Á síðastliðnum vetri var það í frásögur fært vestra, að þá hefði hann flutt þúsundasta fyrirlestur sinn utan háskólans. Langflest ræðuefni hans hafa verið um ís- land og íslenzkar bókmenntir fyrr og nú, en þó eink- um nútímabókmenntirnar. Margt hefir hann talað um norsk efni, enda vinsæll meðal Norðmanna, og hafa þeir sýnt honum margháttaðan virðingar- og vinsemdar- vott. Fjöldi fyrirlestranna einn sýnir, að flutningurinn út af fyrir sig er óhemjustarf, hvað þá allur undirbún- ingur og ferðalög í sambandi við þá. Eins og gefur að skilja er mikill meiri hluti fyrirlestranna fluttur á enska tungu, og margir þeirra í útvarp, og sést þá bezt, hversu víðtækt kynningarstarf hefur verið rekið með þeim. Hygg ég menn geri sér ekki almennt ljóst, hversu mikilvægt slíkt starf er fámennri þjóð, er fáir þekkja. Kemur þá að síðasta meginþættinum í störfum Richards Becks, en það eru ritstörf hans. Ungur að aldri og enn í skóla hóf hann að skrifa blaðagreinar og yrkja ljóð. Síðan verður naumast sagt, að penninn hafi fallið hon- um úr hendi. Richard er skáldmæltur vel. Kvæði hans eru formfögur, ljúf og innileg, kveðin af þörf, en ekki til að sýnast. Minna hefir hann iðkað skáldskapinn á síðari árum en fyrrum, en þó hafa öðru hverju birzt eftir hann ágæt kvæði í blöðum og tímaritum. Kvæða- bókina Ljóðmál gaf hann út í Winnipeg 1929. Á ensku hefir einnig komið út ljóðakver, A Sheaf of Verses 1945 og aftur aukið 1953. Annars fjalla rit hans að langmestu leyti um bók- menntaleg efni og sögu íslendinga vestan hafs. Helztu sjálfstæð rit hans á íslenzku eru: Saga hins evangelisk- lútherska kirkjufélags íslendinga i Vesturheimi, Winni- peg 1935, Ættland og erfðir, ritgerðasafn, Reykjavík 1950. Svipmyndir af Suðurlandi, Winnipeg 1956, og loks ritgerðasafnið: / átthagana andinn leitar, er gefið er út nú á Akureyri í tilefni sextugsafmælis hans. Þá hefir hann séð um útgáfur á ljóðum vestur-íslenzku skáld- anna K. N. Júlíusar og Jónasar Sigurðssonar, og ritað um þá fróðlegar inngangsgreinar. Einnig hefir hann ritað greinar í tímarit um flest ef ekki öll vestur-íslenzk skáld, og eru margar þeirra sérprentaðar, t. d. um Guttorm J. Guttormsson. Mest mun hann þó hafa skrifað um Stephan G. Stephansson, eins og vænta má. Margt hefur hann ritað um skáld og menntamenn heima á íslandi, bæði í rit vestan hafs og austan, og óhemju- fjölda af ritdómum. Gagnrýni hans er mild. Hann er manna fundvísastur á það, sem gott er, en tekur mjúk- ur höndum á hinu, sem er minna virði eða gengur framhjá því með öllu. Hann vill mæla hvem og einn við hið bezta, sem hann afrekar, og góðvildarhugur sá, sem honum er í brjóst borinn, kemur fram í gagnrýni hans sem öðru, er hann leggur til almennra mála. Blaða- greinar hans eru geysimargar, bæði á íslenzku og ensku, og kann ég ekki að rekja þá hluti frekar. Ekki eru ritverk Richards á enska tungu minni fyrir- ferðar en þau íslenzku. Fyrst skal þar telja ljóðasafnið lcelandic Lyrics, sem út var gefið 1930 (2. útg. 1956). Er það safn enskra þýðinga, flestra eftir Vestur-ís- lendinga, af íslenzkum Ijóðum. Hefur Richard samið inngang og æviágrip skáldanna. Bókin er fagurlega út- 198 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.