Heima er bezt - 01.04.1959, Blaðsíða 20
Þetta er einhver sú mesta taugaþrekraun, sem ég hef
komizt í. I margar nætur á eftir dreymdi mig að ég
væri að hrapa þarna í Hamrinum.
„Farðu upp að á!u
Vorið 1924 hafði ég lokið við allt fjárrag og önnur
þau verk, sem ég þurfti að inna af höndum fyrir slátt.
Eg var að hugsa um, hvort ég ætti að fara að „bera
niður“, því að því var komið. En niðurstaðan varð sú,
að ég gekk inn í baðstofu og fleygði mér upp í rúm.
Enginn var inni í baðstofunni, svo að kyrrðin orsakaði
löngun til að sofna. Þó hélt ég, að ég hefði ekki sofnað.
En ég hrökk upp úr dvala við það, að hvíslað var að
mér: „Þú ættir að fara upp að á.“
Ég glaðvaknaði. Ég leit í kringum mig. Enginn var
inni. — „Upp að á!“ var ekki um að villast. Þar var átt
við Gilsá, sem rennur úr Gilsvatni og rennur í Blöndu
skammt fyrir sunnan Guðlaugsstaði. Frá Eldjárnsstöð-
um vestur að Gilsá er á að gizka 45 mínútna gangur og
yfir bungu að fara.
iVIér datt í hug lambið hennar Kollu. Líklega væri
bezt að ég labbaði þetta. Ef það yrði narr, gerði það
ekki svo mikið til. Ég lagði því af stað.
Þegar upp á Bunguna kemur, sé ég þrjá stóra fjár-
rekstra, sem útsveitungar eru að reka fram fyrir heið-
argirðinguna. Datt mér þá í hug, að ég ætti að hitta
þessa menn, en hvarf fljótt frá þeirri hugsun. Þarna,
sem girðingin liggur yfir ána, er nokkurt gil að henni.
Ég hljóp ofan að ánni, en fór þó ekki svo tæpt, að ég
sæi á girðinguna, þar sem hún liggur yfir ána. Þá sneri
ég við og fór sömu leið til baka.
En er ég hafði gengið nokkurn spöl, er hvíslað að
mér: „Þú fórst ekki alveg að ánni.“
Ég snarstoppaði og fór að íhuga, hvort svo hefði
ekki verið, en sneri þó til baka. Þegar ég kom á hvamm-
barminn á ný, heyrði ég ámáttlegt vein, sem ég gat
varla gert mér grein fyrir, frá hvaða dýri kom. Við
nánari athugun kom í ljós, að þarna í miðri ánni var
lamb fast í girðingunni, og var mjög af því dregið og
það orðið hást af jarmi. Eg var nokkurn tíma að losa
það, þó að ullin væri ekki mikil. Lamb þetta átti Jón
Pálmason á Ytri-Löngumýri, nú alþingismaður á Akri.
„Þú ættir að fara vestur í Vatnsdal í dag.“
Þetta sama sumar bar það við 15. sunnudaginn, að ég
hafði ekkert fyrir stafni. Þurrkur var ekki, svo að ekki
þurfti að hugsa um hey.
Þá var það að aflíðandi miðjum degi, að ég labbaði
mig inn í bæ og lagðist upp í ríim. Ég hélt að ég hefði
ekki sofnað, en þá var hvíslað að mér: „Þú ættir að fara
vestur í Vatnsdal í dag.“
Ég hrökk upp og spurði þá, sem inni voru, hvort þeir
hefðu talað til mín. En þeir kváðu það ekki vera. Eftir
nokkra umhugsun segi ég konu minni, að ég ætli að
skreppa vestur í Vatnsdal.
„Svona seint?“ spurði hún.
„Mér datt það ekki í hug fyrr en þetta,“ svaraði ég,
en gat ekki um, hvers vegna ég færi þetta.
Eg sótti tvo hesta, sem voru skammt frá, og bjó mig
í snatri. Ég fór svo, eins og leið liggur, upp með heiða-
girðingu þeirri, sem liggur fyrir sunnan Éldjárnsstaða-
tún, og norðanvert yfir Eldjárnsstaðabungu. En er upp
á bunguna kom, varð ég að fara norður í gegnum hið
svokallaða Þrívörðuásshlið, því að ófært var með hesta
sunnanvert við girðinguna. En er ég kom þar að Gilsá,
sem girðingin liggur yfir ána, eins og frá er skýrt í
næsta þætti á undan, hafði verið skilin eftir gaddavírs-
rúlla þar á bakkanum og runnið ofan af henni nokkrir
hringir. Innan í þessa hringi hafði lamb flækt sig og
gat á engan hátt losnað. Auðvitað losaði ég lambið. Það
átti Árni Kristófersson á Kringlu í Torfalækjarhreppi.
Við svo búið sneri ég til baka og taldi mig hafa leyst
af hendi það ætlunarverk, Sneri ég nú við og hélt í
hægðum mínum til baka. Við Þrívörðuásshliðið varð ég
að fara aftur í gegn suður fyrir. En um leið og ég er að
opna hliðið, er hvíslað að mér: „Þú áttir að halda áfram.“
Ég hugleiddi þetta um stund, en tók svo ákvörðun um
að halda áfram.
Leiðin vestur lá suður í gegnum Heygarðaásshlið og
fram Buga, fram fyrir austan Ashildartjörn, en þar vest-
ur Helluvörðuháls, vestur að Úlfkelshöfða, og þaðan
sem leið liggur norður að Vöglum, fremsta bæ í Vatns-
dal austanverðum.
Þegar ég kom vestur hjá Úlfkelshöfða og beygt er
norður, er allvíðáttumikil flá á hægri hönd, rótlaus og
með stórum stararpollum. Það vakti athygli mína, að
þarna úti í flánni var svarthöttótt ær, sem Gísli bróðir
minn átti, en hann bjó þá í Þórormstungu. Ærin snerist
þarna jarmandi. Ég fór af baki og óð þarna út til hennar.
í einum stararpollinum var mórauður hrútur undan
henni, auðsjáanlega nýkominn ofan í. Hrútnum náði ég
upp, þó að ég yrði klofvotur við það. Ær þessi var, eins
og fyrr segir, svarthöttótt, klashyrnd forystuær.
Urn haustið fargaði Gísli þessum lambhrúti til Þor-
láks Ásmundarsonar í Finnstungu. Var mér síðar sagt,
að hann hefði orðið allgóður forystusauður. Ég fór
alla Ieið að Tungu og gisti hjá Gísla, eins og oft áður.
Ég sagði honum frá því, að ég hefði bjargað þessum
lömbum, en ekki, að ég hefði fengið vísbendingu um
það.
BARNAGETRAUNIR
Vegna margra fyrirspurna skal hér fram tekið, að
allir krakkar á „Heima er bezt“-heimilum hafa rétt til
þátttöku í barnagetraununum út á áskrift foreldra sinna
eða einhvers á heimilinu. Útgefandi.
BRÉFASKIPTI
Ég vildi gjarna eignast bréfavin, pilt eða stúlku, á
þrítugsaldri.
Þórunn Þórólfsdóttir
Vöðlum, Helgustaðahreppi
pr. Eskifjörður.
132 Heima er bezt