Heima er bezt - 01.06.1957, Síða 10

Heima er bezt - 01.06.1957, Síða 10
Guðbjörg Sigurbjörnsdóttir og Magnús, maður hennar, með dótturbörn sin, þriðju kynslóðina í Ameríku. um hávetur urðu að stríða einar, því faðir minn var ennþá út á járnbraut að vinna, mörg hundruð mílur burtu. Þær spunnu og prjónuðu sokka og vettlinga og seldu í búðir fyrir nauðsynjar til fata og matar.“ Var þetta mikið áfall fyrir þær mæðgur, ástvinar- missir, svo skömmu eftir endurfundina, og fyrirvinnu- missir. Höfðu konurnar í ströngu að stríða um vetur- inn. Með vorinu tók Sigurbjörn til að rækta land sitt. Um það segir Guðbjörg: „Faðir minn fór ekki langt í vinnu eftir 1883. Það var líka nóg að gera heima, setja upp girðingar fyrir gripi og heyja, og afla eldiviðar, því í þá daga var ekki annað eldsneyti en viður. Við þekktum ekki kol, olíu eða rafmagn. Svo var ögn farið að brjóta landið með uxum. Alltaf stríddu leiðindi á föður minn, og hann þráði ísland.“ Um þessar mundir orti Sigurbjörn kvæði, sem hann nefndi Heimþrá, og eru þessar vísur í því: Fjallakonan heið og há hjúpuð jökulfeldi, þér í anda uni hjá eg á þessu kveldi. Fagra, kæra fósturland, frá þér brott þó snéri, ætíð stöðugt elskuband okkar á milli veri. Árið 1889 byggði Sigurbjöm lítið timburhús við bjálkakofann, og varð nú rýmra um fjölskylduna. En 1892 flutti hann timburhúsið syðst í Iandareign sína. Þar var dálítill skógur og því skjól fyrir næðingi slétt- unnar, og miklum mun fegurra bæjarstæði. Um nýja bólstaðinn orti hann þessa vísu: Hér ég undi alla stund, eins þá sorg réð beygja, sunnan undir ljúfum lund langar mig að deyja. Sama árið byggði hann stæðilegt íbúðarhús, og standa bæði húsin enn á landinu. Um búskapinn fer Guðbjörg þessum orðum: „Landið hans lánaðist heldur vel. Hann átti það í 24 ár, og aðeins einu sinni brást uppskera, komið hagl- slóst. Foreldrar mínir fóru suður á Garðar til að kaupa nauðsynjar. Amma okkar var heima með bömin. Svo kom hagl og braut að heita mátti hvert einasta strá eða ax á þessum litla hveitibletti. Þar fór það, sem 10 manns átti að lifa á um veturinn, og engin haglábyrgð. Þegar óveðrið var búið, fór amma með okkur börnin og poka og skæri og hníf út í akurinn, og við skáram öxin og söfnuðum í pokana, og vorum við búin að fylla marga poka, er foreldrar okkar komu heim. Þegar þau sáu skaðann, fór móðir okkar að gráta. Þá sagði faðir minn rólegur: „Gráttu ekki, vina mín, þeir verða að missa, sem eiga. Guð leggur okkur eitthvað til. Það, sem var í pokunum, kom sér vel um veturinn, og hænsnin verpm vel, og alltaf lagðist eitthvað til með að lifa.“ Árið 1893 brá Sigurbjörn búi og fluttist frá býli sínu, en seldi það á leigu. Hann var mjög heilsutæpur Guðbjörg og Magnús á gullbrúðkaupsdaginn 1948. 202 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.