Heima er bezt - 01.04.1959, Blaðsíða 7
Albert J. Finnbogason og Böðvar á Laugarvatni rceðast við.
Albert var áður jramkvœmdastjóri bókaútgáfunnar Norðri
og hann stofnaði „Heima er bezt.“ Nú býr hann stórbúi
að Hallkellshólum i Grimsnesi.
sældir þeirra standa á svo styrkum stoðum, að engir
dægurdómar fá þeim haggað.
Eg ætla að geta hér nokkurra atvika, sem ég veit með
fullum sannindum að gerzt hafa á Laugarvatni í tíð
þeirra Ingunnar og Böðvars. Verður af þeim ráðið, að
á heimili þeirra góðu hjóna hefur löngum verið griða-
staður vesalla og volaðra, sem ill örlög höfðu hrakið út
á lífsins eyðihjarn.
. Ingvar hét maður. Hann var Magnússon, bónda á
Fossi, Þórðarsonar og Ingibjargar Narfadóttur. Ingvar
var geðbilaður alla ævi og á framfæri síns hrepps, eftir
að foreldra hans missti við. Kom svo, að enginn hrepps-
búa vildi hafa hann árlangt. Var hann því látinn flakka
milli bæja. — Þennan vandræðamann tóku Ingunn og
Böðvar upp á sína arma. Lifði hann hjá þeim tólf ár og
dó þar.
Eyvindur hét maður ísleifsson, bróðursonur Hjartar
bónda í Austur-Hlíð og Bjarnar bónda á Vatnshorni.
Eyvindur var holdsveikur. Var hann meðal fyrstu sjúk-
linga í Laugarnesi. Eftir mörg ár töldu læknar hann al-
bata. Fékk hann þá að fara austur í Laugardal á fund
vina og vandamanna þar. Eftir skamma dvöl í dalnum
tók hann veiki sína- aftur. Var þá kominn vetur og ófærð
tók til starfa, nutu börnin fræðslu þar. Dæturnar gengu
allar í kvennaskóla í Reykjavík, svo og fósturdóttirin,
Áslaug, dóttir Ragnheiðar og Stefáns á Borg. Magnús
sonur þeirra, bóndi í Miðdal, er búfræðingur frá Hvann-
evri.
J
Þegar Böðvar Magnússon hóf búskap á Laugarvatni
1907, voru bæjarhús gömul orðin og lítt stæðileg og
peningshús slíkt hið sama. Byrjaði hann þegar að rifa
bæinn. Nýi bærinn var að stærð 6 x 15 álnir og kjallari
undir mestum hluta. Síðar endurbætti hann og endur-
byggði öll hús jarðarinnar. Túnið var kargaþýft. Þá
var þökusléttuaðferðin ein viðhöfð. Sóttist því seint að
slétta stór tún. En Böðvar gekk að þessu endurbótastarfi
með dug og góðri forsjá. Laugarvatn er landrýmisjörð
og landgæða, og búfjárlönd gagnauðug. Veiði er þar í
vatninu til mikilla hagsbóta, svo og jarðhiti, sem að
vísu nýttist ekki til heimilisþarfa svo að miklu næmi, en
reyndist geysihaglegur hlutur, þegar stjórnarvöldin
hófu að reka þar skóla. Aðstæður til búreksturs eru því
mjög góðar, enda mun Böðvar jafnan hafa rekið stórt
bú og búið við góðan hag. Er auðsætt, að bú hans hefur
hlotið að vera gagnsamt, því að mikils þurfti búið við
til að framfæra svo fjölmenna fjölskyldu og standast
alla gestanauð. Hvarvetna kemur það í Ijós, að Böðvar
hefur verið búþegn góður og vinsæll, notið trausts og
virðingar. Þetta staðfestist af þeirri staðreynd, að hann
hefur verið hreppstjóri síðan 1903, lengur en nokkur
annar samtíðarmanna hans, og sýslunefndarmaður frá
1911.
Mér virðist, að Ingunn og Böðvar hafi verið mjög
samhuga og samtaka um allt það, er horfði til gagns og
menningar á heimili þeirra og í héraði. Það hefur og
verið gæfa þeirra. Nú er það svo að þeir, sem skara fram
úr, hafa jafnan öfundarsamt setur. Má því ætla, að Ing-
unn og Böðvar hafi búið við nokkra gagnrýni, jafnvel
óvinveitta á stundum. Er mér að vísu ókunnugt um
það. En að því er ég þekki til eftir 1930 veit ég, að vin-
Ingunn Eyjúlfssdóttir, kona Böðvars, með dcetradatur sínar.
Heima er bezt 119