Heima er bezt - 01.07.1959, Blaðsíða 5
verið búhöldar góðir og atkvæðamenn í héraði. En í
móðurætt Sigurðar voru klerkar og fræðimenn. Standa
[lannig að honum merkar ættir úr tveimur landsfjórð-
ungum. Má segja að í ættum þessum hafi fallið tveir
straumar samtímis, annars vegar framkvæmda og bú-
mennsku en hins vegar fræðimennsku og ritstarfa. Séra
Jón var hinn lærðasti maður í íslenzkri sögu og forn-
fræði, hefir hann skrifað margt um þá hluti bæði í inn-
lend rit og erlend. Svo segja kunnir menn, að mjög
kippi Sigurði bónda í báðar ættir sínar, þótt störf hans
hafi einkum fallið á sviði landbúnaðar og framkvæmda.
Sigurður er fæddur 22. marz 1885 að Bjarnanesi í
Nesjum, en þar var faðir hans þá prestur. Séra Jón fékk
Stafafell 1891 og fluttist Sigurður þá þangað með for-
eldrum sínum og hefur átt þar heima síðan. Snemma
hneigðist hugur hans til búsýslu og hafði hann þegar á
unga aldri hinar beztu forsagnir til allra starfa. Kaus
hann sér stöðu bóndans, þótt kost ætti hann langskóla-
náms, og hæfileikar ærnir til bóklegrar iðju. Hann lauk
gagnfræðaprófi í Flensborg 1903, en gerðist síðan ráðs-
maður á búi föður síns 1905. Varð hann brátt umsvifa-
mikill um framkvæmdir heima fyrir og einnig kjörinn
til forystu í málum sveitar sinnar. Er gaman að lesa í
sjálfsævisögu séra Jóns, þar sem hann lýsir framkvæmd-
um sonar síns, er hann hafði tekið við bústjórn. Finnur
lesandinn þar ánægju og stolt hins lærða klerks, þótt
honum ef til vill þyki nóg um sumt.
Sigurður kvæntist 1917 og tók það ár við búi af föð-
ur sínum. Bjuggu þau hjón síðan óslitið til ársins 1955,
en þá var Sigurður sjötugur. Kona hans er Ragnhildur
Guðnmndsdóttir, frændkona hans frá Lundum í Borg-
arfirði. Hafa þau hjón verið samhent í öllu um að gera
garðinn frægan að því, sem mest má prýða íslenzkt
sveitaheimili. Eiga þau tvo syni og eina dóttur.
Gísli Sveinsson fyrrverandi Alþingisforseti og sendi-
herra lýsir búskapnum í Stafafelli í afmælisgrein, er
hann reit um Sigurð sjötugan. Leyfi ég mér að taka
þann kafla upp óbreyttan:
„Stafafellsbúið var eitt af stórbúum þessa lands á
sinni tíð. Þegar Sigurður byrjaði sjálfstæðan búskap þar,
eins og áður var sagt, kveðst hann hafa átt 300 sauð-
fjár, og var mikill hluti af því á leigum beggja vegna
Lónsheiðar. Heimilisfólkið var lengi vel um 20 manns,
og átti allt vinnandi fólk kindur á kaupi eins og alsiða
var, vinnumenn þetta 50 ær og þar yfir, svo að hjörðin
var álitleg á heimilinu, er allt kom saman, um 700 fjár
yfir veturinn, þegar flest var. Af þessum hópi voru um
250 sauðir við beitarhús og gengu að mestu úti í góðum
vetrum. Annar gripafjöldi var og ærinn. Eins og kunn-
ugir fara nærri um var þörf mikilla vinnubragða á þess-
ari jörð, enda húsbændurnir stjórnsamir. Hlunnindi voru
allmikil og voru nýtt til hins ýtrasta, æðarvarp og sel-
veiði í eynni Vigur, er liggur þar fyrir landi, rekafjör-
ur happasælar og silungsveiði í Jökulsá, er flóir þar
meðfram jörðinni, reyndar sveitinni að öðru leyti til
óþurftar.... Nýting allra jarðargæða hélzt hjá Sigurði
með fullum krafti mátti segja til 1930, er breyta varð
Elzta og fegursta reynitréð af nœr 100, sem nú eru i görðum
Stafafells, gróðursett um sl. aldamót. Undir trénu standa Sig-
urður á Stafafelli og börn hans Nanna og Guðlaugur.
til eftir atvinnuháttum. Bátur var gerður út á hverri
vetrarvertíð og fiskaðist oft vel. Tún í Stafafelli var
áður mjög þýft, eins og víða þar um sveitir, en sléttað
var það að fullu að lokum 1930 með þaksléttuaðferð-
inni, en eftir það fært út með nýrri aðferðum og telst
nú um 16 ha., en engjaheyskapur hefur ávallt verið lang-
sóttur. Kálgarða þá, er heima voru við bæinn, gerðu
þau hjónin að trjágróðrarstöð í fyrstu með reynhrísl-
um, en nú eftir nálægt 40 ár mæna trén yfir bæjarhúsin,
sem menn töldu þó vel myndarleg. Fyrir trjárækt og
túnrækt hefur Sigurður hlotið verðlaun úr heiðursverð-
launasjóðum. Búpeningur Sigurðar hefur verið talinn
með því bezta þess kyns í sýslunni, enda sauðfjárkyn
breiðst þaðan út um héraðið.“
Lýsing þessi sýnir, að um margt hefur Stafafellsbónd-
inn haft að husrsa, og oft mun vinnudagurinn hafa ver-
ið langur og erfiður. Virðist það raunar nóg starf ein-
um manni að reka slíkt bú með stórframkvæmdum á
erfiðri jörð. En Sigurður hefur verið kvaddur til margra
annarra starfa. Munu fá þau trúnaðarstörf til fallast í
Heima er bezt 225