Heima er bezt - 01.04.1959, Side 4

Heima er bezt - 01.04.1959, Side 4
BJÖRN SIGURBJARNARSON: Páttur af Böovari Magnússyni og Ingunni Eyjúlfsdóttur á Laugaruatni i. öðvar jMagnússon hreppstjóri á Laugarvatni hefur ritað marga fróðleiksþætti, er birtir hafa verið í ritinu „Heima er bezt“. Ég ætla því, að Böðvar sé kaupöndum þessa rits að góðu kunn- ur. Fróðleiksmolar um Böðvar og heimili hans kynnu því að vera lesöndum nefnds rits geðfellt lesefni. Böðvar Magnússon er fæddur 25. desember 1877 á Holtsmúla í Landmannasveit. Hann varð því áttræður á jólum 1957. Tveggja vetra fluttist hann með foreldr- um sínum frá Holtsmúla að Úthlíð í Biskupstungum. Þar dó móðir hans 1887. Sama ár fluttist faðir hans til Laugarvatns og réðst til bús með ekkjunni Ragnheiði Guðmundardóttur. Þau gengu í hjónaband 4. des. 1888. Þar ólst Böðvar upp hjá föður sínum og stjúpu og hefur alið þar aldur sinn síðan, að undanskildum þeim árum, er hann bjó í Útey. Á þeim tímum var börnum og unglingum haldið mjög til starfa jafnskjótt og aldur og þrek leyfði. Böðvar var snemma þrekmikill og því skjótt vaninn við að sýsla um fjárhirðingu og önnur sveitastörf, svo og sjómennsku. Sextán vetra réðst hann í verið og „lærði sjó“ hjá Jörundi formanni á Gamla- Hliði á Álftanesi. Stundaði hann síðan sjómennsku nokkur ár. Síðan hvarf hann heim, kvæntist og hóf bú- skap í Útey vorið 1900. Bjó hann þar góðu búi í sjö ár. Þá fluttist hann til Laugarvatns, tók við búi af föður sínum og bjó þar til 1935. Byggði hann gott íbúðarhús fyrir þau hjónin undir skógarhlíðinni ilmsælu. Sitja þau hjónin þar í sæmdum og una vel hag sínum. Ég hef nú rakið ævistarf Böðvars Magnússonar og Böðvar á Laugarvatni að leggja af stað i vorsmalamennsku. 116 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.