Heima er bezt - 01.07.1959, Blaðsíða 28
svæðið. Frá danspallinum við Staðarrétt hljómar nú
fjörugt harmónikulag út í kvöldkyrrðina, og hinn nýi
gleðiþáttur dagsins er að hefjast. Unga fólkið streymir
viðstöðulaust upp á pallinn og svífur jafnharðan af stað
í dansinn.
Lilja stígur niður af réttarveggnum og svipast um
eftir móður sinni, hún er hvergi sjáanleg á næstu grös-
um. Líklega er hún enn á tali við gömlu vinkonu sína.
Fjörugir tónar berast stöðugt frá danspallinum niður að
réttinni og seiða æskuna frá réttarstörfunum.
Lilja hlustar heilluð á danslagið og gengur í áttina
upp að pallinum. Hún hefur aldrei komið á opinberan
dansleik áður, en vorið, sem hún gekk til spurninganna
fram að Grund, dansaði hún oft við stallsystur sínar
úr sveitinni, meðan þær biðu eftir spurningunum. Elzti
sonur prestsins átti munnhörpu, sem hann lék á fyrir
dansinum, og þá lærði hún að dansa þetta litla, sem hún
kann í þeirri grein. En eftir að hún fermdist, hætti hún
að mestu að æfa dansinn, og heima í sveitinni hafa engir
opinberir dansleikir verið haldnir hingað til sökum þess,
að þar er ekkert samkomuhús fyrir þá. Unga fólkið í
sveitinni hefur orðið að fara út í næstu sveit til að sækja
dansleiki, hafi það ætlað að skemmta sér á þann hátt, en
hún hefur aldrei beðið foreldra sína um leyfi að fara
þangað, þar sem hún vissi að slíkt væri tilgangslaust með
öllu. Þau höfðu hugmynd um að Jónatan í Vesturhlíð
sækti dansleiki út í næstu sveit, og þá var vonlaust að
hún fengi að fara þangað líka. Þeim hafði alltaf verið
meinað að hittast. En í dag hefur Jónatan beðið hana að
dansa við sig, og það ætlar hún að gera.
Kristín í Vesturhlíð hefur aldrei selt eins mörgum
kaffi á gangnadaginn eins og nú, og hún er þegar orð-
• VILLI
PÍi>UNA bÍNA £F þú iTINtlu^ MUW^TYKKINu
FYRVT OFA N I SÓiuNA-*
in ánægð með tekjur kvenfélagsins að þessu sinni, en þó
eiga efalaust margir enn eftir að kaupa sér hressingu,
áður en réttarstörfunum lýkur. Síðan dansinn hófst
hafa fáir komið í veitingatjaldið til að kaupa kaffi, svo
að konurnar, sem þar starfa, hafa lítið að gera í svip-
inn. Hrífandi harmónikutónar berast inn í tjaldið með
gleði æskunnar. Kristín segir starfskonum sínum, að nú
ætli hún að nota hléið til þess að ganga út að danspall-
inum og líta á dansinn, og þeim finnst sjálfsagt að hún
geri það, og sjálfar ætla þær svo að fara þangað síðar.
Jónatan í Vesturhlíð yfirgefur réttarstörfin og geng-
ur upp að danspallinum. Hjartað byltist í barmi hans
af ljúfri tilhlökkun. Lilja stendur enn utanvert við dans-
pallinn og er aðeins áhorfandi að því, sem fram fer, en
skyndilega nemur Jónatan staðar við hlið hennar og
segir brosandi:
— Viltu dansa við mig, Lilja?
— Ég er víst búin að gleyma þessu litla* sem ég kunni
einu sinni í danslistinni, segir Lilja brosandi.
— Þá kenni ég þér þetta litla, sem ég kann. — Augu
þeirra mætast í brosi, og svo svífa þau saman í dansinn.
Þýður og hægur vals hljómar um pallinn, og Jónatan
og Lilja stíga dansinn sviflétt og öruggt án nokkurs
mistaks. Barm við barm enduróma hjartaslög þeirra
beggja í sælum fögnuði, og á þessari stundu gleyma þau
algerlega, að til sé það afl, er hatur heitir, gleyma því,
að bæði eiga þau foreldra, sem stödd eru við Staðarrétt
í dag. -
Kristín í Vesturhlíð gengur upp að danspallinum og
nemur þar staðar. Nú eru mörg ár liðin, síðan hún hef-
ur dansað, en sú var tíðin, að hún iðkaði þá list og hafði
góða skemmtun af. Ótal gamlar og gleðilegar endur-
minningar streyma fram í huga Kristínar og hrífa hana
um stund á vald sitt, en svo beinist athygli hennar nán-
ar að því, sem fram fer á danspallinum, og blóðið þýtur
skyndilega af stað með ógnarhraða í æðum hennar. —
Hvað sér hún! — Son sinn með Austurhlíðarstelpuna í
faðmi sínum!
Hatrið blossar upp í sál Kristínar, og augu hennar
skjóta gneistum óstjórnlegrar bræði. Hún færir sig upp
á danspallinn til þess að Jónatan skuli frekar veita henni
athygli, en hann virðist ekki sjá neitt annað en Austur-
hlíðarstelpuna, sem hann þrýstir að barmi sínum. Kristín
hefur aldrei litið son sinn slíkan áður, og hún hefur illan
grun á svip hans og látbragði.
Lilju verður ósjálfrátt litið þangað sem Kristín stend-
ur, og henni fipast skyndilega í dansinum. Hatrið og
reiðin, sem gneistar úr augum Kristínar og beindist
gegn henni, fer sem eldur um sál hennar. Hún hefur
aldrei mætt augum þessarar konu fyrr, og hún hefði
ekki trúað því, að hatur hennar ætti slíkt ógnarvald.
Lilja er sem lömuð.
Jónatan finnur að Lilju fipast skyndilega í dansinum,
en hann þrýstir henni aðeins fastar að barmi sínum og
heldur áfram að dansa án þess að verða móður sinnar
var.
Framhald.