Heima er bezt - 01.04.1959, Page 19

Heima er bezt - 01.04.1959, Page 19
INGVAR PÁLSSON: Hver nugsar um r Aárunum 1920—26 bjó ég á Eldjárnsstöðum í Blöndudal. En á því tímabili kom það fyrir, t að mér var fjórum sinnum skipað að bjarga skepnum úr lífsháska. Þessi atvik gerðust öll á árunum 1923—25. En síðan ég fluttist þaðan fyrir 32 árum, hafa engin slík atvik komið fyrir mig. Frásagnir þessar eru engin skrök, en hitt læt ég aðra dæma um, hvernig á þeim stendur. Lambið hennar Kollu. Vorið 1923 hafði ég það að atvinnu að hlaða túngarð ofan og norðan við túnið á Eldjárnsstöðum. Að ofan hlóð ég úr grjóti, en úr sniddu að norðan, og setti tvo gaddavírsstrengi ofan á þennan garð, til að fá hann fjár- heldan. En áður var túnið girt að sunnan af heiðargirð- ingu, sem lá þar niður að ánni. Áður var girt á merkjum milli Eldjámsstaða og Eiðsstaða að norðan, svo að með þessu fékk ég þarna fjárhólf um sauðburðinn og túnið varið með áðurnefndum garði. En að stinga og hlaða var seinlegt fyrir einyrkja, og ég var latur við verkið, enda steikjandi sólarhiti. En á sléttum bletti rétt fyrir utan mig var kollótt ær, sem ég átti, nýborin tveimur hrútlömbum. Voru lömbin vel spræk og ekkert við þau að athuga. Ég settist niður, og ég held að ég hafi verið í þann veginn að sofna. En þá er hvíslað að mér: „Þú ættir að gæta að lambinu hennar KolIu.“ Ég glaðvaknaði og leit þangað, sem Kolla átti að vera og sá þar ofan á kind, sem ég taldi víst að væri hún. Þar voru engar hættur fyrir lömbin, svo að ég áleit þetta hugarburð eða að mig hefði dreymt þetta. En ekkert gerði til, þó ég gengi til Kollu. Er ég kom þangað, sem ég hugði Kollu vera, þá var þetta önnur ær, en Kolla farin. Fór ég svo að leita að Kollu og fann hana á svokölluðum Hamri, sem er þar út og niður við Blöndu. Fram af þessum Hamri er á að gizka 10—12 faðma klettaflug ofan að ólgandi hyl, sem þar er, og áin í stólpaflóði af leysingu til heiðarinnar. Er ég gætti betur að, vantaði annað lambið. Þarna uppi á Hamrinum eru smáholur, og leitaði ég þar af mér allan grun. Þá var ekki um annað að ræða en að það hefði hrapað frarn af Hamrinum, og þá var óþarfi að leita, því áin í foráttuvexti myndi hafa tekið af það ómak. En nú kom mér í hug að ég hafði verið aðvaraður um að líta eftir lambinu, og þá hlyti ég að finna það. Syðst á Hamrinum eru hallandi sandgeirar framan í klettunum, en ofan á þá eru um 5—6 álnir, en kletta- bekkur mannhæðar hár uppi á Hamrinum. Er ég lít þarna fram af sé ég, hvar lamb.ð liggur neðst á þessum sandgeira og þannig ástatt um það, að hryggur þess veit undan brekkunni og ekki meira en alin fram af í hengiflugið ofan í hylinn. Þarna steinsvaf lambið. Við fljóta íhugun sá ég engan möguleika til að bjarga lambinu. Hvað litla hreyfingu sem það gerði, hlyti það að steypast fram af. Ég hörfaði þarna frá vonlaus. En þá minntist ég þess enn, að ég hafði verið aðvaraður, og einhver ráð hlytu að vera til lambinu til bjargar. Ellefu ára drengur, sem hjá mér var, kom þá til mín að kalla á mig í kaffi. Ég bað hann sem fljótast að fara heim og ná í ein reipi og biðja stúlkurnar tvær, sem heima voru, að koma til hjálpar. A meðan beið ég og leit eftir lambinu, en það stein- svaf og hreyfði sig ekki. Von bráðar kornu þau öll með reipin. Batt ég reipin saman og fleygði þeim svo fram yfir klettabríkina og lét þau öll halda í það bak við klettinn, en yfir hann sáu þau ekki, hvað ég hafðist að. Bað ég þau að halda alltaf stillt í reipið, hvort heldur ég tæki fast í það eða sleppti því. Gekk ég svo framan í klettinum með reipið mér til stuðnings, varð að fara yfir gjá, sem var að vísu mjó, en þverhnípt ofan í freyð- andi hylinn, og var lausasandur í henni. Þó gekk þetta allvel. Þegar norður fyrir gjána kom, varð ég að færa reipið norðar á klettinn, til að geta haft stuðning af því ofan til lambsins. Svo fikaði ég mig klofvega eftir hryggnum, og stóð það heima, að reipið náði það langt, að ég náði til lambsins. Um leið og ég greip það, rak það upp vein. En nú var þrautin þyngri að komast til baka, og þó að lambið væri nýborið, þá voru þó óþægindi að vera með það. Varð ég því að fika mig með hægð aftur á bak upp aftur. Mér fannst ég vera óratíma að komast upp að klettinum, en þó lánaðist það um síðir. Við klettinn gat ég staðið upp og hvílt mig. Ég titraði allur af á- reynslu og ótta. Ég kallaði til fólksins og lét það vita, að ég hefði náð lambinu og væri kominn upp að klett- inum. Með lambið í fanginu treysti ég mér ekki suður fyrir gjána aftur. Hugkvæmdist mér þá að binda lambið í reipið og láta draga það yfir klettinn, en það vildi ekki tolla í reipinu. Ég hef stundum hugsað um það síðan, hvers vegna mér hugkvæmdist ekki að fara úr skyrtunni, sem ég var í og láta hala lambið upp í henni. En þetta hug- kvæmdist mér ekki, heldur tók ég það ráð, að fara að gæla við lambið og sleppa því á litlum stöllum, sem voru á klettinum. Þannig gat ég fengið það til að standa 'cyrrt á meðan ég færði reipið, og með löngum tíma íókst mér að komast á þennan veg suður fyrir gjána. Svo komst lambið til mömmu sinnar. Heima er bezt 131

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.