Heima er bezt - 01.07.1959, Blaðsíða 19

Heima er bezt - 01.07.1959, Blaðsíða 19
fljótlega. Fram á „bolmim“ var ísinn þur og ekki háll. — Gekk ég nú hiklaust til norðausturs, eftir ísn- um, en vildi ekki fara þvert yfir, því þar vissi ég að oft fraus illa við austurlandið, vegna „kaldavermsla“. Gekk ég nú um stund til norðausturs og tók þá eftir litaskiftum, skammt framundan, — ísinn var dekkri, — og bjóst ég við að þarna væri aðeins glærari ís. Þó var ég það varasamur að stanza, er ég kom alveg að lita- skiftunum, lúta áfram og þreifa fyrir mér með svipu- skaftinu. En ég rak það þá á kaf í vatn og fann að í því var þungur straumur. Varð mér nú ljóst, að ég stóð þarna tæpt á vakarbarmi, á stórri, auðri vök. — Ekki datt mér í hug að snúa við, og var þó full vissa fengin fyrir því, að lífshætta var á næstu grösum. Beygði ég nú til vesturs og fór að „fika“ mig norður með henni að vestan, en vegna myrkursins, sá ég mjög ógreinilega skil vakarinnar og íssins, enda fór svo að ég missti hægri fótinn fram af, nær því í sokkaband, en gat um leið sett á mig knappa sveiflu til vinstri, áður en ég tapaði alveg jafnvæginu. Fór ég nú að fara mjög varlega og fjarlægði mig meira frá vökinni en áður. Hélt ég svo norður ísinn, all-langan spöl, en þar eð mér virtist, að ég mundi nú vera kominn norður fyrir vökina, fór ég að smáhalla meira til hægri, þar til ég sá að örskammt var orðið að austurbakkanum. — En þar var eins og við vesturbakkann, talsvert vatn ofan á ísn- um. Fór ég nú að smáþoka mér út í það, og var það ekki nema í neðanverðan kálfa. Þumlungaðist ég svona áfram, þar til ekki var lengra að bakkanum en li/2—2 metrar, en þá fann ég greinilega, að ísinn seig undir fótum mér, og þá varð ég beinlínis hræddur. í dauðans ofboði, kastaði ég dótinu upp á bakkann, sogaði í mig ioftið og létti á mér eins og eg gat og fumaði mig upp að og upp á bakkann. Ekki vissi ég samt neitt um það, nema alauð vök gæti verið með fram landinu, en um önnur úrræði var ekki að ræða. Ég gat alls ekki snúið við. Og upp á bakkann komst ég, en líkiega hef ég aldrei verið hættara kominn, en þá, á öllum mínum glannalegu glæfraferðum. — Þessi stóra vök, sem ég var þarna nær því genginn í, er sama vökin og Jón skáld á Víðimýri fórst í, og um það bil 8 eða 9 árum síðar en ég var þarna á ferð, drukknaði í þessari sömu vök, Skarphéðinn Símonarson frá Litladal í Blönduhlíð. Nú (1953) er komin þarna öflug brú úr járni og steini, einmitt þar sem þessi manndrápsvök var áður (brúin á Grundarstokk). J. Á „Leirunum“ við Akureyri. Þetta gerðist vorið 1906. — Ég var ráðinn þetta vor og sumar, hjá þeim bræðrum, Þórði og Baldvin Gunn- arssonum, í Höfða í Höfðahverfi. Hvergi hefur mér liðið betur, hjá vandalausum, en þar. Ég var eitthvað seinna á ferð en umsamið var, sökum lasleika. Þetta vor var geysihart, gaddur og stórhríðar langt fram á vor. Þá var ekið á sleðurn, af Sauðárkrók og inn að Vind- heimabrekkum, í 4. eða 4 vikur af sumri, og var alveg óþarfi að vera að hafa með sér staf, svo traustur var ísinn. A vinnuhjúaskildaga (14. maí), var ég á Bústöð- um í Austurdal, við hirðingu á búpeningi. Þann dag var hörkuskafhríð af norðri, með ofanhríð annað slagið, og með allmiklu frosti. Reyndi ég að beita hrossum þann dag, en fékk þau ekki til að standa á nema litla stund. En þegar. tíðin batnaði, sem mig minnir að væri í 6. viku sumars, þá batnaði vel. En þetta var nú útúr- dúr. — Ég lagði af stað vestan úr Skagafjarðardölum í byrjun batans, og er ég kom til Akureyrar, voru komin stórflóð í hverja sprænu. Ég gisti á Akureyri, og þurfti svo að reka þar einhver erindi fram eftir degi, og var því eigi ferðbúinn, fyr en úr hádegi. Eyjafjarðará var þá óbrúuð og var nú í stórflóði. Sögðu kunnugir Akureyringar mér að eina færa leiðin væri sú, að fara yfir á Leirunum, en sögðu mér jafnframt, að nokkuð væri „fallið að“, en þó mundi enn þá vera vel fært yfir, ef ég hraðaði mér. Ég hafði aldrei farið þetta, en þeir sögðu mér að þetta væri auðratað. Það væri riðið út í beint niður undan kirkjunni (hún var þá suður í fjöru), — og stefnt á Syðri-Varðgjá. — Ég þakkaði leiðsögnina, kvaddi í snatri, og reið svo hratt, sem ég framast þorði — vegna lögreglunnar — suður Akureyrargötur, og fyrst austur Leirurnar, á meðan grunnt var. Ég var með 2 hesta, rauðan hest góðan, er ég átti, (Blæ) og lítið taminn fola 4ra vetra, og var á honum létt kliftaska, með farangri mínum. Brátt fór að dýpka og var all-lengi á miðjar síður, og enn dýpkaði, og nú var sund. Töluverð norðangola var, en sökum flóðsins í Eyjafjarðará, var ofurlítill straumur innan frá. Og þar sem þarna mættist, golu- báran og straumurinn, hvippaðist vatnið upp í háa hnykla, og skólpuðu þeir yfir höfuðin á hestunum. Hvergi var skemmra til iands, en mörg hundruð faðm- ar, og áfram syntu blessaðir hestarnir. Og það skal játað, að um mig fór á þessari stundu óttablandinn hrollur, og er það í eina skiptið, sem ég hef fundið til ótta á hesti í vatni. Það var aðallega tvennt, sem ég óttaðist, að vatns- hnyklarnir gætu kæft hestinn undir mér, og að straum- urinn gæti borið mig norður af marbakkanum, því ekk- ert vissi ég hve langt var að honum. Ég var búinn að halla mér fram á hestinum, og var að seilast eftir beizlis- stönginni, niðri í vatninu, til að snúa hestinum við til sama lands, en hikaði við, því mér fannst hann snerta botn með einum fæti. Jú, hann náði botni, og þá var nú sjálfsagt að halda áfram. Ég reið ögn inn á við, því ég taldi víst að mig hefði eitthvað borið til norðurs. Og innan skamms var sund á ný, og það all-langt, þó elcki eins langt og það fyrsta, og er ekki að orðlengja það, að fimm sund fengu hestarnir, áður en ég náði landinu undan Varðgjá, en þrjú síðustu sundin voru talsvert styttri. — Hefði ég áreiðanlega ráðlagt þessum leiðsögumönn- um mínum á Akureyri, ef ég hefði hitt þá aftur, — að leggja ekki fyrir sig að leiðbeina ókunnum ferðamönn- um. Framhald. á bb. 254. Heima er bezt 239

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.