Heima er bezt - 01.04.1959, Síða 25
Siglujirði, 24. jan. 1959.
Urn leið og ég sendi áskriftargjaldið, jyrir árið 1959, til
„Heima er bezt,“ vil ég þakka góð skil á blaðinu, svo og
margan fróðleik og skemmtun, sem það hefur flutt mér og
mínu heimilisfólki.
Oska ég svo blaðinu gœfu og gengis og sömuleiðis útgef-
endum þess.
Virðingarfyllst,
Guðmundur Konráðsson
Hafnargötu 16, Siglufirði.
„Heima er bezt,“ pósthólf 45, Akureyri.
Hér með sendi ég áskriftargjaldið fyrir „Heima er bezt,"
kr, 80,00. Eg bið afsökunar á, að ég skuli ekki vera búin að
senda það fyrr.
Ég þakka fyrir blaðið og þykir það bæði fróðlegt og
skemmtilegt. Ég er eins og börnin, bið með óþreyju eftir
hverju blaði. Svo eru getraunirnar oft afar spennandi.
Með kærri kveðju og vinsemd,
Ragnheiður Jónsdóttir
Melum, Norðurfirði.
Strandas'ýslu.
Grundarfirði, 20. febr. 1959.
Herra útgefandi Sig. O. Björnsson, Akureyri.
Samkv. tilmælum yðar i síðasta hefti „Heima er bezt,"
sendi ég yður hjálagt ávisun fyrir árgjaldinu 1959, að upph.
kr. 80,00.
En úr þvi að ég er byrjaður að skrifa yður, þá er mér Ijúft
að tjá yður eftirfarandi.
Timaritið „Heima er bezt,“ sem ég hef keypt frá upphafi,
er að minni hyggju ekki aðeins i röð fremstu mánaðarrita
hérlendis, heldur allra fremst og ber þar ýmislegt til, en
þetta helzt:
1. Timaritið er i sérstöðu hvað þjóðlegt og menningarlegt
efnisval áhrœrir.
2. Það hefur aldrei fallið fyrir þeirri freistni, að tryggja
sér fjárhagsafkomu, með flutningi þess efnis, sem slær á
lægstu hvatir mannskepnunnar, svo sem mikill fjöldi annara
rita hefur gert og nú siðustu misserin dagblöðin sýnast
ástunda lika, a. m. k. sum þeirra.
3. Útgáfan er regluleg, smekklega úr garði gerð og pappir
góður, og siðast en ekki sizt, blessunarlega laus við auglýs-
ingafarganið.
Ég vil sérstaklega láta i Ijós ánægju mina yfir því, að sl. ár
var á forsiðu hvers heftis birt mynd af íslendingi og grein
um hann inni i blaðinu. Það er alveg rétt hjá ritinu, það er
ekki nauðsynlegt að sá eða sú, sem um er fjallað, sé þjóð-
kunn eða fræg fyrir unnin afrek, efnisleg eða andleg, þótt
sizt beri það að lasta, en fleiri hafa til sins ágætis nokkuð. —
Skemmtileg fjölbreytni er t. d. á tveimur fyrstu heftum þessa
árs, i því fyrra grein um aflakóng Eyjanna, í því siðara um
mætan drengskaparmann i bændastétt á Héraði austur.
Ég vil nota tækifærið um leið og ég árna „Heima er bezt.“
alls góðs í framtiðinni, þakka því fyrir óteljandi ánægju-
stundir á undanförnum átta árum.
Með vinsemd,
Emil Magnússon.
Þetta voru þá bréfin, tekin af handahófi hingað og
þangað að af landinu.
Með beztu kveðju,
Sigurður O. Björnsson
HEIMA
ER
BEZr BÓKAHILLAN
Guðmundur L. Friðfinnsson: Hinum megin við heim-
inn. Reykjavík 1958. ísafold. 275 bls.
Þessi þriðja skáldsaga Guðmundar Friðfinnssonar er um margt
ólík hinum fyrri,- Stílleiknin er meiri og tökin á efninu fastari.
Einkum eru persónur sögunnar miklu fastmótaðri en í hinum
fyrri sögum. En sem fyrri nær höfundurinn ágætum tökum á
náttúrulýsingum, án þess þó að þær beri söguefnið ofurliða eins
og stundum fyrr. Sagan er tímamótasaga, fjallar hún öðrum
þræði unr losið i þjóðfólaginu, brottflutningana úr sveitunum og
viðnám gegn þeim, sem í fljótu bragði virðist þó vera vonlaust.
Söguhetjan, Börkur Arason, rifjar upp lífsferil sinn í hugsuðu
samtali við vin sinn á Morgunstjörnunni, því að enginn er nær,
sem hann getur blandað geði við. Saga hans er rauna- og þrauta-
saga, röð af ósigrum, og sólskinsblettirnir furðu fáir, en allt um
það gefur niðurlag bókarinnar innsýn í sigur hans, þar sem hann
við sýn fyrstu vorsóleyjarinnar kemst að þeirri niðurstöðu, „að
jákvæður vöxtur lífsins er það, sem öllu máli skiptir. “ Þetta er
í raun réttri boðskapur bókarinnar. En með henni hefur höf.
tryggt sér sæti innarlega á skáldabekk þjóðarinnar.
Peter Hallberg: Vefarinn mikli. Reykjavík 1957.
Helgafell.
Sænski bókmenntafræðingurinn Peter Hallberg hefur gert Hall-
dór Kiljan Laxness að sérgrein sinni. Hann hefur þýtt bækur hans
á sænska tungu og kynnt hann löndum sínum í fjölda greina og
að minnsta kosti tveimur bókum. Má ætla, að starfsemi hans hafi
greitt fyrir þvi, að Laxness voru vcitt Nóbelsverðlaunin. Bók sú,
er nú birtist íslenzkum lesendum, er fyrsti hluti af höfuðriti Hall-
bergs, og fjallar það um æsku og æskuskáldskap H. K. L. og að-
dragandann að hinu stærsta æskuverki hans, Vefaranum mikla frá
Kasmír.
Höfundur rekur þar af mikilli nákvæmni, sumum mun þykja
það smásmygli, þroskasögu H. K. L. eftir ritum hans, prentuðum
og óprentuðum, svo og bréfum, sem skáldið skrifaði vinum sínum
á þessum árum og einnig eftir frásögn skáldsins sjálfs. Er það
hvort tveggja, að H. K. L. hefur hlotið meiri frama en aðrir ís-
lenzkir rithöfundar, enda hafa engum þeirra verið gerð lík skil,
ekki einu sinni að þeim látnum. Miklu efni er til bókarinnar
safnað, og það fram reitt á aðgengilegan hátt. Lætur höf. H. K. L.
tala þar sjálfan í bréfa- og bókaköflum. Verða menn á eftir miklu
ftóðari um sögu skáldsins og hvernig æskuverk hans fæddust. Og
hafi einhver haldið, að skáldið Halldór Kiljan Laxness hafi stokk-
ið fullþroska og fyrirhafnarlaust fram á ritvöllinn, líkt og Aþena
úr höfði Seifs, þá sýnir þessi bók að ekkert er fjær sanni. Að baki
afteka hans liggur langt og þrotlaust starf og margvíslegar þreng-
ingar. Annað mál er, hvort ekki hefði verið unnt að gera því máli
skil í styttra máli en hér er um að ræða og hvort yfirleitt órar og
umbrot þau, sem gerast í huga óráðins unglings, eru nauðsynlegur
lykill að skilningi á honum sem fullþroska skáldi. Og satt að segja
grunar mig, að rit þetta, þótt vel sé unnið, breyti litlu um mat les-
enda eða annarra á ritverkum H. K. L. Og vafalaust mun sumum
þykja það dálítið undarlegt, að skáldið sjálft skuli kæra sig um
slíka lýsingu. — En hvað sem þvi líður, þá er bókin fróðleg og
skemmtileg víða, einkum þar sem skáldið sjálft tekur til máls, og
þýðing Björns Th. Björnssonar virðist vera hin ágætasta.
Heima er bezt 137