Heima er bezt - 01.06.1957, Blaðsíða 23

Heima er bezt - 01.06.1957, Blaðsíða 23
KRISTMUNDUR BJARNASON: VESTUR ÍSLENZKUR HAGYRÐINGUR Furðulegt er að hugsa til þess, að eigi alllítill hluti íslenzku þjóðarinnar skuli búa í annarri heimsálfu, vera sem dropi í þjóðahafinu vestra, sá dropinn, sem ekki hefur samlagazt því að öllu, svo að með nokkrum rétti má tala um íslenzka þjóð vestan hafs. Vestur-íslendingum hefur tekizt að varðveita tungu sína og forna menningu við óhagstæð- ustu skilyrði, skapað fjölskrúðugar bókmenntir og átt stórskáld. Hér hefur hin forna landnámssaga íslenzku þjóðarinnar endurtekið sig á skemmtilegan hátt. Vest- ur-íslendingar geta svo sannarlega tekið undir með Agli á Borg: Vestr fórk of ver, en ek Viðris ber munstrandar mar, svá’s mítt of far.... Þeir hafa ekki einungis getið sér hið bezta orð í heimi listarinnar, heldur og á verklegu sviði. Þeir þóttu þegar á fyrstu árum eitthvert dugmesta þjóðarbrot, er til Kanada flutti, enda vanir að taka til höndunuin heima fyrir. Með því að vera dyggir þegnar hins nýja fósturlands, hafa Vestur-íslendingar verið góðir ís- iendingar. Þeim hefur á undraverðan hátt tekizt að sameina það tvennt, sem í fljótu bragði virðist lítt sam- þýðanlegt. Þjóðerniskennd þeirra hefur ekki orðið til þess að sundra, heldur sameina. Má þó öllum ljóst vera, hve vandsiglt er á milli skers og báru, þar sem er þjóð- erniskenndin. Ást Vestur-íslendinga á íslandi og íslenzku þjóðinni er ást útlagans, öðrum þræði, ást Hafnar-íslendinga á 19. öld til fósturjarðarinnar. Höfundur kvæðis þess, sem hér fer á eftir, gefur glögga og gáfulega innsýn í hugsunarhátt Vestur-ís- lendingsins, en kvæðið þannig til orðið, að oft hafa verið uppi raddir um það, að íslenzka þjóðarbrotið ætti sem fyrst að sameinast enska þjóðahafinu, — hverfa eins og dropi í hafið. — Á tímabili voru þessar raddir venju fremur háværar, og orti þá Lárus Nordal kvæði það, sem hér birtist. Hann líkir íslenzka þjóðarbrotinu við lítinn læk á leið til hafs. Ágætlega á haldið! Áður en lengra er farið, mun ég gera nokkra grein fyrir höfundi kvæðisins, en mér var sent óprentað sýnishorn ljóða hans. Lárus Bjarni Nordal heitir hann fullu nafni og er fæddur á Grund á Akranesi 28. jan. 1879. Foreldrar hans voru Rafn Guðmundsson og Anna María Þor- grímsdóttir Thorgrímssen. Ekki er mér kunnugt um föðurætt Lárusar, en afi hans í móðurætt, séra Þor- grímur Thgrgrímssen (1788—1870) síðast prestur, að Saurbæ á Hvalfjarðarströnd var valinkunnur sómamað- ur. Standa að honum styrkir stofnar í báðar ættir, t. d. má geta þess, að amma hans, Halldóra, var bróður- dóttir Hannesar biskups Finnssonar. ' Ungur fluttist Lárus að Efraskarði í Svínadal í Borg- arfjarðarsýslu, til Magnúsar bónda Ólafssonar og konu hans Þórunnar Árnadóttur, og þar átti hann heimili til átján ára aldurs, en fluttist þá til Reykjavíkur og nam trésmíða- og málaraiðn. Aldamótaárið fluttist hann svo til Vesturheims og kom til Winnipeg í ágúst- mánuði það ár. Foreldrar hans höfðu þá fyrir löngu flutt vestur og móðir hans þá dáin fyrir nokkrum árum, en faðir hans stundaði búskap í Argylebyggð. Þangað fór nú Lárus og dvaldist um slteið á vegum föður síns, en síðan fluttist hann til Winnipeg og vann þar við smíðar og málningu. Árið 1902 kvæntist hann Rósu Davíðsdóttur frá Jódísarstöðum í Eyjafirði. Davíð faðir hennar var bróð- ir Þórunnar móður Kristjáns Níels Júlíusar (Káins), hins kunna kímniskálds. En þetta er ætt Jónasar skálds Hallgrímssonar. Eftir lát móður sinnar var Káinn hjá Davíð á Jódísarstöðum, unz hann fór vestur. Aftur voru mæður Rósu og Steingríms Arasonar kennara og rithöfundar, alsystur. Þau hjón, Rósa og Lárus, eignuðust eina dóttur, Önnu Karólínu. Fluttust þau frá Winnipeg og settust að í Foam Lake byggðinni 1905 og áttu við jýmsa erfiðleika að etja, að minnsta kosti framan af. — Árið 1937 flutt- ust þau til Gimli, en þar hefur Lárus dvalizt síðan og unnið við smíðar fram á síðustu ár. Heilsuleysi konu hans olli því, að hann varð að bregða búi, en hún lá að mestu rúmföst síðustu tólf ár ævinnar og andaðist 19. febrúar 1948. Nú er Lárus til heimilis hjá dóttur sinni á Gimli. Það lætur að líkum, að oft hafi Lárus átt erfitt upp- dráttar, enda varð honum einu sinni af munni þessi vísa: Varnar blundi, vekur mein vits hvað pund er smátækt. Því eru undur ekki nein, að ég stundi fátækt. Heima er bezt 215

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.