Heima er bezt - 01.06.1957, Page 24

Heima er bezt - 01.06.1957, Page 24
1 Lárusi dylst ekki, að lífsgleði er hin bezta gjöf þeim, sem á við andstreymi og fátækt að stríða. Honum fer því sem Oddi Hjaltalín, hann byggði „sér hlátraheim/ þá heimur grætti“. Lífið þrátt mig leikur grátt, lít því sáttur hinztu nátt. Þó að máttur bregðist brátt, betra er fátt en hlæja dátt. íslenzkur alþýðumaður hefur verið svo lánssamur að geta hafið sig yfir dagsins strit og stríð, þótt eklci eigi hann málungi matar, hefur honum safnazt mikill and- legur auður, sem enginn frá honum tekur, og hann nýtur þess að geta litið smáum augum á þá, sem finna fullnægju „í þeim fríðindum, sem stundar hagsæld geyma“. Á afmælisdaginn gerir hagyrðingurinn upp reikningana við sjálfan sig og tilveruna. Hér eru þrjú erindi reikningsskilanna: Það er ekki margt í sögu minni markvert, því að lítill safnast auður. Ég held ég verði ekki einu sinni efni í smágrein, þegar ég er dauður. Ég hef aldrei óskir mínar bundið við auðsins stærð, á hagfræðinnar kvarða, og ekki lífsins gildi getað fundið gulls í hrúgum, efnis-minnisvarða. Þegar andinn fullnægingu finnur í fríðindum, er stundar hagsæld geyma, lægri bekkinn sjálfum sér hann vinnur, sitt um eðli’ ei þreytir sig að dreyma. Ég minntist áðan á kvæði það, er Lárus orti, er hvað ákafast var rætt um, að íslenzka þjóðarbrotið ætti að sameinast enska þjóðarhafinu sem fyrst og gerst. Lárus var að sjálfsögðu andstæðingur þessa, enda orti hann þessa vísu til íslands: Þó nemi kraftur nokkuð stutt og nái ei þínum fundum. Hugurinn hefur fjöllin flutt og firðina til mín — stundum. En hér kemur kvæðið, sem heitir LÆKURINN Þar sem fjallahnjúkar háir hyljast alda jökulfönnum, þar sem klettar gnæfa gráir, geigvænlegir ferðamönnum, þar sem Kári í ofsaæði yfir þýtur klakað hauður, þar sem Frosti, ef fengi næði, feikilegur safnast auður. Þarna undir eldur brennur, upp úr jörðu gjósa logar. Þarna hraunið heita rennur, helft af jökli með sér togar. Þarna myndast lítill lækur, lifnar hann við ís og funa, niður stall af stalli sprækur streymir út í tilveruna. Veit sín örlög — út í hafið eigi hann að renna um síðir, veit þar nafn sitt gleymt og grafið. Gegn þeim dómi öruggt stríðir. Finnur enga fremd né sóma frá sér kasta ættarmóti. Annan svip og aðra hljóma eignast mundi í hafsins róti. Stytzta veg sér velur eigi, verða að lúta hafsins bárum. Leið sér brýtur dag frá degi, dagar verða svo að árum. Gegnum urðir, grýttar brautir, gegnum skriður, björg og hjalla, iðnin vinnur allar þrautir. Ekki er mókið hent til fjalla. Fram úr gljúfrum fær hann brotizt, fyrir liggja auðnir tómar. Góður þarna gæti hlotizt róður, sem af fegurð ljómar. fórum sínum frjómagn hafði flutt í gegnum aldaraðir. Gráa sanda grasi vafði, græddir voru hrjósturstaðir. Þegar loks er leiðin þrýtur, langt í burt þar hafið blánar. Launa sinna lækur nýtur. Launin verða ei til smánar. Grös á engi, á bökkum blómin brosa í dal og út til strandar. Mynd sú, harða mýkir dóminn. — Málum hana, kæru landar. LEIÐRÉTTIN G í grein Davíðs Stefánssonar skálds um Pál ísólfsson í síð- asta hefti „Heima er bezt" hafa því miður slæðzt nokkrar meinlegar prentvillur, sem hér eru leiðréttar. Biðjum vér höfundinn afsökunar á að svo óheppilega skyldi til takast. Bls. 160, aftari dálkur: 21. lína a. o. himinn, les himin. Bls. 161, fremri dálkur, 19. 1. a. o. organleikari, les orgel- leikari; 22. 1. a. o.: Erfðahlutur hans voru, les: Erfða- hlutur hans var; 2. 1. a. n. hlotnast, les hlotnazt; aftari dálkur: 10. 1. a. n. Strauba, les Straube; 9. 1. a. n. Se- pastian, les Sebastian. 216 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.