Heima er bezt - 01.06.1957, Síða 28

Heima er bezt - 01.06.1957, Síða 28
En Lilju leið heldur ekki vel. Hún barmaði sér yfir því, hve heitt væri í vagninum, en hún vildi ekki reyna að opna gluggann, vegna þess að hún var með hanzk- ana, sem hún ætlaði að nota á dansleiknum. „Æ, æ,“ sagði Nanna, þegar vagninn stanzaði. — „Þá er nú komið að okkur.“ „Láttu ekki svona,“ sagði Lilja hressilega. „Ég skal ganga á undan.“ „Já, það skaltu gera.“ „Hæ, hæ,“ hrópuðu götudrengirnir. „Sjáið þið Lilju og Nönnu í síðkjólum?“ Þær flýttu sér inn í anddyrið, og þar stóð ung stúlka, sem tók við kápunum þeirra. „Mundu eftir að bera kveðju frá mömmu,“ hvíslaði Nanna. „Við gleymum því áreiðanlega,“ hvíslaði Lilja. — „Þetta er svo löng romsa.“ „Ó, mér finnst eins og ég sé að ganga í kirkju,“ hvíslaði Nanna. Nokkrir ungir menn komu á móti þeim eftir löng- um, breiðum gangi. Þeir voru allir með rauðan borða um handlegginn. — „Hvaða erindi eiga þeir? “ kvísl- aði Nanna skjálfrödduð. „Líklega að leiða okkur til borðs,“ svaraði Lilja. „Ertu alveg frá þér?“ hvíslaði Nanna. Ungu piltarnir gengu beint til stúlknanna, hneigðu sig, buðu þeim arminn og réttu þeim „danskortið“. Þau gengu síðan inn eftir löngum gangi, sem Nanna hélt að tæki aldrei enda. Að lokum komu þau inn í veizlusalinn, sem var skreyttur hátt og lágt. En þennan dansleik héldu kaupmannahjónin í minningu um 25 ára brúðkaup þeirra, — svo nefnt silfurbrúðkaup. „Mundu að óska hjónunum til hamingju,“ hvíslaði Lilja að Nönnu. Nanna hneygði höfuðið til samþykkis, athugaði hár- greiðsluna og gekk á undan inn í veizlusalinn. Hún varð of sein að segja: „Bíðið við. — Látum systur mína ganga á undan.“ — En þetta gekk allt betur en hún hafði búizt við. — Kaupmannsfrúin var alþýðleg og elskuleg í framkomu, svo að Nanna áræddi að segja: „Til hamingju, frú,“ og við húsbóndann: „Ég óska yð- ur til hamingju, — og þakka kærlega boðið.“ En Lilja, sem hafði tekið saman í huganum allt, sem iiún ætlaði að segja, gleymdi nú öllu í fátinu, sem kom á hana í þessum skrautlega sal. Hún gat aðeins tautað: „Einstaklega ánægjulegt. — Með mikilli ánægju.“ Smátt og smátt vöndust augun ljósinu og litunum. Lilja kom auga á Jóhönnu með rósavöndul í höndum, umkringda af ungum mönnum. „Nanna! Sjáðu Jóhönnu. — En hvað hún er yndisleg. Hvar ætli hún hafi fengið þessi blóm? — Silki er miklu fallegra en nokkurt annað efni í kjól. Það fellur svo þétt að.“ „Ungfrú!“ Báðar stúlkurnar litu upp við ávarpið. — En það var Nanna, sem ávörpuð var. „Eruð þér þegar ráðin við borðið?“ „Nei,“ sagði Nanna feimnislega. En hún dró andann léttar, er hún sá að ungi maðurinn var Karl bróðir Jóhönnu. „Má ég þá hafa þá ánægju að leiða yður til borðs?“ „Já, mín er ánægjan,“ svaraði Nanna kotroskin. Karl hneigði sig kurteislega, og fór til félaga sinna. „Er alltaf farið svona að?“ hugsaði Nanna. „Mér er þá bjargað. Ég þarf ekki að deyja úr sulti.“ Allt í einu varð öllum litið til dyranna. — Inn gekk hrífandi fögur, ung stúlka og miðaldra maður, föngu- legur á velli og farinn að grána í vöngum. — Unga stúlkan var Maud, klædd í hvítan silkikjól, eins og ung brúður, og með henni var faðir hennar. — Rauð- gullið hárið hafði hún sett upp eftir því, sem bezt átti við, og demants-stjarna blikaði í hárinu. — Stóru, grá- bláu augun geisluðu og fagurskapaður hálsinn bar enga skartgripi. Hvítir silkiskór, með háum hælum, gægðust út undan dragsíðum kjólnum, er þessi fagra stúlka sveif inn í salinn. — Hún bar sig á allt annan hátt, en hinar stúlkurnar, og hún var tvímælalaust fallegust af þeim öllum. — Það sá Jóhanna strax, og henni fannst það napurt. — Það varð augnabliks þögn, er feðginin gengu innar á gólfið. Einn af borðalögðu, ungu mönnunum þaut á móti þeim og bauð ungfrúnni að leiða hana fyrir húsmóðurina, en hún brosti aðeins til hins óboðna fylgdarmanns og sagði virðulega, en þó hlýlega, að hún kysi heldur að ganga óstudd, — og hneigði sig djúpt fyrir hjónunum og óskaði þeim heilla. — Ungi maður- inn stóð orðlaus í vandræðum úti á miðju gólfi. — Eftir örstutt samtal við hjónin, gekk hún hiklaust til Lilju og Nönnu, en þær voru þar í samræðum við nokkra unga pilta, og höfðu þegar fengið mörg nöfn á „dans- kortið“ sitt. — Ungur, ljóshærður piltur, kvenlegur í útliti, hafði beðið Lilju að fylgja sér að borði, og bað jafnframt um fyrsta dansinn. Jóhanna stóð, hreykin eins og páfugl, í fjörugri sam- ræðu við liðsforingjann, sem gaf henni blómvöndinn. „Þú kemur seint, Maud,“ sagði Nanna lágt. „Við Lilja erum búnar að lofa flestum dönsunum. — Þú mátt hraða þér, ef þú ætlar ekki að verða útundan.“ „Ég kæri mig ekkert um að dansa alla dansana,“ svar- aði Maud þóttafull. „Ég vil ekki láta slíta mér alveg út. Við pabbi förum líka snemma heim.“ Og í því sneri Maud sér að sjóliða, sem bað hana um dans, og svaraði ekld eins og hinar flestar. „Já, það vil ég gjarnan,“ heldur sagði hún: „Já, ég skal nú athuga það.“ Og þegar hann spurði, hvort dansarnir mættu þá ekki vera tveir, og mátti vel sjá það á svip hans, að þessi bæn hans var borin fram, af því að hann var þegar dauðskotinn í þessari fögru, ungu stúlku, þá sagði Maud kalt og rólega: „Nei, þakka yður fyrir. Einn dans er alveg nóg.“ Þá dró herrann sig í hlé, eftir þennan hiklausa úrskurð. . Við borðið sátu Nanna og Karl beint á móti Maud, en þau töluðu mest um Jennýju, og það lét Nanna gott heita. — Jóhanna skýldi sér á bak við veifuna og talaði stöðugt við liðsforingjann. Samtal þeirra virtist ómerki- legt hjal, sem aðeins fylgir dansleikjum. — Lilja komst í mestu vandræði, er hinn smávaxni sessunautur henn- 220 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.