Heima er bezt - 01.04.1959, Blaðsíða 17
DR. BERNHARD GRZIMEK:
Ú R MYRKVIÐU
Niðurlag.
M A F R í K U
Þegar ég sá apann, lá við að mér snerist hugur. Hann
var risi að vexti, herðarnar eins og á aflraunamanni, en
kjálkar og tennur líkast og í tigrisdýri og vöðvarnir eins
og á hnefaleikara. Á baki hans var grátt fax, sem er ein-
kenni fullvaxinna karlsimpansa. Ég þekkti svo vel til
fullorðinna simpansa, að við lá að mér félli allur ketill í
eld. Á höfðinu ber ég enn merki eftir slíka apa, og hægri
höndin á mér er lítt sveigjanleg eftir meiðsli af þeirra
völdum. Simpansarnir eru jafn sterkir og bíta jafnfast
og hvaða stórt rándýr, sem vera skal. En þeir eru aðeins
miklu skynsamari. Ef maður verður fyrir árás ljóns, er
mögulegt að verjast því með spýtu eða t. d. trégrind
að vopni. Ljónið er víst til að höggva tönnunum í tréð,
í þeirri trú, að það sé hluti af óvininum. En simpansinn
hefur heila í kollinum, sem nálgast mannsheilann að
þroska, og hann veit vel, hvar blóð er að finna, svo að
hann lætur eldd gabbast á þennan hátt, og hann sviptir
hvaða vopni sem er úr hendi manns. Auk þessa verður
hver fullorðinn karlsimpansi gripinn af æði nokkrum
sinnum á degi hverjum. Þá öskrar hann, æðir um og
tætir allt sundur, sem hann nær til með öllum fjórum
höndum sínum.
Eigandinn, sem vopnaður var með barefli, skipaði
Roger að koma niður úr trénu, og hlýddi hann auð-
mjúldega og sýndi honum vinalæti. Þetta er ekkert sér-
stakt við simpansa. Þeir eru venjulega alla ævi auðmjúk-
ir við þann, sem hefur tamið þá og alið upp, og hr.
Schmourlo hafði átt hann í sjö ár. En vei hverjum öðr-
um, sem reynir að leggja á þá hendur. Ég hvíslaði að
Mikael: „Þetta kemur ekki til greina, hann getur átt
apann sjálfur.11
En Mikael fór þegar í stað að nauða á mér. „Pabbi,“
sagði hann, „ef við tökum hann ekki, verður hann skot-
inn, þegar Schmourlo fer til Evrópu. Og sjáðu bara,
hversu stórfenglegur hann er.“ Ég lét undan, en lengi
iðraðist ég þeirrar undanlátssemi minnar. Svertingjarnir
færðu okkur hlekkjafesti, og Roger var færður í bönd
og tókst okkur að teyma hann að vörubílnum, sem
flutti okkur þangað. Þar var Aka litla í umbúðarkassa, en
hvernig áttum við að fá Roger til að fara inn í stóra
búrið, sem honum var ætlað. Við opnuðum það upp á
gátt, en létum Öku litlu vera hinum megin við það, svo
að til hennar sæist gegnum rimlana í búrinu. Ekki hafði
Roger fyrr komið auga á hana, en hárin í faxi hans risu,
og hann hljóp beina leið inn í búrið og ætlaði sýnilega
að grípa Öku, en rimlarnir voru á milli, og hurðin skall
á hæla honum, og svo héldum við af stað.
Næsta dag varð ég mér úti um farartæki til þess að
flytja okkur til Bouaké, þar sem aðalbækistöðvar okkar
voru. Ég náði í svertingja, sem átti vörubíl, og hét hann
að flytja okkur og farangur okkar, eftir að við höfðum
þjarkað langa stund um verðið, sem var nokkur hundruð
marka. Að því búnu fór hann niður á markaðstorgið
til þess að ná í það, sem unnt væri af farþegum til
viðbótar. Loks um tíuleytið kom hann heim á gistihúsið
til að sækja okkur feðgana og farangurinn, gestgjafan-
um til mikils hugarléttis. Það gekk ekki vandræðalaust
að finna nógu sterka svertingja til þess að lyfta búrinu
með Roger í upp á bílpallinn og ganga þar frá því, en
að lokum tókst það,og af stað fórum við ásamt simp-
Önsunum Roger og ungviðunum Öku og Lulu. Einníg
höfðum við meðferðis nokkra rófulanga apaketti, zibet-
dýr, fugla og sitt hvað annað í búrum og kössum. Og
síðan var haldið til Bouaké í brezku Súdan.
Ég bjó um mig við hliðina á búri Rogers. Þar sat ég
með barefli í hendi og hafði vakandi auga á þrælnum.
Öðru hvoru fékk hann æðisköst, einkum þegar bíllinn
staðnæmdist, því að svertingjarnir, sem í ferðinni voru,
gerðu þá stundum hróp að honum og ertu hann. Veg-
urinn var hroðalegur, og bíllinn skrykktist sitt á hvað.
Roger virtist vera í vandræðum með að finna þær stell-
ingar, sem hann helzt gæti látið fara sæmilega um sig í.
Fyrst reyndi hann að standa á fjórum fótum, síðan gerði
hann tilraun til að hanga í járnrimlum búrsins, og loks
settist hann flötum beinum, þótt þær stellingar reyndust
engan veginn þægilegar sökum þess, hve beinaber hann
var á þjóhnöppunum.
Öðru hverju gullu við aðvörunaróp til mín frá svert-
ingjunum um það að beygja mig, þegar trjágreinar lágu
þvert yfir veginn yfir höfðum okkar, og lá við að við
rækjumst upp í þær. Einu sinni, er ég beygði mig, tókst
Roger að krækja klónni í skyrtu mína og svipta bakinu
úr henni. Þetta varð svertingjunum ósvikið aðhláturs-
efni, þar sem ég hlaut að aka þannig hálfnakinn gegnum
þorpin við veginn.
Er við höfðum ekið um hríð, tók Mikael að kvarta
um höfuðverk og að hann væri bæði þreyttur og þyrst-
ur. Hvergi var hreinsað vatn að fá, svo að ég gaf honum
sopa af rauðvíni og nokkrar sulfa-töflur, því að hann
var sýnilega með hitaslæðing. Fátt er verra veikum
manni en að hristast á vörubílspalli á vondum vegi, svo
að ég fékk Mikael til að setjast inn í húsið hjá bílstjór-
anum. En bráðlega þótti honum of heitt og loftlaust þar
inni, svo að við skiptum um sæti, til þess að hann fengi
notið svala kvöldloftsins. Klukkan var að verða 8 og
orðið aldimmt, þegar ég heyrði óp aftan af bílpallin-
Heima er bezt 129