Heima er bezt - 01.04.1959, Page 11
kopar. Ef til vill einnig blý, að því er munnmæli segja,
er Sveinn læknir Pálsson getur. En sagt er, að það sem
bjargað varð af farminum hafi rekið á land smám saman
(Annáll Magnúsar sýslumanns Magnússonar, Espólín).
Eftir því hafa menn ekki komizt út í skipið fyrst um
sinn eftir að það strandaði, og óefað hefur það brotnað
að einhverju leyti áður en að því hefur borið sand. Lík-
ur eru þó til, eins og síðar segir, að það hafi ekki liðazt
sundur. Að líkindum hefur mikill hluti farmsins graf-
izt í sand og sjó með skipinu. Að vísu telur Sveinn Páls-
son (Ferðabók, dagbók 1793, þar sem hann getur þessa
strands vafalaust eftir munnmælum), að mestur hluti
farmsins hafi náðzt. En hæpið er það, enda er sumt, sem
hann greinir frá um skipið, ekki alls kostar rétt. En hann
getur svo þess, að yfirbygging skipsins hafi náðzt, en
hitt allt, og þar með kjölfestan, lent í ánni (Skeiðará),
og sökk í kaf í sand. Hvað eftir annað hafi ýmsar leifar
af þessu komið upp. — Er raunar ástæðulaust að ætla
annað en að þetta sé rétt. En löngu mun flakið alger-
lega horfið í sand.
En svo virðist af frásögnum annála og munnmæla, sem
allmikið hafi borizt á land af varningi úr skipinu. Vat
mikið notað af hinu indverska silki í næstu sveitum urn
tíma á eftir til daglegra nota. Er það og í annálum haft,
að strandmennirnir hafi notað það í gjarðir, undir reið-
tygi, í höft og ístaðsólar, eða líka skipt á því og innlendu
efni, enda jafnvel sagnir um, að silkið hafi verið notað
eitthvað þannig líka í sveitunum.
Þetta sumar hafði Otto Bjelke sjóliðsforingi verið
sendur hingað til lands með nokkurn liðsafla og átti að
treysta varnir landsins, því að tímarnir þóttu viðsjár-
verðir að áliti þeirra, er yfirráðin höfðu. Lét hann hlaða
upp Skansinn á Bessastöðum og dvaldist hér veturinn
eftir. Skipaði hann svo fyrir að allt, sem til næðist úr
skipinu, skyldi flutt til Bessastaða — kallaði það vogrek
og konungseign. Skyldi hver sýslumaður flytja vam-
inginn frá sér til annars. Lét hann svo selja mikið af vör-
um út um land um veturinn og gerði út menn til þess.
Fór hann utan sumarið eftir með andvirðið og dýrmæta
muni úr skipinu. Er ekki laust við að grunur hafi verið
á að skort hafi á fullkomna ráðvendni frá hans hendi.
Höfðu eigendur skipsins sett sig í samband við Henrik
Bjelke yfirsjóliðsforingja, sem einnig var höfuðsmaður
hér á landi en dvaldist þann yetur í Kaupmannahöfn, og
óskað eftir skýrslu frá honum um hluti þá, er bjargað
var. Skipseigendur höfðu og í hyggju að senda hingað
skip eftir hinu verðmætasta af Indíafarinu (þar á meðal
einnig fallbyssu). Fóru þeir þess á leit við konunginn,
Friðrik III., að mega senda hingað tvö björgunarskip.
Munu þeir hafa lofað, að skipverjar skyldu ekki reka
neina verzlun við landsmenn í bága við einkaleyfi verzl-
unarfélagsins í Kaupmannahöfn. Ekki er vitað nánar
um þetta, og sennilega hefur ekki orðið af því, að skip
hafi verið sent. En þetta bendir ótvírætt til þess, að
skipið hafi ekki eyðilagzt strax eða liðazt sundur, a. m. k.
ekki þegar þeir, sem af komust, vissu síðast til, og jafn-
framt að eigendur þess hafa álitið það óvenjuverð-
mætt.1)
Líklegt er, að fleira en silki hafi borizt upp til næstu
sveita úr þessu skipi. Er og vikið að því lauslega í ann-
álum, að ekki muni allt hafa komizt í hendur Bjelke, sem
þangað átti að fara. Um það vita menn nú ekki nánar
né heldur um sérstaka hluti, sem seldir hafa verið út um
land.
I einhverju sambandi við Indíafarið er vísa, sem sumir
hafa eignað Þorsteini tól, en hann var raunar fæddur
heilli öld síðar:
Flestir af því fengu nóg,
fælist hrafn og refurinn.
Ut er kominn um allan skóg
indíanski þefurinn.
Það er þó síður en svo víst, að hér sé vikið að varn-
ingi af skipinu. Þess má minnast, að fleira þurfti að flytja
af strandstaðnum en það, sem kallað var konungseign.
Mörg lík hafa verið flutt á kirkjustað í sambandi við
þetta strand, og ekki er víst, að þau hafi öll fundizt um
haustið.
Nú á dögum mun fátt vera til hluta, sem vitað er um
að séu af Indíafarinu. Það, sem kunnugt er um, voru
dósir úr látúni sporöskjulagaðar, líklega tóbaksdósir,
er voru í Suðursveit en munu þar ekld til lengur, og
skráarskilti stórt úr kopar eða látúni, líklega af kistu.
Akkeri af Indíafarinu voru flutt að Skaftafelli. Voru
þau þar á klöpp austan megin í Bæjargilinu (Austur-
gili). Síðan hefur Skeiðará fyllt þar upp með möl, og
mun nú djúpt á þeim. Elztu menn sem voru í Skaftafelli
um síðustu aldamót, mundu eftir þeim í sínu ungdæmi.
Sagt var, að akkerin hafi að nokkru leyti verið notuð
til þess að srníða úr þeim skeifur. Voru þau söguð í
sundur. í Þjóðminjasafninu er og hurðarspjald eitt með
upphleyptu, fínlegu flúri, sem sennilegt er talið að sé
af Indíafarinu.
Þannig eru nú á dögum furðulitlar minjar þessa sér-
stæða atburðar, sem gerðist á eyðisöndum þessum fyrir
nærfellt þremur öldum. En einhvers staðar langt frammi
á Skeiðarársandi liggur Indíafarið sandi hulið, skipið,
sem einu sinni var einn glæsilegasti farkosturinn á blóma-
tímum hollenzka verzlunarflotans.
VIÐAUKI
Að síðustu set ég hér sögukorn af öðrum toga en
munnmælin, — þjóðsögu, sem snertir Indíafarið með
nokkrum hætti.
Um það leyti sem atburðir þeir gerðust, sem hér hef-
Framhald á bls. 145
1) Vitanlega er ekki hægt að segja um stærð skipsins, en á
þeim tímum voru byggð skip a. m. k. allt að 220—240 feta
löng, m. a. Indíaför. Til samanburðar má geta þess, að „Gull-
foss" eldri var 230 fet, „Esja“ er h. u. b. 210 fet. Hafskip
þeirra tíma voru hásigld og með háum fram- og afturþiljum,
einkum skutþiljurnar.
Heima er bezt 123