Heima er bezt - 01.06.1957, Side 36

Heima er bezt - 01.06.1957, Side 36
172) Perlberg leggur mikið kapp á að ná mér, og hann er brátt á hælum mér. Ég heyri þungan andardrátt hans rétt fyrir aftan mig. — En nú dettur mér nokkuð í hug.... 128) Við erum nú komnir að ársprænu. Á ég að busla yfir hana? — Nei, þarna liggur sprek yfir hana, mjög mjótt. Ég stekk út á spýtuna, og í sömu andrá reynir Perlberg að grípa mig, en grípur í tómt og fellur í ána.... 129) Óheppni óvinar míns verður mér til bjargar. Mér tekst að komast í hlöðu nokkra, og þar hýrist ég um nóttina. Snemma morguninn eftir fer ég aftur að húsi Hansens. Á ég að hætta á að kveðja dyra? 130) Ég tek í mig kjark og drep á dyr. Ég verð að fá að vita, hvað vesalings veiki maðurinn getur sagt mér um for- eldra mína. — En þegar gamla konan kemur, þá færir hún mér sorgarfréttir: Hansen er dáinn! 131) Hansen er dáinn! — Síðasta von mín um upplýsingar um foreldra mína er úti. Ég læt fallast niður á fallið tré og hugsa ráð mitt. Á ég að trúa því, að allt sé nú vonlaust? 132) Ég rölti í hægðum mínum til stöðvarinnar. Ég fer nú aftur til vina minna á prestssetrinu. En eitt er mér hugstætt: Hvað var Hansen í huga, er hann benti á myndina uppi yfir rúmi sínu? 133) Á prestssetrinu er mín beðið með eftirvæntingu, og fyrsta spurning pró- fastsins er, hvort ég hafi fengið nokkrar upplýsingar um foreldra mína. En ég sagði allt sem var. 134) „Þetta fór illa,“ segir Norgren. „En fleira er á seyði. Móðir þin hefur látið til sín heyra og hyggst nú sækja ykkur Stínu bæði með aðstoð lögregl- unnar." 135) Sama kvöldið kveður við löng hringing dyrabjöllunnar. Klukkan er orðin meira en tíu. Hver getur verið svo síðla á ferð? Ég gægist út um glugg- ann og sé, að á þrepunum standa tveir knálegir menn.

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.