Heima er bezt - 01.07.1959, Blaðsíða 13

Heima er bezt - 01.07.1959, Blaðsíða 13
um orðið að fjörtjóni og því vissara að falla fram og biðjast fyrir áður en lengra er haldið. Siðast er vitað um manntjón í Njarðvíkurskriðum af völdum snjóskriðu árið 1909. Voru þrír menn þá á leið frá Njarðvík og suður í Borgarfjörð. Við svokallaða Skriðuvík, austarlega í skriðunum, féll á þá snjóskriða, tók tvo þeirra, sem á undan gengu, og bar niður skrið- una, niður fyrir björg og alla leið í fjöru. Þar fundust þeir örendir í snjódyngjunni. Sá, sem síðastur gekk, slapp við skriðuna. Sneri hann aftur til Njarðvíkur og sótti mannhjálp. Fundu þeir mennina örenda. Þá er þess getið í gömlum annálum, að í byrjun 18. aldar hafi prestur einn, séra Runólfur Ketilsson á Hjaltá- stað, farizt ásamt fylgdarmanni sínum í snjóflóði í Njarðvíkurskriðum. Fannst prestur standandi en ör- endur í snjóflóðinu, en fylgdarmann hans tók á sjó út og fannst ekki. Eitt eftirminnilegasta slysið af völdum snjóskriðu austur þar, varð þó ekki í Njarðvíkurskriðunum heldur að norðanverðu víkurinnar eða dalverpisins, sem inn af henni gengur. Þar er hátt og bratt fjall, sem Tóarfjall nefnist, og undir því var áður fyrr bær, sem Stekkur hét. Hann tók af í snjóflóði aðfaranótt 2. febrúar 1883 og hefur ekki byggzt eftir það. Þar bjuggu þegar slysið skeði miðaldra hjón, Guð- mundur Eiríksson og Sesselja Þorkelsdóttir. Áttu þau tveggja ára dóttur, sem var hjá þeim á bænum. Ennfrem- ur voru þar tveir uppkomnir synir Guðmundar af fyrra hjónabandi, Eiríkur og Guðmundur, báðir um og yfir tvítugt. Þá voru þar tvær ungar vinnukonur, Margrét og Guðný að nafni, sjö ára gömul fósturdóttir hjón- anna, sem hét Sesselja, og loks móðir húsbóndans, Þur- íður, 85 ára að aldri. Aðeins þrennt af þessu fólki bjarg- aðist, báðir synir Guðmundar bónda og Guðný vinnu- kona, og var þeim bjargað ósködduðum eftir að hafa Séð úr Njarðvíkurskriðum inn í Njarðvikina. Hcegra megin á myndinni er svokallað Tóarfjall i Njarðvík. Undir þvi stóð bcerinn Stekkur og féll snjóskriðan á hann ofan úr gilinu lengst til hcegri. Sex manns biðu bana. legið hálfan annan sólarhring undir snjó í hrundum fjárhúsuin. Lík hinna sex voru meira eða minna ötuð blóði og mold og voru lögð öll í eina gröf í Njarðvík- urkirkjugarði tæpum hálfum mánuði síðar. Dagana fyrir atburð þennan kyngdi niður snjó í Njarðvík, ásamt hvassviðri og hríðarveðrum. Þannig var einnig veður slysanóttina og allan daginn þar á eftir, svo að ekki sá til bæja, þótt skammt væri á milli. En að morgni 3. febrúar fór maður frá Njarðvík og út að Stekk og ætlaði að fá þar lánuð skíði, en skafrenn- ingur var enn á, og sá skammt undan. Allt í einu rakst hann á spýtnabrak úr bænum, en bæinn fann hann hvergi og varð þá ljóst hvað skeð hafði. Mun hann hafa heyrt til Eiríks bóndasonar, en Eiríkur taldi að allir myndu vera látnir nema hann og Guðný vinnukona. Var safnað öllu því liði, sem til náðist, til þess að grafa í rústimar. Náðust báðir synir Guðmundar bónda lif- andi svo og Guðný vinnukona heil og ósködduð, en öll hin voru dáin. Hafði heyrzt í Margréti í nær sólarhring, en skápur hafði fallið á hana ofan þegar snjóskriðan dundi yfir, og þrengdi skápurinn mjög að henni og særði hana. Á föstudagskvöldið heyrðist síðast til Margrétar, en lífgunartilraunir, sem reyndar voru við hana, strax eftir að hún var grafin upp, báru ekki árangur. Einnig hafði heyrzt til hjónanna fyrst eftir að skriðan féll, en aðeins skamma stund. Þess er getið í sambandi við atburð þennan, að daginn áður en skriðan féll hafi óróleiki mikill sótt á menn og dýr þar á bænum. Þannig er sagt að Guðmundur bóndi hafi enga eirð haft i sínum beinum, ætt um og kvartað um vanlíðan. í fjósinu sýndu kýrnar óróleika, sem þær voru ekki vanar, bauluðu í sífellu og stjákluðu á básun- um. Var þetta seinna talinn fyrirboði hins uggvænlega atburðar. Heima er bezt 233

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.