Heima er bezt - 01.07.1959, Blaðsíða 34
Frásagnir um nokkur ferðalög.
Framhald af bls. 239.-------------------------------
*•
6. Á „Einstig“ í myrkri og logndrífu.
Ekki man ég nú hvaða ár það var, sem þessi för var
farin, er ég nú ætla að segja frá, en það mun hafa verið
á árunum 1905-1908. Þetta var, að mig minnir, rétt
fyrir jólin. Ég var á leið inn í Austurdal í Skagafirði. —
A Kjálkanum hitti ég Magnús Magnússon, frá Merki-
gili, og urðum við samferða. Þegar við fórum frá
Gilsbakka, sem er næsti bær neðan Merkigilsins, var
dálítil logndrífa, og komið að dagsetri. Er við komum
inn að Merkigilinu, sem er geysidjúpt klettagil, — svo
djúpt að á veginum er hálfs klukkutíma lestagangur
yfir það, — vildi ég fara upp með gilinu og fara yfir
það á veginum, sem er nokkru lengri leið, en Magnús
tók þvert fyrir það og sagðist þá fara einn yfir á Ein-
stig, hvað sem ég gerði, en að slíta félagsskapinn
þarna í myrkrinu og logndrífunni, fannst mér ódrengi-
legt, en illa var mér við að fara þarna yfir í myrkrinu.
Annar okkar var með litla, einhleypta byssu, en hinn
með kollótt prik. — Allt gilið var meira og minna svell-
runnið undir fölinu, sem var að falla, og var því víða
flughált. Niður í gilið að norðan, er farið niður gjá,
sem í er lausagrjótsskriða, og mátti það heita afbragðs-
vegur, því þar var nær því engin hálka, en hún var
versti farartálminn og hættulegust. En að sunnanverðu
eru brattar sand- og leirskriður, upp að klettum, sem
verða því meiri og verri, er ofar dregur, og verstir upp
undir gilbarmi. I skriðunum upp að klettunum, var
mjög svellrunnið, og gekk okkur mjög erfiðlega að fá
þar fótfestu, og er við loks náðum upp í klettana, tók-
um við það ráð, að leysa af okkur skóna og ganga á
sokkunum. Gekk þá nokkru skár að stöðva sig á smá-
nybbum, sem upp úr stóðu.
Á endanum náðum við upp á gilbarminn, að sunnan,
og titraði þá í okkur hver taug og hver vöðvi, af
áreynslu, og að minnsta kosti hvað mig snerti líka af
hræðslu, því þetta ferðalag var sannarlega ægilegt, í
myrkri, hálku og logndrífu. —
Við sátum þarna nokkra stund, og hvíldum okkur,
og þarna á gilbarminum, gerðum við það heit, að við
skyldum aldrei framar fara aðra eins glæfraför, að þarf-
lausu, og ég held að við höfum báðir efnt það heit. —
Draumar og svefngöngur . . .
Framhald af bls. 235.---------------------------
í Meðallandi, og voru þeir þá að koma af skemmtun
eins og fyrr. Þeir fá þá að leggja sig þar, en fólkið var
þá um það Ieyti að koma á fætur um morguninn. En
áður en þeir fóru að sofa, biður Jón húsbóndann, er
Rasmus hét, að berja sig með hrísvendi eða hlöðusóp,
sem algengir voru í þá daga, ef svo tækist til, að hann
færi á kreik í svefngönguleiðangur, eins og fyrr hafði
komið fyrir, og bregða þá strax við, ef hann sýndi
nokkurt fararsnið á sér í rúminu. Var þetta svo fast-
mælum bundið þeirra á milli.
En aldrei kom til þess, að Rasmus þyrfti að gera bón
Jóns, því síðan hefur Jón aldrei gengið í svefni.
BARNAGETRAUN
Hér kemur svo getraunin, sem yngri lesendurnir
geta spreytt sig á í þessum mánuði.
Framan á kápunni á ágústhefti „Heima er bezt“ 1958
var mynd af frægasta knattspyrnumanni íslands.
Hvað heitir þessi knattspyrnumaður?
Verið þið nú fljót að senda svarið, því til mikils er
að vinna. Um leið og þið sendið svarið í sérstöku um-
slagi merkt Verðlaunagetraun, til „Heima er bezt“, póst-
hólf 45, Akureyri, þurfið þið að láta þess getið, hvort
þið viljið heldur, knattspyrnuskóna eða „Malmö“-sand-
alana, ef þið yrðuð svo heppin að hreppa fyrstu verð-
launin. Sömuleiðis þurfið þið að taka fram hvaða skó-
númer þið notið. Ráðningar þurfa að hafa borizt fyrir
20. ágúst. Ef fleiri en ein rétt ráðning berast, verður
dregið um sigurvegarann.
254 Heima er bezt