Heima er bezt - 01.04.1959, Qupperneq 21
Fy r i r mörgum árum var ég einn á ferð um sól-
bjarta sumarnótt vestan úr Saurbæ í Dalasýslu
suður yfir Svínadal til Hvammssveitar. Svína-
dalur er eiginlega ekki dalur heldur skarð eða
lægð í fjallgarðinn. Þar sem hæst ber, og daladrögin frá
báðum hliðum mætast, eru vatnaskilin svo óglögg, að
ekki er ólíkt því, að vatnið átti sig varla á því, í hvora
áttina það á að renna.
Á Svínadal gerðist einn mesti harmleikur fornsagn-
anna. Þarna á dalnum veittu þeir bræður Guðrúnar
Ósvífursdóttur og Bolli, fóstbróðir Kjartans Ólafssonar,
Kjartani fyrirsát, og varð Bolli banamaður Kjartans á
hinn ódrengilegasta hátt, eftir því sem í Laxdælu er
sagt.
Hvammssveitin liggur að Hvammsfjarðarbotni, en
að suðaustan gengur Laxárdalurinn langt inn til heiða
á leið til Hrútafjarðar. Þessar byggðir eru fagrar, og
hver bær og hvert örnefni á sína sögu.
I þessum stutta þætti ætla ég að rifja upp nokkra
sögulega atburði, er gerzt hafa við Hvammsfjarðarbotn,
og eru þessir atburðir eða söguþaéttir tengdir fyrst og
fremst fjórum bæjum, sem allir eru þekktir sögustaðir.
En bæirnir eru: Höskuldsstaðir, Hjarðarholt og Sæl-
ingsdalslaugar og Sælingsdalstunga.
Aðalsöguhetjan er Kjartan Ólafsson.
Það er alkunnugt úr Landnámu, að Unnur hin djúp-
úðga nam Iand við innanverðan Hvammsfjörð og
byggði bæ að Hvammi. í för með Unni var merkur
maður, er Kollur nefndist. Hann var síðar kallaður
Dala-Kollur. Hann giftist Þorgerði sonardóttur Unnar,
og gaf hún þeim Laxárdal allan. Þeirra son var Hös-
kuldur. Er bærinn Höskuldsstaðir kenndur við hann.
Laxdæla lýsir Höskuldi þannig: „Hann var fyrr full-
kominn að hyggju en vetratölu. Höskuldur var vænn
maður og gjörvilegur. Hann tók við föðurleifð sinni
og búi. Er sá bær við hann kenndur, er Kollur hafði
búið á.“
Kollur faðir Höskuldar andaðist, er Höskuldur var
á ungum aldri, og tók hann þá við búi. Laxdæla
segir frá kvonbænum Höskuldar eitthvað á þessa leið:
„Björn hét maður. Hann bjó í Bjarnarfirði. Sá fjörð-
ur skerst inn í land norður frá Steingrímsfirði. Björn
var stórættaður maður og auðugur að fé. Ljúfa hét kona
hans. Þeirra dóttir var Jórunn. Hún var væn kona og
ofláti mikill. Höskuldur hafði haft spurnir af þessari
konu. Höskuldur reið að heiman við tíunda rpann og
sækir heim Bjöm bónda í Bjarnarfjörð. Fékk hann þar
góðar viðtökur, því að Björn kunni góð skil á honum.
Síðan vekur Höskuldur bónorðið, en Björn svarar því
vel og kveðst það hyggja, að dóttir hans myndi eigi
verða betur gift, en vék þó til hennar ráða.
En er þetta mál var við Jórunni rætt, þá svarar hún á
þessa leið: „Þann einn spurdaga höfum vér til þín, Hös-
kuldur, að vér viljum þessu vel svara, því að vér hyggj-
um, að fyrir þeirri konu sé vel séð, er þér er gift, en
þo mun faðir minn mestu af ráða, því að ég mun því
samþykkjast hér um, sem hann vill.“
Jorunn var siðan föstnuð Höskuldi og brúðkaup
þeirra síðar haldið að Höskuldsstöðum. Um sambúð
þeirra segir sagan: „Vel var um samfarar þeirra Hös-
kulds og ekki margt hversdagslega.“ Þessi setning segir
nokkuð, þótt hún sé ekki margorð.
Höskuldur gerist nú mikill bóndi og auðsæll. Þau
eignast mannvænleg börn, og var þar á meðal Hall-