Heima er bezt - 01.07.1959, Blaðsíða 32
„Já, þú ert mín eina von. Mér var meira að segja
vísað til þín í draumi þegar ég lagði mig í gær. Það
var gömul, gráhærð kona, ákaflega lík þér.“
Hún skríkti enn meira. „Nei, er þetta satt? Það hefur
náttúrlega verið amma mín og engin önnur en hún.
Var hún ekki stór og feit?“
„Jú, hún var stór og tilkomumikil eins og þú.“
„Eg er nú bara aldeilis hissa. Þú kemur inn meðan ég
er að tygja mig, ef ég á að miskunna mig yfir þig,“
sagði hún.
„Þó þú yrðir ekki hjá mér nema þessa næstu viku
yrði ég guðsfeginn. Það er þó nokkuð úti af heyi, bæði
á engjum og heima á túni. Eg hef aðeins mig sjálfan og
eina stúlku.“
„Má ekki bjóða þér inn,“ sagði hún í annað sinn.
„Það er náttúrlega ekki eins hátt til lofts í baðstofu-
ganginum og hjá þér, og svo hefurðu kannske lyst á
kaffisopa?“
„Já, á því hefði ég góða lyst, en ég óttast bara að
ég sofni meðan þú ert að hita það.“
„Ég býst við að pabbi gamli reyni að þvögla eitthvað
við þig svo þú sofnir ekki. Ég skal svei mér ekki vera
lengi að hita kaffið.“
„Já, eiginlega má ég ekki stanza ef þú getur ekki
liðsinnt mér. Ég verð þá að fara eitthvað annað, þó ég
viti ekki hvar ég ætti að bera niður þar sem enginn
hefur vísað mér á nokkra götu nema þessa hingað
heim,“ sagði hann.
Ásdís stakk höndunum á þriflegar mjaðmimar og
brosti framan í gestinn. „Ég býst við að hún hafi vitað
hvað væri mér fyrir beztu, hún amma mín blessunin.
Fyrst hún fór að benda þér til mín fer ég sjálfsagt með
þér. Ég er nú svo sem ekkert ókunnug á Hofi. Var um
stund hjá henni maddömu Karen. Það mátti nú margt
af henni læra þeirri konu,“ sagði hún. Hún tók lamp-
ann og fór inn göngin og hann á eftir. Það var meira
snjallræðið að honum skyldi detta í hug að búa til þessa
draumsýn fyrst hún trúði henni, hugsaði hann á leið-
inni. Nú voru þau komin inn í svækjuheita baðstofu-
kytm. Hann bauð gott kvöld. Húsbóndinn reis upp úr
einu rúminu og starði forviða á gestinn: „Hver er nú
á ferð um nótt?“ spurði hann.
„Það er nú bara stórbóndinn á Hofi,“ anzaði dóttir
hans. Hann er nú bara kominn eftir tilvísan hennar
ömmu sálugu til að fá mig einhvern tíma.“
Kristján heilsaði bónda með handa-bandi og bætti
við: „Mér þykir leitt að gera ykkur þetta ónæði, því
auðvitað hafið þið verið að hamast í heyi fram í myrk-
ur eins og allir aðrir.“
„Já, við vomm að taka saman meðan við sáum til.
Við emm líka búin að þurrka það hér um bil allt sem
úti var, ögn var komið í tóft,“ sagði bóndi. „Það hafa
verið betri þurrkarnir hjá okkur en ybkur þama út á
Ströndinni þó ólíklegt megi virðast. Ég var á ferð einn
daginn núna í fyrri viku. Mér sýndist víða vera lítið
komið í tóftir hjá ykkur.“
„Já, það hefur verið erfitt við okkur þetta sumar,
nema meðan við vorum í túnunum. Það er meira baslið
að búa þegar svona viðrar,“ sagði Kristján.
„Þú hefur nú kannske verið fáliðaður. Ég heyri sagt
að þér haldist ekki vel á fólki. Dálítill munur eða hjá
þínum tengdaforeldrum,“ sagði bóndi.
„Það læt ég vera,“ flýtti Kristján sér að svara. „Ég
hafði duglegan kaupamann og konu hans. Svo hef ég
vinnukonu og strákanga. Það kom líka fyrir að ráðs-
konan kom út þegar tekið var saman.“
„Þetta er svo sem ekki lítill vinnukraftur, en þú þarft
svoddan ósköp, skepnurnar eru svo margar,“ sagði
bóndi. Hann fylgdi dóttur sinni með augunum, þar
sem hún var að hamast við að troða fötunum sínum of-
an í poka. „Hvað stendur eiginlega til fyrir þér, Ás-
dís?“ spurði hann loks.
„Ég var að tala' um það við hana, að hún yrði hjá
mér næstu viku. Kannske lengur ef hún getur það,“
sagði Kristján. „Það hefði nú verið kurteisara að minn-
ast á það við þig.“
„Hún þykist líklega mega ráða sér sjálf, en nokkuð
finnst mér þetta fljótfærnislegt, en annars stendur ekki
illa á því heyið er allt komið heim á tún. Ég hef tvo
stálpaða drengi til að hjálpa mér við að koma því inn.
Svo kemur Ásgeir minn heim á morgun,“ sagði bóndi.
„Þú ert þá ekki í neinum vandræðum þó Ásdís fari
með mér,“ sagði Kristján.
„Ég hefði nú farið með honum hvemig sem ástæð-
urnar hefðu verið fyrst svona liggur í því að amma
vill það,“ sagði Ásdís.
Það hnussaði fyrirlitlega í bónda. „Hvaða vit er það
nú eiginlega. Hvað skyldi amma þín koma hér við
sögu?“
„Segðu honum drauminn, Kristján, svo hann skilji
hvað ég meina,“ skipaði Ásdís.
Kristján byrjaði á lygaþvælunni í annað sinn: „Það
var í gærdag að ég lagði mig svolitla stund milli rifj-
inganna, að gömul, gráhærð kona kom til mín og sagði:
„Við skulum fara fram að Giljum.“ Ég tók þetta eins
og það væri verið að benda mér á Ásdísi. Ég er ekki
búinn að gleyma vinnubrögðunum hennar vikurnar
sem hún var mér samtíða á Hofi, fyrsta árið sem ég
var þar. Ég á mikið hey úti og ráðskonan tók upp á
því að brenna sig þegar verst gegndi og fór heim svo
nú eru ekki góðar ástæður hjá mér.“
„Hverslags bölvaður klaufaskapur var þetta að fara
að brenna sig þegar mest lá á að vinna. Svona er þetta
kvenfólk. Eldarðu þá matinn sjálfur?“ sagði bóndi.
„Nei svo bágt er það nú ekki. Geirlaug er orðin svo
hress að hún getur hugsað um það en hún er ekki söm
manneskja og áður, og þarf hjálp við ýmislegt innan-
bæjar,“ sagði Kristján. Hann óskaði að hann gæti far-
ið að kveðja þennan kaldlynda bóndadurg, tortrygginn
og leiðinlegan. Þó var hann sjálfsagt talsvert skynsam-
ari en stelpan.
Þá kom húsmóðirin inn með kaffi á bakka. Hún af-
sakaði að hún ætti ekkert með því. Það hafði verið öðru
að sinna en baka kaffibrauð undanfarna daga.
252 Heima er bezt