Heima er bezt - 01.06.1957, Síða 9

Heima er bezt - 01.06.1957, Síða 9
tíminn í lífi þeirra, sem þau höfðu „liðið tilfinnanleg- an skort á nauðsynlegu viðurværi“. Um haustið hafði Sigurbjöm keypt kú, en um miðjan vetur voru allir fjár- munir hans gengnir til þurrðar. Var þá þröng fyrir dyrum hjá mörgum manni, en hlaupið var undir bagga með Sigurbirni, svo að hann gat fleytt fjölskyldunni til vorsins. Þá fór hann til Winnipeg til þess að leita sér atvinnu. Var hann þar fyrst við stórgripavörzlu, en síðan til hausts við lagningu Kyrrahafsbrautarinnar. Um haustið fluttu þau hjón að Meiðavöllum í Nýja íslandi, til Rebekku Johnson, föðursystur Önnu Sigríðar, og vora þar um veturinn, en um vorið fluttu þau til Winni- peg. Þar hafði Sigurbjörn vinnu til næsta vors, en þá ætlaði hann að nema land í Argylebyggð, en Anna Sig- ríður setti sig á móti því. Vildi hún heldur flytja til Norður-Dakota í Bandaríkjum, og varð það að ráði. Þar tók Sigurbjörn sér land í Þingvallabyggð í Pem- binahéraði í september 1881, og þangað suður héldu þau 20. marz 1882. Voru þau þrjár vikur á leiðinni. Sigurbjörn kvaddi Nýja ísland með litlum söknuði, enda hafði dvölin þar orðið honum og fjölskyldunni óyndisleg og fram úr máta erfið. Að skilnaði kastaði hann fram þessum stökum: Ókunnan um æviveg alltaf hrekst á bárum, félaus hingað fluttist ég fyrir tveimur árum. Héðan burtu held svo frá, í harla líku standi, hvorki ást né hatur á hef ég Nýja íslandi. Landnám Sigurbjarnar var rétt sunnan við býli Sig- urðar Krákssonar, sem þeim var áður kunnur frá Nýja íslandi. Urðu þau að ganga mikið af leiðinni frá Winni- Hús Sigurbjörnsj byggt 1892. Börn Sigurbjörns og Önnu, frá vinstri til hœgri: Sigurrós, Guðbjörg, Björn, Guðmundur og Kristján. peg til Norður-Dakota. Voru börnin þá orðin tvö, Sig- urrós 4 ára og Guðbjörg, sem fæðst hafði í Nýja ís- landi. En viku eftir að þau komu suður í Dakota, fædd- ist þeim þriðja barnið, Guðni Björn. Sigurbjörn fékk inni með fjölskylduna hjá Magnúsi Jónssyni nágranna sínum. Síðan fór Sigurbjörn aftur norður til Winnipeg og stundaði járnbrautarvinnu þar í grenndinni allt sumarið. Um haustið, þegar hann kom heim aftur úr vinn- unni, byggði hann sér bjálkahús, 14x16 fet að stærð, og fluttist með fjölskylduna í þetta litla hús, þegar það var komið upp. Sigurbjörn gaf býlinu nafnið Brautarholt. Skömmu eftir að þau fluttu í húsið komu þau, Rósa og Guðni, foreldrar Önnu Sigríðar, og Kristín, dóttir þeirra, alflutt heiman frá íslandi. Sett- ust þau að hjá Sigurbirni, og voru þá átta manns í litla bjálkahúsinu. Eftir nýár 1883 fór Sigurbjörn að heiman í járnbrautarvinnuna. Guðni ætlaði að vera heima við og hirða kúna, sem Sigurbjörn hafði keypt þá um haustið, og annast heimilið að öðru leyti, eftir því, sem þörf krefði. En seinast í febrúar veiktist hann hastarlega, 60 ára að aldri. Frá andláti hans segir Guð- björg á þessa leið: „Hann dó um nótt, og var bylur úti. Samt dreif amma sig út til næsta húss, til að fá hjálp við að bera líkið út með þeim mæðgum. Eg hafði sofið hjá afa og ömmu, og þó ég væri aðeins þriggja ára, þá á ég mynd í hug mínum, að ég grét, er ég sá afa vafinn í voð eða brekán og borinn út í kuldann og lagðan í snjóinn við dyrnar, því ekkert útihús var til. Mér fannst, að honum yrði svo kalt, og mér þótti svo vænt um hann. Svo liðu nokkrir dagar, þar til búið var að smíða kistu, og var hann svo kistulagður. Næsta dag átti að jarða. Það var engin kirkja og enginn prestur. Dagurinn rann upp með-kulda og renningi. Sex menn fóru með kistuna á flatsleða, sem uxum var beitt fyrir, og enginn gat farið með. Hann var jarðaður þar, sem síðar stóð Mountainkirkja, og líkmennirnir sungu út- fararsálm.... Móðir mín og amma með þrjú lítil böm Heima er bezt 201

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.