Heima er bezt - 01.06.1957, Page 31

Heima er bezt - 01.06.1957, Page 31
„HiUiard er til alls vís nú, þegar... „Jæja, nú þori ég að veðja, að þú sérð eftir að neita mér um byssuna, Griffin." Elenóra heyrði á orðasldptum þeirra, að valdið var að dragast úr höndum Griffins, sem var vopnaður, í hendur Robish, sem var hinn rólegasti og fullur af sjálfstrausti. Glenn Griffin var ákaflega órólegur og æstur. Elenóra gerði sér allt þetta Ijóst, en vissi þó ekki, hvaða þýðingu þessi breyting kynni að hafa fyrir hana og fólk hennar. Það drundi í Glenn, um leið og hann lækkaði rödd- ina: „Ef þessi Hilliard reynir að leika á okkur, ef þessi HiIIiard gerir ekki nákvæmlega það, sem ég sagði hon- um....“ I sama andartaki var Dan Hilliard að framkvæma það, sem Glenn hafði sagt honum: Hann fékk Cindýju um- slag með 3000 dölum í. Þau stóðu úti á ganginum fyrir framan skrifstofu Wrights og töluðu lágt saman, meðan lyftumar gömlu mnnu stynjandi upp og niður. „Vertu nú varkár,“ sagði hann rólega, um leið og hann horfði í augu henni. Svo gekk hann niður, og þegar klukkuna vantaði tíu mínútur í tíu gekk hann inn í banka sinn, þar sem hann var vel þekktur. Hann var með leðurtösku, sem nú var tóm. Hann talaði við gjaldkera, sem hafði afgreitt hann síðastliðinn áratug. Gjaldkerinn varð við óskum hans án nokkurra spum- inga. En er hann var farinn með úttroðna töskuna at- hugaði gjaldkerinn þessa tvo þúsund dala seðla, sem voru ósviknir og fór að velta fyrir sér, hvar maður eins og herra Hilliard hefði fengið þá og hvers vegna hann þurfti að nota þessi ósköp af smáseðlum. Hilliard hafði verið brugðið, hann hafði ekld ætlað að þekkja hann. Þremur mínútum síðar hafði hann enn frekari ástæðu til að hugsa um þetta, því að þá hafði hann talað við lögregluforingja, sem skipaði svo fyrir, að hann tæki þessa seðla frá og geymdi þá, unz hann fengi frekari fyrirmæli. Ekki fimm mínútum síðar talaði Tom Winston í sendistöð á skrifstofu sinni við sambandslögreglumann, ekki Carson, heldur annan mann, er skotið hafði upp kollinum í loftherbergi Wallings. Maður þessi hét Merclt. Hann fór þegar niður og veifaði til Jessa Webb, sem var uppi á háum stiga, sem reistur hafði verið upp með framhlið hússins, og sást þaðan vel í gluggana á húsi Hilliards. Stiginn náði langt upp fyrir þakbrún á húsinu, og Jessi, sem var klæddur gulum samfesting með nafn verktakans skráð á bakinu, mældi að því er virtist loftnetsstandinn og gaf tveim hjálparmönnum með handhreyfingum fyrirsldpanir, en þeir stóðu til hliðar og sneru bakinu að húsi Hilliards. í rauninni var Jessi að athuga hús og bifreiðaskýli Hilliards. Hann gat séð það allt frá svona ákjósanleg- um stað, og með þessu móti dró og úr æsingu hans og kvíða, sem hann hafði átt erfitt með að halda í skefjum. Honum varð líka hugsað um hina langdrægu rifla með sjónaukum og einnig hina sjónaukana, sem ekki máttu sjást frá húsi Hilliards. Þegar klukkan var rúmlega hálfníu, hafði Karl Wright tekið eftir því, sem fram fór á húsi Wallings, — löngu áður en Glenn Griffin hafði veitt því athygli. Karl vonaði, að þetta væri ekki til marks um það, að lögreglan hefði nú komizt að öllu og ætlaði að nota þenna stað til árása. En þó hafði hann grun um, að svo væri, en þó þótti honum skrýtið, ef þessi undirbún- ingur tæld þennan Webb svo langan tíma. Nú, þegar ldukkan var sex mínútur yfir tíu, var hann orðinn stirður af biðinni, og óþolinmæðin var alveg að fara með hann. Hann hafði vonað, að sá þeirra félaga, sem hélt sig í skonsunni, mundi bregða sér yfir til hins, er var götu megin, um leið og þeir sæju þenna við- búnað uppi á þakinu. En svo vel var ekki. Karl Wright ákvað að reyna að finna upp á einhverju til þess að leiða athyglina frá bakhlið hússins, þótt ekki væri nema andartak, svo að hann kæmist inn fyrir. Hann varð enn ákafari vegna þess, að hann hugði Cindýu koma heim, áður en langt um liði. Og ef til vill biðu þeir þess. Ef svo var og ef þessir lögreglu- menn höfðu í huga að umkringja húsið, vildi Karl helzt vera kominn inn með skammbyssu sína. Hann gerði sér Ijóst, að því aðeins mundi enginn úr fjölskyldunni verða drepinn eða særður, ef lögreglan fengi þeim fé- lögum nóg að hugsa með því að gera árás að utan. Þá mundu þeir beina byssum sínum að lögreglunni, gleyma fólkinu, og ef hann væri þá inn kominn, átti hann ef til vill leik á borði. Hann bægði öllu hiki og efasemdum frá sér. En hvar var Cindý nú? Ætlaði hún að koma heim aftur? Hvenær? Og hvað var hún að gera? Herbergið var aflangt og bar til annarrar handar og smábásar hinum megin. I stofunni var megn viskí- lykt, og allt, sem hún sá, varð til þess að auka kvíða hennar. Bak við veitingaborðið var maður með svuntu, sem einu sinni hafði verið hvít, og mældi hann hana alla með augunum. Hún gekk raldeitt að fyrsta básnum, settist þar niður, teinrétt, og starði út í loftið. Skömmu síðar kom þjónustustúlka til hennar, löng og beinaber, en ungleg, með liðað og litað hár og þreytileg augu. Cindý bað um viskíblöndu, og tilhugsunin ein vakti hjá henni megnt ógeð. Hún leit af glasinu, sem stóð fyrir framan hana á borðinu, og á armbandsúr sitt. Klukkan var tuttugu og níu mínútur yfir tíu. Svo seint hafði Kalli aldrei komið til vinnu. Herra Hepbum hafði þrásinnis spurt eftir honum, en hvorki Cindý eða Constance Allen höfðu getað frætt hann á, hvers vegna hann lét ekki sjá sig. Og Cindý vissi ekki, hvemig sldlja bæri þessa fjarvist hans. Hún þorði ekki að geta sér til um það. Hún gat aðeins hugsað um manninn, sem hún átti von á eftir eina mínútu, klukkan hálf-ellefu. Hann átti að birtast henni hér í þessari skítugu, mannlausu vín- Heima er bezt 223

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.