Heima er bezt - 01.06.1957, Page 26

Heima er bezt - 01.06.1957, Page 26
Minnismerki Jóns Sigurðssonar á Rafnseyri. voru þá bæði á fertugsaldri. Höfðu þau verið gift í 8 ár, og þessi drengur var þeirra fyrsta bam. Var sr. Sigurður 34 ára, en prestsfrúin Þórdís, kona hans, 39 ára. Fátt vita menn nú um bernskuár Jón Sigurðssonar, en þó má sjá það á ýmsu að foreldrar hans hafa haft á honum mikið dálæti. f húsvitjunarbókum Rafnseyrarprestakalls sézt að við nafn prestssonarins hefur faðir hans sett: „vel skarpuru. En þá var öllum, ungum sem gömlum gefin einkunn í húsvitjunarbækurnar fyrir gáfur, lærdóm og fram- ferði. Talið er að Jón Sigurðsson líkist meir í ætt móður sinnar en föður. Vafalaust hefur móðir hans oft setið með litla dökkhærða, fagureyga drenginn, og hugsað um framtíð hans og gert sér glæstar vonir. Hinn bráð- þroska sveinn hefur verið henni mikið augnayndi. Jón Sigurðsson fæddist á þeim tíma, er mikil fátækt var á íslandi. Þá var oft lítið til að borða. Húsakynni voru slæm og Ijósmeti af skornum skammti. Engir barna- skólar voru þá út um land á íslandi, en þó lærðu flest börn að lesa, en skrift lærðu böm aðeins á góðum heimilum. En Jón Sigurðsson var prestssonur og lærði því ungur að lesa og skrifa. Era mörg bréf til með rit- hönd Jóns Sigurðssonar og er rithönd hans afburða fögur. Snemma var hann fróðleiksfús og las allt, sem hann náði til, og vafalaust las hann þá mikið af slcrif- uðum bókum. Á Rafnseyri var á bernskuárum Jóns gamall prestur, er Markús hét Eyjólfsson og einnig var þar lengi vinnu- maður, sem Hrólfur hét. Voru báðir þessir menn fróðir og minnugir. Mun Jón hafa mikinn fróðleik numið af þessum mönnum. Oft mun Jón Siguðrsson hafa setið við kné gamla prestsins á löngum, dimmum vetrar- kvöldum og numið af vörum hans þjóðsögur og forn fræði. Er enginn skóli ljúfari námfúsum dreng, en slík fræðsla af vörum fróðra manna. I þessu sambandi vil ég minna á það, að það hefur löngum verið talið gæfumerki ungmenna að koma vel fram við gamalt fólk, enda er margt gott af því að læra. Er Jón Sigurðsson í þessu sem öðru góð fyrirmynd íslenzkum ungmennum, Ein saga er til um Jón Sigurðs- son, þegar hann var um fermingaraldur. Sýnir sú saga, að hann hefur snemma viljað halda hlut sínum, við hvern, sem hann átti og ekki látið hlut sinn þótt þung- lega horfði í fyrstu. Sagt er að sr. Sigurður hafi látið son sinn Jón fara á vorvertíð í Verdölum í Arnarfirði er hann var um fermingaraldur. Var hann hlutarmaður á skipi föður síns. Var svo til ætlazt að hann yrði hálfdrættingur. í Verdölum var engin byggð, en sjómenn lágu við í verbúðum. Voru það lágreistar baðstofur eða skýli, sem vermenn bjuggu í um vertíðir. Að vera hálfdrætt- ingur á fiskibát þýddi það, að þegar afla var skipt, er að landi var komið, fékk hálfdrættingurinn aðeins hálf- an hlut. Þegar komið var að úr fyrsta róðrinum neitaði Jón slíkum skiptum. Hann kvaðst hafa leyst af hendi sömu vinnu og aðrir hásetar og sagðist eiga skilið að fá heilan hlut, eins og þeir. Formaður tók þessu þung- lega, en að lokum fór svo að Jón hafði sitt mál fram og fékk heilan hlut eins og hinir, sem eldri voru. Eftir þetta datt engum í hug að bjóða Jóni Sigurðs- syni hálfan hlut. í baráttu sinni fyrir frelsi og sjálfstæði íslands tók hann aldrei neinum „afsláttar“ tilboðum. Hann krafðist þess jafnan að fá heilan hlut fyrir land sitt og þjóð. Rafnseyri við Arnarfjörð. Ljósm. Þorsteinn Jósefsson. 218 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.