Heima er bezt - 01.06.1957, Side 33

Heima er bezt - 01.06.1957, Side 33
en klukkan var hálftólf, eins og Glenn Griffin hafði heimtað? Hvað mundi þá koma fyrir hin? Þegar hér var komið, var Dan Hilliard kominn eftur til skrifstofu sinnar. Hann beið Cindýjar. Hann mundi og, að Glenn Griffin hafði krafizt þess, að hún yrði honum samferða heim. Glenn Griffin hafði nefnt sem ástæðu, að hann vildi vita með fullri vissu, áður en hann héldi á brott, að þessi maður, sem Dan vissi, að Glenn nefndi Flick, hefði fengið peingana í hendur. En Dan lagði ekki mikið upp úr þessari skýringu, enda goldið varhuga við hverju orði Glenn Griffins. Hann taldi nú miklar líkur til, að Glenn mundi freista þess að hafa bæði Elenóru og Cindýju á brott með sér, og dró þessa ályktun að þeirri kennisetningu, að tvær kon- ur, ásamt tveim mönnum í bifreið, sem ekki var þekkt, gæfi mikla tryggingu gegn aðsteðjandi hættum, þá er reynt yrði að komast út úr bænum. Dan var líka ljóst, að Glenn Griffin átti ekki önnur ráð betri til að slá öll vopnin úr höndum föður og eiginmanns. Og ef þeir félagar gripu til þess ráðs, mundu þeir vinna þann tíma, sem þeim var nauðsynlegur til undankomu. Auk þess taldi Dan sterkar líkur til, að þeim mundi takast að smokra sér framhjá lögreglubílunum, sem hann hafði séð í grendinni, ef þeir færu að þessu ráði. Og hvað mundi svo taka við? Nei, þeim skyldi ekki takast þetta. Dan skyldi sjá til þess. Þegar svona var komið, var gildi lífsins orðið hverfandi lítið. Sem hann sat þarna við skrifborðið sitt, rann það upp fyrir honum, að spurningin um líf og dauða, missti merkingu sína og gildi, er tefla varð í tvísýnu. Á hinni miklu örlagastundu er enn háð bar- átta fyrir lífinu — sjálfsagt ósjálfrátt —, en árangurinn er eklci metinn eftir því, hvort hlutaðeigandi muni lifa hana af, heldur eftir hinu, hvort tekizt hefur að koma í veg fyrir enn hryllilegri afleiðingar. Og nú átti hann leikinn í þessu örlagatafli. Hingað hafði hann látið berast, niður í hyldýpi glæpa, og nú varð honum litið til undankomuleiðar, á þrítugan ham- arinn, þá leiðina, sem sérhver mannvera með snefil af sjálfsvirðingu varð að klífa, eins og málum var háttað. En eins og var, átti hann ekki annars kost en að bíða, enda þótt tifið í úrinu hans fyllti hann óþoli, gerði hann hamslausan. Þegar hurðinni var lokið upp, spratt hann á fætur, þar sem hann vissi, að þetta var Cindý, að það gæti ekki verið neinn annar en hún. En inn kom samt hár maður, með lítið höfuð, blóðhlaupin augu, en hæggert, ákveðið fas. Hann nam staðar fyrir framan Dan Hilliard með báðar hendur í vösum og hattinn á höfðinu. Mað- urinn horfði lengi á Dan, og það fór ískuldi um hann allan undir þessu augnaráði. Maðurinn lét frakkann flaka frá sér andartak, og Dan sá rétt í svip lögreglu- merkið, leðurhylkið og skammbyssuskeftið. Þá lét Dan sig falla með hægð niður í stólinn aftur. „Góðan daginn, herra Hilliard,“ sagði maðurinn. „Nafn mitt er Webb. Ég er settur lögreglustjóri Mari- onumdæmisins. Ég fékk bréfið frá yður, herra Hilli- ard.“ Dan beygði höfuðið aftur, um leið og hann fann til þrauta um allan líkamann og hugsaði margþrota: Gegn þessu hefur þú unnið, flækt þig í lygavef til þess að forð- ast þetta, barizt örvæntingarfullri baráttu gegn þessu. Nú er komið að úrslitastundu, þú ert með peningana í vasanum. „Ég veit ekki, við hvað þér eigið, herra lögreglustjóri.“ Þá þraut Jessa þolinmæðin. Hann tók hendurnar upp úr vösunum og studdi þeim á borðið fyrir framan Dan Hilliard og beygði sig áfram. „Hlustið þér nú á mig,“ sagði hann hásri, hlöktandi röddu, „hlustið nú á mig, herra Hilliard. Ég væri ekki hér, ef ég hefði ekki ráðið gátuna. Það hefur tekið mig langan tíma, ég hafði framan af engin gögn í höndum, sem gætu gefið vís- bendingu, en nú er ég hér, og get ég ekki rétt til, er ég segi, að nú sé hver mínútan dýrmæt, herra Hilliard? Látið mig því heyra allt af létta frá því fyrsta. Svó getum við ákveðið, hvað bera geri. í guðs bænum verið þér nú fljótur, Hilliard!“ Hvað sem það kann að hafa verið, sem hans las í andliti Hilliards, þá varð það til þess, að hann þagn- aði. Hann teygði úr sér, andaði djúpt og leit fram hjá Dan Hilliard — út um gluggann. „Afsakið,“ tautaði hann. Svo bætti hann við í miklu mildara tóni: „Hvað eigum við að gera í málinu? Það er spurningin. Hvernig eigum við að haga þessu, Hilliard?“ Klukkan var langt gengin ellefu! Það er ekki hægt að bíða allan daginn eftir því, að eitthvað gerist, Kalli. Hann sat enn í hnipri við runnana við horn bílskúrs- ins og beindi allri athygli sinni að höfðinu, sem skaut öðru hverju upp við gluggann í skonsunni, en hvarf jafnan skjótt aftur. Gluggatjöldin voru svo gagnsæ, að auðvelt var að fylgjast með þessu. Af einhverri ástæðu, sem honum var óljós, hafði sá ótti grafið um sig, að hann mundi aldrei komast inn í tæka tíð, ef hann biði þess, að tilviljun ein eða skyndihugkvæmd yrði til þess, að maðurinn brygði sér út úr stofunni. Hann var hætt- ur að hugsa um hættuna. Ef hann beitti lagni sinni og varkárni, gat hann ef til vill orðið að liði. En ef líkur væru til, að hann gæti stefnt einhverju þeirra í hættu, vildi hann ekld láta til skarar skríða. Nú gat hann því eins komizt að niðurstöðu um þetta, að hann kæmist inn í húsið og vissi, hvað þar var að gerast og hvaða ráð voru þar brugguð. Þú verður að finna upp á einhverju, sem leiðir at- hygli þeirra frá þér, sagði hann við sjálfan sig með óhugnanlegri ró. Hann hafði ákveðið ýmsar aðferðir til þess, en horfið frá þeim aftur. Hvað sem hann annars tæki sér fyrir hendur, varð það að verða til þess að ýta nokkuð við þeim, vekja hjá þeim nokkurn ótta, en þó ekki svo mikinn, að þeir létu hann bitna á frú Elenóru eða drengnum. Loks þóttist hann hafa dottið ofan á ráð, er gæti að haldi komið og mætti skýra, til dæmis, af frú Élenóru, sem einbera hendingu, einkum þar sem hann Heima er bezt 225

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.