Heima er bezt - 01.06.1957, Side 12
Frumherja-(landnema)-steinninn i Mountainkirkjugarði.
Skammt frá honum var Guðni Guðmundsson grafinn 1883.
K. N. Júlíus, vinur hans, orti erfiljóð, og er þetta
fyrsta vísan:
Nú vermir sunna láð og lög
og lýsir himingeim.
Ég veit það gleði veldur þér,
að vera kominn heim.
Þó fella vinir tregatár
og titra hjörtun mædd,
þú fórst á burt með svöðusár,
en sárin eru grædd.
Þegar Sigurbjörn andaðist, voru sjö börn hans á lífi,
en tveimur árum síðan dóu þær Oddný og Ingibjörg.
Oddný var ógift, en Ingibjörg var gift Óla J. Jónasyni
í Wynyard í Kanada og áttu þau tvö börn. Sigurrós
giftist Arnljóti Ólafssyni, en Guðmundur og Kristján
kvæntust systrunum Ingibjörgu og Kristínu, dætrum
Sæmundar Sigurðssonar frá Barkarstöðum í Fljótshlíð
og Steinunnar Arinbjömsdóttur fráTjamarkoti í Njarð-
víkum. Þau fluttu vestur um aldamótin og áttu heima
á Mountain.
Börnum Sigurbjarnar hefur famazt vel, enda eru þau
dugmikið fólk. Þau tala og lesa íslenzku, þó þau séu
fiest fædd og uppalin vestra. Sigurbjörn saknaði ætíð
íslands, gimsteinsins síns, eins og hann kallaði það á
stundum, og hrærðist í íslenzkum erfðum og menn-
ingu.
Sigurbjörn orti mikið, og eru kvæðasyrpur hans nú
geymdar í Landsbókasafni, þangað gefnar af Ragnari
H. Ragnar skólastjóra. í þeim eru erfiljóð, sem hann
orti um horfnu samferðamennina, brúðkaupskvæði,
ljóðmæli ýmiskonar og lausavísur. Ber ljóðagerð Sigur-
bjarnar vott hagmælsku, og lýsir vel sálarlífi hans og
viðhorfi hans til heimsins og eilífðarinnar. Hefur Sig-
urbjörn orðið fyrir miklum áhrifum frá Kristjáni Fjalla-
skáldi, frænda sínum, en ekki var hann eins mikið skáld
og Kristján. Hér á eftir verða tekin nokkur sýnishorn
af vísum Sigurbjarnar og brot úr kvæðum.
/ leiðindum.
Minn nú hrelldur muni er,
mótgangs þreytir gjálfur,
en hvað veldur ama mér
ekki veit ég sjálfur.
/ kaupstað 1869 (Vopnafirði).
Heyrast víða hljóð og köll,
halir vínið súpa,
sumir bíða feikna föll,
fálma, skríða, krjúpa.
Hverfleikinn.
Lífið veltur líkt og hjól,
lukku er hverfull vegur,
margoft fyrir sælusól
svarta flóka dregur.
Úr fjarmæla vísum (ekkert orð satt).
Sá ég hundinn súpa á kút,
sauðinn veggi hlaða,
fílinn totta flöskustút,
fálka í skruddu blaða.
Um reiðhestinn.
Frískur, valinn, fótheppinn,
fjörugur á skeiði,
hundrað dala hesturinn
hlaupa skal nú ólurinn.
Til vinar.
Helzta ráðið hygg ég samt,
heiminn rétt að spotta,
ef hann byrlar ölið rammt,
af því skaltu glotta.
Kvöldvaka.
Amma rær á rúminu,
Rósa hrærir stólinn,
Bjössi hlær í húminu,
hnigin er skæra sólin.
Um lundbágan kvenmann.
Bræðin svellur brúnum frá,
bænir hvell hún þylur,
reiðin skellur óðar á,
eins og fellibylur.
Nýja guðfræðin.
Fer að þynnast fylkingin,
falsið burt má rýma,
getur nýja guðfræðin
glapið rétt um tíma.
Um Kristján ungan.
Kristján minn með bjarta brá,
bezti vinnumaður,
starfar inni oftast hjá
ömmu sinni glaður.
204 Heima er bezt