Heima er bezt - 01.07.1959, Blaðsíða 30
brjósti. Ekki spillti það ánægjunni að sjá Ólaf ltaupa-
mann vera búinn að slá væna skák á grösugri sléttunni
neðst við girðinguna. Þetta yrði seinasti dagurinn á
túninu. Ólafur var einhver sá allra duglegasti maður,
sem hjá honum hafði slegið. Kaupakonan og Bogga rifj-
uðu rösldega þar skammt frá. Það yrði hægt að sæta í
kvöld, ef þessi þurrkur héldist til miðaftans.
Næstu dagar voru ánægjulegir annríkisdagar. Þá var
þurrkað, sætt og flutt inn í hlöður, þangað til öll taðan
var komin undir þak. Svo voru töðugjöldin drukkin.
Kristjáni fundust þau hálfómyndarleg, eins og allt annað
á heimilinu, síðan kona hans var flutt burtu. Hann hafði
ekki haft nokkurn tíma til að hugsa um, að vonir sínar
væru í þann veginn að rætast. Konan og sonurinn kann-
ske komin áleiðis heim til hans.
En þegar farið var að slá engjarnar, breyttist tíðin úr
glansandi sólskini í sífellda rigningar- og súldardaga.
Baggasæti og fangaflekkir spruttu upp á öllum engjum.
Það var sofnað frá rigningu og vaknað til hennar aftur.
Þá verða flestir í slæmu skapi og dagarnir helmingi
lengri en áður.
Nú fór Hofsbóndinn að þrá og vona fyrir alvöru að
sjá son sinn og móður hans. — Það leit út fyrir, að hann
ætlaði aldrei að hafa sig heim aftur, þessi prestur. Það
væri rólegt líf, sem hann ætti, að spássera um götur
Reykjavíkur, þegar aðrir strituðu og þræluðu. Kristján
þráði sól og vind mikið, en þó enn meir að heyra, að
presturinn væri kominn heim.
„Við hefðum átt að læra til prests, Ólafur,“ sagði
hann einn daginn við Ólaf kaupamann. „Þá hefðum við
ekki þurft að standa við slátt dag eftir dag í ónotaveðri.
Það er dálítill munur á ævinni okkar eða hans séra Gísla,
sem alltaf spókar sig á Reykjavíkurgötum.“
„Ég býst við að hún hefði farið hálfilla utan á mér,
hempugreyið,“ svaraði sá rólyndi kaupamaður. „Þú
hefðir borið hana betur. Það er svoddan myndarskrokk-
ur á þér.“
Kristján brosti. Alltaf var þó gaman að heyra ein-
hvern slá sér gullhamra. „Ég efast um að ég hefði unað
svona iðjuleysi,“ sagði hann.
Þá gall í Boggu: „Stína spákona segir að hann eigi
kærustu í Reykjavíkinni, svo að það er eðlilegt, að hann
sé lengi hjá henni. Hún er kaupmannsdóttir, ákaflega
fín og falleg.“
„Hana, þar kemur fyrsta fréttagusan úr þeirri skjóð-
unni,“ sagði Kristján og hló upphátt. „Þá skal mig ekki
undra, þó honum dveljist.“
Bogga hló ánægjulega yfir því að geta komið hús-
bóndanum í svona gott skap.
„Hvernig er það með þessa spákonu?“ spurði Ólafur.
„Hún sér þetta allt í bollunum sínum þegar hún er
búin að drekka úr þeim,“ sagði Bogga.
„Hún bara rausar og bullar við þá, sem eru nógu
heimskir til að trúa þeim,“ sagði Kristján. Hann var
orðinn svo léttur í lund að hann gerði að gamni sínu
við samverkafólkið allan daginn. Það var líka rigningar-
lítið og sólin sendi daufa geisla gegnum skýin í vestri.
Það var dálítil von um þurrk næsta sólarhring; en það
reyndust tálvonir einar. Loks var farið að binda vota-
band heim á tún, þó slíkt væri neyðarúrræði vegna há-
arsprettunnar. Svo var dreift, rifjað og tekið saman
hálf þurrt í föng. Óskemmtileg vinnubrögð. Árangurs-
laust strit. Sama verkið unnið margsinnis. Allir voru í
leiðu skapi eins og vanalega þegar tíðin gerir sveita-
bóndanum allt ómögulegt. Allir bjuggust við að höfuð-
dagurinn kæmi með þann langþráða þurrk og svo varð.
Þá var rifjað og tekið saman fram á nætur. Sjaldan
hafði heyskaparfólkið verið þreyttara en þá daga.
Kaupahjúin á Hofi voru farin að telja dagana þangað
til þau gætu farið að leggja af stað til átthaganna. Svo
heppilega stóð á skipaferðum að þau gátu lagt upp
viku fyrir réttir. Það munaði um þá dagana.
Einn morguninn klukkan 5 losaði Kristján svefninn,
þó lúinn hefði lagzt til hvíldar, við blástur úr sldpi. Það
var að vekja íbúa Hvalseyrar. Nú hlaut þó prestsgarm-
urinn að koma heim, ef hann var ekki alveg hættur við
að messa. Kannske sæi hann nú son sinn í dag. Hann
ætlaði aldrei að geta sofnað aftur. Úr miðdegi sást ríð-
andi maður koma utan melana. Loksins hugsaði Kristján.
Skyldi þessi dagur verða jafn vonbrygðaríkur og flestir
aðrir á þessu sumri. Hann lagði frá sér hrífuna og gekk
móti gestinum út að hliðinu. Hann gat ekki beðið leng-
ur. „Góðan daginn, Kristján minn,“ sagði séra Gísli,
því þetta var hann. „Elér er ég þó loksins kominn. Það
kom babb í ferðaáætlunina. Bróðir minn kom með
hesta til Reykjavíkur þegar hann frétti að ég væri þar
staddur og fór með mig heim í foreldrahúsin. Þar er
alltaf gott að koma, eins og allir þekkja. Ekki kom ég
með drenginn, þó mér hefði verið það mikil ánægja.
Hann fór suður með sjó til einhverrar gæðafrænku, sem
hann á þar. Frú Karen lofaði að senda hann norður þeg-
ar hann kæmi þaðan, ef hún gæti fengið góðan og trú-
verðugan samferðamann handa honum.“
„Það verður líklega seint, sem hann kemur til mín,“
sagði Kristján hljómlausri röddu.
„En svo gerir Rósa sér vonir um að fara af spítalan-
um um mánaðamótin september og október. Þá sagðist
hún fara að hugsa til heimferðar, enda yrði syni sínum
mál á því. Hér er ég með bréf frá henni til yðar, svo
ofurlitla glaðningu hef ég þó meðferðis handa yður.“
Hann leitaði í veski sínu og afhenti honum bréfið. „Hún
er orðin ákaflega ólík útlits — eða þegar hún fór í vor
— orðin feit og falleg.“
Svo kvaddi hann og reið burtu eitthvað lengra fram
í sveitina. Kristjáni stóð víst á sama hvert hann færi.
Hann var sárgramur þessum blíðmálga manni, með
hvítu, mjúku hendumar, sem hann hafði langað svo
ótrúlega mikið til að kreista þegar hann hafði kvatt
hann. í næstum mánuð var hann búinn að bíða og von-
ast komu hans. Þá loksins hann kom urðu þetta frétt-
irnar sem hann flutti. Jón litli kominn til alókunnugra.
Það var betra en lofa honum að koma norður til hans.
Svo hafði hann kveikt afbrýði í huga hans með því að
250 Heima er bezt