Heima er bezt - 01.06.1957, Side 18
og voru uppskeruhorfur góðar. Fögnuðu menn því,
sem von var, því að þröngt hafði verið í búi um vet-
urinn, og væntu menn nú, að lokið yrði mestu þreng-
ingunum. En allt í einu syrti í lofti. Ótrúleg mergð
engisprettna kom ofan úr fjöllunum og steypti sér yfir
akrana. Fólkið þusti til að reka þennan ófögnuð af
höndum sér, en án árangurs. Er menn höfðu gert sér
ljóst, að enginn mannlegur máttur fengi sigrazt á engi-
sprettunum, lögðu þeir árar í bát um varnirnar en héldu
heim og lögðust á bæn til Guðs og báðu hann að létta af
þessum ófögnuði. Brátt sáust stórhópar máfa koma
fljúgandi frá varpstöðvum sínum á klettaeyjum í Salt-
vatninu. Hugðu menn, að nú væri úti um allt, er fuglar
himinsins legðust á eitt með skorkvikindunum til tor-
tímingar ökrum þeirra. En brátt varð ljóst, hvers kyns
var. Máfarnir réðust að engisprettunum svo hraustlega,
að þær voru uppétnar á skammri stund, og ökrunum
var borgið. Mormónar hófu þakkargerð til Guðs fyrir
kraftaverkið, sem þeir höfðu verið vitni að. Síðan eru
máfarnir friðhelgir í Utah, og varði þessi hefur verið
reistur til minningar um björgun fólksins frá hungri og
hörmungum.
Eftir að hafa skoðað það sem mig lysti á Temple
Square, kvaddi ég leiðsögumann minn og hélt til móts
við Bearnson prófessor, enda var kominn tími sá, sem
við höfðum mælt okkur mót.
Farið um Salt Lake City.
Bearnsonshjónin komu að sækja mig kl. 10, eins og
um var talað. Þótti þeim mér hafa orðið drjúg morgun-
verkin, er ég sagði þeim frá, hvað gerzt hefði. Óku
þau mér víða um borgina og sýndu mér það, sem mark-
verðast var. Saltvatnsborg er tvímælalaust ein hin feg-
ursta og bezt skipulagða borg Bandaríkjanna. Býr hún
enn að þeirri gerð, sem Brigham Young ákvað í önd-
verðu. Stræti eru þar breiðari en í flestum öðrum borg-
um, og umferðarvandræði því stórum minni. Vekur það
furðu, með hve mikilli framsýni borgin hefur verið
reist og skipulögð fyrir heilli öld.
Margt er þar fagurra stórhýsa. Fjallasýn frá borginni
er hin fegursta, en skammt suðvestur frá henni er Salt-
vatnið mikla. Liggja að því ísskarir breiðar, en svo
sterkar, að bílar aka þar um viðstöðulaust. Miklir bað-
staðir eru við vatnið.
Meðal annars var mér sýnd þar þinghöll Utah. Er
það mikið hús, í líkum stíl og Capitol í Washington.
Stendur það hátt, og er forkunnargóð útsýn af tröppum
þess yfir borgina og yfir til Saltvatnsins og Vesturfjall-
anna. Forsalur þinghallarinnar er geysimikill, skreyttur
myndum og marmarasúlum. Móttökusalir eru þar
hlaðnir skrauti úr dýrum steintegundum, viði og málrn-
um, svo að næstum er við of. Er þar margt forkunnar-
fagurra gripa. í kjallarahæð hússins er saga og land Utah
sýnt í myndum og minjum. Þar eru málverk og mynd-
líkön, er segja söguna, en landinu og náttúrugæðum
þess er lýst með náttúrugripum, bæði úr hinni lifandi
og dauðu náttúru. Landið er auðugt mjög af málum.
Finnast þar gull, silfur, kopar, járn, blý og auk þess kol
og olía og ef til vill fleira. Eru þarna sýnishorn allra
þessara jarðargæða og sýnt, hversu þau eru unnin, og
hver sé þáttur hvers og eins í þjóðarbúskapnum.
Einnig fórum við um háskólahverfið, en allt var þar
lokað að þessu sinni, því að helgidagur var. Háskóla-
hverfið stendur uppi undir fjallshlíðinni austast í borg-
inni, og er geysimikið hvítt U málað í hlíðina fyrir
ofan, og sést það langt að.
Eftir að hafa snætt með þeim hjónunum að Hótel
Utah, héldum við heim til þeirra, en heimili þeirra var
í suðurhluta borgarinnar, ekki langt frá háskólanum.
Jafnskjótt og ég kom þar inn í stofu, veitti ég athygli
vatnslitamynd á einum veggnum. Minnti hún mig á
hinar eldri myndir Ásgríms Jónssonar, og þótti mér það
ekki undarlegt sakir hinnar íslenzku ættar húsbóndans,
að hann hefði eignazt mynd eftir Ásgrím, en svo reynd-
ist þó ekki, heldur var málverkið eftir dóttur þeirra
hjóna, sem stundað hefur listnám við háskólann, bæði
leirkerasmíð og málaralist, en dvaldi um þessar mundir
í Finnlandi, en hlotið hafði hún ársdvalar styrk í evr-
ópskum háskóla að verðlaunum fyrir námsafrek. Ég
hafði orð á því við hjónin, að málverk þetta minnti mig
á málverk Ásgríms. Fullyrtu þau bæði, að dóttir þeirra
vissi engin deili á honum né list hans. Flaug mér þá í
hug, hvort hér gæti verið um eitthvert íslenzkt ættar-
einkenni að ræða, en ekkert skal um það fullyrt.
Elzta íslendingabyggðin.
Þessu næst óku þau Bearnsonshjónin mér suður til
Spanish Fork, en þar er meginbyggð íslendinga í Utah.
Bærinn liggur um 60 mílur suður frá Saltvatnsborg, og
búa þar 5—6000 manns. Leiðin liggur um blómlegar
byggðir, sveitaþorp og iðnaðarhverfi. Ekið var framhjá
stálbræðsluofnum mildum, en í fjarska sá yfir til kopar-
fjallsins, sem smám saman er verið að eyða upp, en sí-
fellt er grafið utan af fjallinu.
Frá Spanish Fork er fögur fjallasýn og skammt til
fjalls. Hefði mér eigi verið sagt annað, mundi ég hafa
fullyrt, að íslendingar hefðu valið sér þarna bólfestu
sakir þess, að þeim hefði þótt landslagið minna sig á
gamla landið, því að lögun fjallanna og haustlitir minntu
allmjög á íslenzk fjöll. Hlíðamar eru gróðurlitlar og
skriðurunnar neðan til. Víða eru þær vaxnar lágvöxn-
um runnum, sem bera brúnan lit, eigi ósvipaðan kræki-
lyngi. Þegar hærra dregur í hlíðamar, era víða barr-
skógar, og víða sér trjátoppana bera við loft uppi á
fjallabrúnum.
Þegar til Spanish Fork kom, ókum við fyrst gegnum
þann bæjarhluta, sem íslendingar búa í. Er hann vist-
legur og snotur á að sjá og ber vitni um híbýlaprýði
og menningu. Var mér tjáð, að afkoma íslendinga væri
þar yfirleitt góð, og þeir nytu mikils trausts þarlendra
manna. Alls munu vera um 1500 íslendingar í Utah, en
í þeim hópi eru biskupar, háskólakennarar og forystu-
menn á ýmsum sviðum.
Fyrstu íslendingarnir komu til Utah árið 1855. Voru
það Samúel Bjarnason, Margrét kona hans og Helga
frænka þeirra, sem síðar giftist Þórði Diðrikssyni, sem
210 Heima er bezt