Heima er bezt - 01.06.1957, Side 30

Heima er bezt - 01.06.1957, Side 30
HER BIRTIST 14. HLUTI AF HINNI SPENNANDI FRAMHALDSSOGU OBOÐNIR GESTIR JOSEPH HAYES „Gerið þér það,“ sagði Dan, um leið og hann tók umslagið, sem var furðulega létt. „Ég fer innan skamms, er ég hef farið í bankann og gengið þar frá dálitlu." „Ef það er eitthvað, sem ég get....“ „Nei, þakka yfir fyrir.“ „Góða nótt, herra Hilliard." Dyrunum var lokað hægt, og Dan dróst aftur að skrifborðinu. Hann studdi sig við það, yfirkominn af þreytu. Hugur hans hvarflaði aftur til Glenns Griffins: Hann hafði legið með eyrað við útvarpið næstum alla nóttina. Hann vissi því — og hafði vitað það allan morguninn — hvað komið hafði fyrir bróður hans. Og það var þessi vitneskja, sem hafði gert hann móður- sjúkan og sneyddan allri skynsemi. Og í þessu húsi voru þau Elenóra og Ralphie. , Dan reif bréfið upp og taldi á borðið fimm þúsund dala seðla og einn fimm hundruð dala. Hann lét þrjú þúsund dah í venjulegt, hvítt umslag, sem hann tók í skúffunni, og stakk síðan báðum umslögunum á sig. Hugsanir hans voru allar hjá Elenóru. Klukkan hálftíu var Elenóra uppi ásamt Ralphie og gerði sér ljóst, að þetta var örlagastund. Hún spilaði á spil við drenginn og hlustaði á viðræður þeirra niðri. Útvarpið var opið. Þeir hlustuðu. Svo heyrðist rödd Glenns Griffins hærri en áður og gerólík því, sem hún átti að sér: „Robish, vertu við gluggann, en leggðu við hlustirnar. Það eru einhverjir uppi á þakinu á húsinu hér við hliðina.“ EFTIR Robish tvinnaði bölvið, þar sem hann sat inni í skons- unni og hafði gát á bak- og hliðargarðinum. „Lögreglu- menn?“ „Hvernig í fjandanum ætti ég að vita það? Þeir eru í gulum samfestingum." „Hvaða hávaði er þetta þá í þér?“ „Það er aldrei að vita, á hverju maður má eiga von. Ef þú værir ögn greindari, mundi það vera hér ljóst.“ „Ég hef nóga greind,“ sagði Robish innan úr skons- unni, „ég hef meiri greind en þú ætlar, Griffin. Enga byssuna, en kappnóg af viti.“ „Við hvað áttu?“ Þegar Robish svaraði ekki strax, sagði Ralphie við móður sína: „Þú átt út í.“ En hún lyfti hendinni og reyndi að hlusta. „Ég á við það,“ sagði Robish loks, „að yngri bróðir þinn fékk fyrir ferðina í nótt, af því að hann varð hræddur. Það er sannleikurinn. Og þú verður órórri með hverri stundinni, sem líður. En nú býst ég við, að hið versta sé um garð gengið, hvað okkur varðar. Nú er allt undir HiIIiard komið.“ „Hilliard?“ „Þú ert þá hræddur um, að Hilliard.... “ 222 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.