Heima er bezt


Heima er bezt - 01.04.1959, Qupperneq 28

Heima er bezt - 01.04.1959, Qupperneq 28
meðvitund. Straumurinn ber hann hægt niðureftir ánni, og nú er allt hljótt.... Heiman frá Ártúni hafa tvenn kvenna-augu fylgst með jiví, sem var að gerast og séð hin hræðilegu afdrif Vals á árvaðinu. Frú Hildur og Ásta standa því báðar nær jafnsnemma á árbakkanum og horfa út á allþung- an strauminn. Frú Hildi verður þegar ofraun sú átakan- lega sjón, sem blasir við henni, og hún hnígur mátt- vana af geðshræringu niður á árbakkann. Einkasonurinn ástkæri í heljargreipum dauðans, og hún hefir engan þrótt til að bjarga lífi hans. Hvers virði eru henni nú auður og metorð. — Hún grúfir andlitið í höndum sér, og herðar hennar kippast til af þungum ekka. Ásta hikar ekki lengi á árbakkanum. Hún fleygir sér eins og örskot í árstrauminn og grípur þegar létt sundtökin og berst nú óðfluga í áttina til hans, sem hún ætlar að bjarga, þótt það jafnvel kunni að kosta hana hennar eigið líf. Hún er brátt komin á hlið við Val og nær föstum tökum á honum, og nú er sem nýr þróttur streymi um hana alla, knúinn af ofurhuga og ástheitri fórnarlund. Björgunin er hafin upp á líf og dauða. Ásta slakar hvergi á tökum sínum og syndir hægt af stað með Val til lands. Þau smánálgast árbakkann, og heit sigurgleði fyllir hug hennar og hjarta við hvert átak, sem flytur þau nær markinu, og loks er sigurinn unninn. Ásta gerir sér ekki fulla grein fyrir því sjálf, hvernig síðasti þáttur gerist, en hún leggur Val með- vitundarlausan að fótum móður hans, og þar með er erindi hennar suður að ánni lokið. Adinninguna um áhrif þessara augnablika á hún ein og ætlar að geyma hana sem helgidóm hjarta síns. Hún hleypur því bein- ustu leið heim að Ártúni, án þess að gefa frú Hildi nokkurt tækifæri til að hefja samræður við sig. Hún fer beint upp í herbergi sitt og læsir að sér. En út um gluggann fylgist hún síðan af öllum huga sínum og skarpri athygli með því sem gerist suður á árbakk- anum.... Þórður sýslumaður er kominn suður að ánni og nemur staðar hjá konu sinni og syni. Honum er vel ljóst, hvað gerzt hefir síðustu stundina, en þrátt fyrir það hvílir fullkomið jafnvægi og ró yfir göfugmann- legum svip sýslumannsins. Hann sezt við hlið konu sinnar og tekur blíðlega um hönd hennar, sem enn titrar af taugaóstyrk. Svo segir hann lágt og rólega: — Hildur mín, við skulum sameiginlega þakka Guði fyrir það, sem gerzt hefir, þakka honum fyrst og fremst fyrir dáðríkt björgunarafrek ungu stúlkunnar og sigur hennar. Drengurinn okkar er að vakna til lífsins á ný. Frú Hildur lítur innilega á mann sinn og þrýstir hönd hans mjúklega, en henni er erfitt um mál. Hún finnur engin viðeigandi orð yfir tilfinningar sínar á þessari stundu, svo að hún kýs heldur þögnina. Þreytt höfuð hennar hallaðist upp að barmi Þórðar, og brennheit tár streyma niður kinnar hennar. Samt sigrast hún brátt á hinum stjórnlausu tilfinningum sínum, og móðurskyld- an nær tökum á sál hennar. Hún færir sig að hlið sonar síns og fer að hagræða honum. Valur er nú kominn til meðvitundar og horfir hálfruglaður í kringum sig. Enn er allt þokukennt og óljóst fyrir sjónum hans. En nafnið sem skýrast hljómaði í sál hans, áður en vitund hans hvarf inn í myrkur algleymisins fyrir stundu síðan, líður nú af vörum hans lágt og blítt. — Ásta, — hvíslar hann. Foreldrar hans sitja sitt hvoru megin við hann, og bæði heyra þau hið fyrsta orð af vörum sonar síns. Þórður sýslumaður lítur á konu sína, og augu þeirra mætast. En nú lítur frú Hildur ekki undan tilliti manns síns. Hún veit nú, að það er tilgangslaust að berjast lengur gegn því rétta í ástarmálum sonar síns. Þetta eina orð af vörum Vals staðfestir að fullu þann sann- leika, sem þeim hjónunum var báðum ljós áður, þótt hún ætlaði aldrei að viðurkenna hann fyrir neinum, en nú hefir æðri kraftur tekið í taumana, og hér eftir hlýtur hún að breyta um stefnu í þessu máli og gera það eitt, sem rétt er. Valur rís upp til hálfs og segir undrandi: — Hvað hefir komið fyrir mig, og því ligg ég hérna alvotur? Sýslumaðurinn ætlar konu sinni að skýra það mál fyrir Val og svarar því engu. En frú Hildur segir einnig hiklaust: — Hesturinn fældist með þig á árbakkanum og þaut svo með þig í ána. Þar féllstu svo af baki og flaust meðvitundarlaus með straumnum. — Og hvað svo —? — Ásta bjargaði þér. Valur spyr ekki um fleira að sinni, en sárt andvarp stígur frá vörum hans. Svo það var Ásta, sem bjargaði honum úr ánni. Hvers vegna lofaði hún honum ekki að deyja þar? — Þá hefði öllu verið lokið. Ásta er á förum frá Ártúni, og án hennar verður líf hans kalt og gleðisnautt. Svo lítur Valur á móður sína og segir lágt: — Hvar er Ásta? — Hún hljóp strax heim að björgun þinni lokinni. Við skulum koma heim líka. Valur rís á fætur og gengur af stað frá ánni, dálítið reikull í spori. Sýslumannshjónin taka sitt undir hvora hönd sonar síns og leiða hann heim túnið, eins og þegar hann var lítill drengur. Hjörtu þeirra fyllast heitum klökkva og djúpu þakklæti fyrir hið nýafstaðna björg- unarafrek, sem tókst svo undursamlega. Þau hafa endur- heimt drenginn sinn úr heljargreipum árinnar fyrir fórnardáð hinnar hugprúðu stúlku, sem hikaði ekki við að leggja líf sitt í hættu til þess að bjarga honum. Allt annað verður lítilsvirði og léttvægt nú hjá þeirri mildu og dýrmætu guðsgjöf, sem þetta afrek færði þeim, og Ásta er orðin stærri og meiri en nokkur önnur stúika í augum þeirra. En nú er eftir að þakka henni og endurgjalda björgunarafrekið mikla, og það vilja sýslu- mannshjónin bæði gera á verðugan hátt. Á þessu kvöldi hefir umkomulausa eldhússtúlkan í Ártúni ekki aðeins bjargað lífi Vals úr bráðri hættu. Hún hefur jafnframt því unnið hjörtu sýslumannshjón- anna og þar með hlotið tvöfaldan sigur. (Framhald). 140 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.