Heima er bezt - 01.04.1959, Síða 24
Pakkir og nokkur bréf
Áskrifendur Heima er bezt.
í febrúarblaðinu minntist ég á það við ykkur, að þið
spöruðuð okkur þá feikna vinnu sem það kostar, að
skrifa út mörg þúsund póstkröfur, og bað ykkur að
senda okkur árgjald Heima er bezt, án þess að póst-
krafa kæmi til.
Nú þarf ég að bera fram þakkir. Þakkir til ykkar
allra fyrir það hve vel þið brugðust við þessari beiðni
minni, því að nú þegar er komin greiðsla frá miklum
fjölda áskrifenda og daglega bætist við þann hóp.
Þó vil ég enn taka það fram að þið sendið greiðsluna
því aðeins og þegar það er ykkur þægilegt. Ýmislegt
getur valdið því, að greiðsla dragist. Peningar kannske
ekki heima við, mjög erfiðar póstsamgöngur að vetri
til og því um líkt. Þetta skil ég allt mæta vel af eigin
reynslu.
í sambandi við greiðslurnar, hefur borizt mikill fjöldi
bréfa. En því miður vinnst mér ekki tími til að svara
öllum þessum góðu bréfum. Ég segi góðu, vegna þess
að undantekningarlaust anda þau hlýju og vináttu í
garð Heima er bezt. Ég verð því að láta nægja að þakka
þessi bréf hér með: Kærar þakkir.
Að gamni, og í trausti þess að bréfritararnir reiðist
mér ekki, læt ég fylgja þessum línum fáein bréf frá
áskrifendum.
Hér með sendi ég árgj. 1959, fyrir „Heima er bezt," með
keerri kveðju og þakkleeti. Blaðið er að minum dómi mjög
gott. Allir ungir sem gamlir biða þess með eftirveentingu.
Olkeldu II, Staðarsveit Sneef.
Þórður Gíslason, skólastjóri.
Kirkjubeejarklaustri 17. febr. 1959.
Heiðraða blaðaútgáfa.
Um leið og ég undirritaður sendi hér með ársgjalds-
greiðslu mina fyrir blaðið „Heima er bezt," þá vil ég um
leið þakka þeer áneegjulegu stundir, er ég hef af að lesa þetta
ágeeta rit yðar, sem ég tel vafalaust bezta rit, sem út er gefið
á fslandi, að öðrum ólöstuðum.
Það vekur furðu mina, sem og annarra, hve heegt er að
halda árgjaldi blaðsins lágu, miðað við verðlag á öllu nú til
dags, og er ekki til of mikils mcclzt, til okkar kauþenda, að
láta yður ekki hafa fyrir að innheimta gjaldið með póstkröfu.
Ég vil þvi fyrirbyggja þann aukakostnað frá minni hálfu,
með því, að senda hér með mitt árgjald.
Með beztu kveðju og þökk fyrir blaðið.
Viðar Björgvinsson.
Sámsstöðum 5. febr. 1959.
Um leið og ég sendi áskriftargjaldið fyrir yfirstandandi ár,
vil ég láta i Ijósi áneegju mina með að hafa gerzt áskrifandi
að blaðinu. Þetta er, að minu áliti, heilbrigðasta blað sem
gefið er út um þessar mundir.
Með beztu óskum,
Guðrún Tryggvadóttir
Sámsstöðum, Fljótshlið
Rang.
„Heima er bezt."
Hér með sendi ég árgjald 1959, fyrir yðar ágeeta blað og
þakka hin ágeetu skil á blaðinu, ásamt þess mörgu sögum
og fróðlegu greinum.
Með beztu kveðju. Virðingarfyllst,
Kolsholti, 23. febr. 1959
Sigurður Gislason.
Hr. ritstjóri.
Um leið og ég sendi árgjald blaðsins „Heima er bezt," vil
ég þakka þeer mörgu áneegjustundir, er ég og mitt heimilis-
fólk, hefur notið við lestur þess. Ef eldri árgangar eru til
hjá forlaginu, þá vildi ég gjarnan fá sendan einn* árgang i
þóstkröfu.
Hér leet ég fylgja með árgjald frá Vigdísi Sigurðardóttur.
Keer kveðja og árnaðaróskir.
Karl Ólafsson
Hala, Rangárvallasýslu.
Keeri ritstjóri.
Hér með sendi ég yður árgjald mitt fyrir „Heima er bezt,"
kr. 80,00, og vonast svo eftir að blaðið verði alltaf jafn
skemmtilegt og það hefur verið siðan ég byrjaði að kaupa það.
Sendi ég siðan blaðinu mínar beztu kveðjur og óska þvi
geefurikrar framtíðar.
Virðingaifyllst,
Jónina í. Guðmundsdóttir
Syðra Dalsgerðum,
Saurbeejarhreppi.
„Heima er bezt." Pósthólf 45, Akureyri.
Sendi hér með árgjald blaðsins, kr. 80,00.
Um leið og ég flyt ykkur alúðarþakkir fyrir blaðið, þá vil
ég einnig geta þess, að það er mjög ódýrt þrátt fyrir geysi-
mikið efni, beeði fjölbreytt og vandað.
Að endingu óska ég blaðinu langra og góðra daga.
Með vinarkveðju,
Hannes Sigurðsson
Hliðarenda, Bárðardal.
S.-Þing.
Brekku, Biskupstungum. 21. febr. 1959.
„Heima er bezt."
Ég undirrituð, sendi hér með kr. 80,00 (áttatiu krónur),
fyrir árganginn 1959 af „Heima er bezt," samkvecmt ósk
yðar i síðasta tölublaði. Ég vil þakka þeer áneegjustundir
sem skapazt hafa við lestur blaðsins, ekki einungis hjá mér
og minni fjölskyldu, heldur og hjá nábýlisfólki okkar, sem
feer blaðið til aflestrar með okkur.
Að endingu flyt ég blaðinu hugheilar framtiðaróskir um
geefuríkt starf á ókomnum timum.
Virðingarfyllst,
Hildur Guðmunds
Brekku, Biskupstungum
Arnessýslu.
20. febr. 1959
Hér með greiði ég ,Heima er bezt,"
heimska er greiðslu að slá á frest.
— Pyngjan hefur lítið létzt,
að lágt er gjaldið, á þvi sést.
Bragi Björnsson
. Surtsstöðum, Jökubárhlið
N.-Múlasýslu.
136 Heima er bezt