Heima er bezt - 01.06.1957, Side 15
Og efnaður var hann talinn. Þessi vísa er sögð eftir
hann:
Eg þreifa á því, að þessi auður
þénar ei til að gleðja sál.
Maður er þá og þegar dauður,
þá kanski hann verði mörgum tál.
(Þjóðh. Finns á Kjörseyri.)
Jón Bjarnason, fyrrum alþm. í Ólafsdal, var nafn-
kendur maður. Hann var vitmaður, hjálpfús við bág-
stadda, en glettinn, ef því var að skipta. Einhverju sinni
var Jón á uppboði í Strandasýslu. Þá var þar sýslu-
maður Vigfús Thorarensen. Hafði sýslumaður verið
hreyfur af víni, sló sér eitthvað sjálfur og kallaði til
skrifarans „Contant“, ásamt verðinu. Spyr þá Jón:
„Hvaða maður er þessi „Contant?“ Sýslumaður spyr á
móti: „Hver er þessi gaur?“ Skiptust þeir á nokkrum
hnífilyrðum, og nefndi Jón sýslumann durg. Um það
er kveðið:
Víxl á aurum vekur tal.
Vex af maurum urgur.
Komust paurar kaups í sal:
Contant, Gaur og Durgur.
(Þjóðh. Finns.)
(Vísan er kunn í Hrútaíirði og Dölum.)
Jón Bjarnason var Skagfirðingur að ætt. Hann sagði
að þá hefðu verið margir hagyrðingar í Skagafirði, og
nefndi sérstaldega bónda nokkurn, Pál Þorsteinsson í
Pyttagerði. Hafði hann verið fljótur að kasta fram vísu,
þegar honum var sagt, að ull og tólg væru gjaldgeng
í prestgjöldin:
Má það gleðja misjafnt fólk,
mörgum hlaðið brestum,
að nú fæst fyrir ull og tólk
eilíft líf hjá prestum.
Við hreppstjóra, er flutti úr hreppnum, kvað Páll:
Það var skaði þessum hrepp,
þú hefur fjallað með hann.
Mér lá við að segja sepp,
svei þér burtu héðan.
(Ég heyrði vísu þessa í Dölum.)
Skáldkonan Júlíana Jónsdóttir var vinnukona á
Kollsá, um miðbik 19. aldar.
Þá voru skíðaferðir mest stundaðar, og kvað hún þá
þessa alkunnu vísu:
Að fara á skíðum styttir stund,
stúlku fríða spenna mund,
sigla um víði húnahund,
hesti ríða um slétta grund.
(Þjóðh. Finns, Kjörseyri.)
Vísa sú, er hér kemur næst, var víða þekkt fyrir
vestan. Tildrög hennar og skýringu tek ég orðrétt úr:
Sögukaflar af sjálfum mér —, eftir Matthías Jochums-
son:
„Séra Ólafur fékk Stað 1840, eftir lát séra Friðriks
Jónssonar, er drukknað hafði (fallið af hesti) sumarið
áður, niður undan Skógum, var ég þá á 5. ári og man
vel þann atburð — man, þegar maður kom að föður
mínum, þar sem hann var að slá fyrir neðan bæinn, og
sagði tíðindin; fleygði faðir minn orfinu, greip hend-
inni fyrir hjartað, hljóp heim eftir einhverju og gekk
í skyndi niður að firði með manninum. — Gekk svo
maður undir manns hönd að ríða vaðlana og slæða um
sumarið, en aldrei fannst líkið. — Um sumarið dreymdi
meðhjálpara hans, að prófastur kæmi á gluggann yfir
honum og mælti fram þessa stöku“:
Enginn getur að mér spurt,
öld þó leita kunni,
ég fæ mér ekki flotað burt
fyrir leirbleytunni.
Hér tek ég annan kafla upp úr sömu bók:
„Sigurður sál. málari (sem þá dó af berklum um
haustið) var umgangsvinur okkar, eldheitur ættjarðar-
vinur, en hatursmaður alls, sem útlent var eða danskt.
Fyrir það átti hann ekki upp á háborðið hjá höfð-
ingjum. Hann hafði þó mest unnið að því, að hátíðar-
haldið, einkum á Þingvöllum, yrði öllum til ánægju
og sóma, en engar þakkir eða viðurkenning frá æðri
stöðum fékk hann.
Það sárnaði Steingrími, og þá kvað hann“:
Annar ber sinn innri kross,
engu lofi skertur;
hinn fær dósir, djásn og kross
og — deyr þó brennimerktur.
Þegar Matthías bjó í Odda, fylgdu staðnum 7 smá-
kot. Eitt þeirra hét Strympa og annað For, lélegt ábýli.
Fellisvorið segist Matthías hafa tekið fólkið af jörðinni.
(En eftirmaður hans lagði þá kotið undir staðinn.)
Þá kvað skáldið í gamanbréfi til Eggerts Brím:
Hér er kot, sem heitir For,
hafirðu bæði lyst og þor,
flyttu þangað þá í vor —
þar má fullvel deyja úr hor.
Einu sinni kom Þorsteinn Erlingsson að Sandi, um
sláttinn. Guðmundur var ekki heima, en hálft túnið
þakið heimfluttri stör, og sum stráin voru allt að því
einn metri á lengd, með fingurdigrum kólfum. Þor-
steinn skildi eftir vísu á norðurhúsborðinu:
Glóðu í anda grönn og fá
grös á Sandi ljótum.
En þau eru fjandi þétt að sjá,
og þau munu standa á rótum.
Framhald
Heima er bezt 207