Heima er bezt - 01.06.1957, Side 29

Heima er bezt - 01.06.1957, Side 29
ar spurði, hvaða tegund af kampavíni hún vildi helzt. Hún hafði aldrei bragðað kampavín, en það sagði hún ekki, heldur las hún í flýti merkið á flöskunum, sem stóð næst, og sagði að þessa tegund vildi hún helzt. Maud snerti ekki á neinum drykkjarföngum, en þeg- ar borin var fram skál með súkkulaði-stykkjum, þá bað hún leyfis að mega hvolfa í lófa sinn, og hellti næstum helmingi úr skálinni, og sagði um leið: „Þetta á ein vinstúlka mín að fá.“ Rétt eftir matinn fór Maud heim með pabba sínum, en þá óskuðu þær Nanna og Lilja að dansleikurinn stæði sem lengst, þótt þær segðu það ekki upphátt, og Jóhanna sá ekkert nema liðsforingjann. Jenný átti heldur erfitt heima þetta kvöld, sem dans- leikurinn var. Hana hafði hent það óhapp að brjóta bolla, er hún þvoði upp eftir kvöldmatinn, og frænka hennar hafði veitt henni harðar ávítur. — Hún var varla sofnuð, er hún heyrði að fólkið ók heim af dans- leiknum, og þaut upp úr rúminu, og gerði sér þó varla ljóst hversvegna. Þokunni hafði létt og tunglsskinið var skært. — Hún kraup við gluggann og sá hvar vagnarnir runnu í lest, eftir upplýstum götunum. Höfuð hennar hneig ofan á harða gluggakistuna, og þar grét hún ein um kyrra nótt, foreldralaus og vansæl. — Hana skorti ástúð og móðurkærleika. Þessi grátur var útrás fyrir margra mánaða refsing- ar. — Alltaf var hún hortug og alltaf skömmuð, og aldrei heyrði hún vingjarnlegt orð, hvorki í skólanum eða heima. — Hlýleg áminning og kærleiksríkar leið- beiningar hefðu getað gert kraftaverk. Og tunglið skein inn um gluggann, og skin þess féll á litlu, skjálfandi stúlkuna, sem grét í glugganum á hvítum náttkjól, með bera, kalda fætur. V. EFl'IR DANSLEIKINN „Gerðu svo vel,“ sagði Maud, um leið og hún tæmdi vasa sína í keltu Jennýjar. — „Þetta hef ég geymt þér frá veizlunni í gærkvöldi.“ „Þakka þér kærlega,“ sagði Jenný. „Það var fallegt af þér að muna eftir mér í allri veizlugleðinni.“ Jenný kafroðnaði, þegar hún tók við öllu sælgætinu. „Var gaman á dansleiknum?“ „Já, það var mjög ánægjulegt,“ byrjaði Maud, en Jóhanna, sem kom inn í þessu, greip fram í og sagði: „Ó, þú getur ekki hugsað þér, hve yndislegt það var. Ég gat varla sofnað dúr í nótt. Ég lá vakandi og rifj- aði upp alla atburði kvöldsins. — Heyrðu, Jenný,“ sagði hún svo og tók undir handlegg Jennýjar og tog- aði hana með sér út í horn. — Þar þuldi hún í eyra hennar öll lofsyrðin, sem ungu dansmennirnir höfðu hvíslað í eyru hennar í dansinum. Og þessi greinda skólastúlka var svo barnsleg og fávís í þessum málum, að hún tók þetta allt sem góða og gilda vöru. — Þessi hrósyrði höfðu kitlað eyru „engilsinsu. Nanna kom að í þessu og heyrði síðustu setning- arnar. „Trúðir þú öllu þessu rugli strákanna?" spurði Nanna, hálf ergileg. „Þú ert alveg eins og Lilja. — Hún heldur líka að strákunum sé alvara, þegar þeir eru að skjalla okkur. — En Andrés bróðir segir mér, að oft hlægi strákarnir að því á eftir, hve alvarlega við tök- um skjallið og tilbeiðsluna.“ „Er þetta satt?“ spurði Jóhanna, dauðskelkuð. — En hún varð brátt rólegri og hélt áfram: „Nei, þetta getur ekki verið satt, því að ég man svo vel, að hann sagði við mig .. .“ Lengra komst hún ekki, því að nú var hringt í kennslustund. — Stúlkurnar þutu, hver á sinn stað, en Nanna hvíslaði: „Hvaða hann?“ — og hvað sagði hann?“ Jóhanna kinkaði kolli og sagði: „Bíddu við. — Bíddu við,“ og svo hófst tíminn. Um hádegið, þegar Jenný fór heim í matinn, hugsaði hún margt um það, sem Jóhanna hafði sagt þeim af Gelder liðsforingja. Hann hafði sagt, að hann væri svo einmana og heimilislaus, og hann langaði svo til að eignast unga, laglega konu og fallegt heimih. — Og kafrjóð í framan hafði Jóhanna bætt við: „Hann sagði, að hún ætti að vera ung og Ijóshærð. — Hann sagði líka, að hann hefði þegar fest auga á einni slíkri, en hann yrði að bíða nokkuð eftir henni, því að enn væri hún svo ung.“ Og nú hafði Jóhanna lækkað röddina. „Svo leit hann svona fast og innilega á mig.“ „Þetta hefur bara verið einskonar bónorð, eða ástar- játning,“ hafði Nanna sagt, svo hátt að allir litu við á götunum. — „En hverju svaraðir þú?“ hafði Jenný sagt. „Ég — ég bara brosti og svaraði fáu. Hann hefur víst haldið að ég væri meira en 16 ára. — Mér finnst það svo spennandi,“ bætti Jóhanna við. — „Hugsið ykk- ur, stelpur! Mér finnst ég vera hálftrúlofuð. — í morg- un fór hann í burtu, sem betur fór. — Annars hefði hann hlotið að sjá mig með óuppsett hárið. — Ég vona að mamma lofi mér að setja upp hárið á sunnudaginn. Hann kemur víst fljótt aftur, eða það sagði hann mér að minnsta kosti. — Ég vona bara að hann komi aftur á sunnudaginn.“ Allar voru þær leiksystur hálfundrandi á frásögn Jóhönnu, en það lá við að Lilja, sem var elzt, væri hálf afbrýðissöm. — Jennýju fannst þetta ágætt, og fór strax að hugsa um væntanlegt brúðkaup. — Nanna leit upp til Jóhönnu, eins og hún væri æðri vera, en Maud hló og sagði stundarhátt: — „Þetta er bara hlægilegt,“ og svo sneri hún á hliðargötu á leið heim til sín. Þegar þær skildu, ákváðu þær allar að vera brúðar- meyjar Jóhönnu, og svo héldu þær hver og ein heim til sín. * Jóhanna var, eins og ætíð, virðuleg í fasi, en nú hélt hún kjólnum upp um sig með annarri hendi, en þó var gatan þurr og þokkaleg, og kjóllinn með venju- legri sídd. Framhald. Heima er bezt 221

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.