Heima er bezt - 01.02.1960, Side 16
Æviminningar
BJARGAR SIGURÐARDÓTTUR DAHLMAN
þóra frá ingjaldsstöðum
JÓNSDOTTIR
'%>»y»>T> færði í letur <%>s<i>g>*i?g><i^g><i?s<i>s<i?s<i?s<i?s>^gsi>g><i?g><i>s*i>s<i?£>i?s<i>s<i*s<i>g><i*g>^.
(Framhald).
Hann er fæddur í Næstved árið 1872 og er þannig
8 árum yngri en ég. Systkinin voru 8. Móðir hans var
systurdóttir Sören Kirkegárd. Faðir hans var klæð-
skerameistari. Ég hafði oft átt kost á að gifta mig, en
mig hefur aldrei iðrað þess að velja eins og ég gerði.
Enginn hefði verið mér betri lífsförunautur en hann.
Gáfur hans og skilningur hafa alltaf verið mér yndi og
styrkur. Okkur datt í hug að flytja til íslands, því mig
hefur alltaf langað heim. Ég vildi fá Ingjaldsstaði til
ábúðar og bað Pétur á Gautlöndum að útvega mér
jörðina, en hún var ekki laus.
Eftir tveggja og hálfs árs hjónaband fæddist sonur
okkar, Hagbart. Sex ára gamall fór hann í skóla frk.
Adlers. Hún var systurdóttir frú Hannover og hennar
skóli var einhver sá bezti í Höfn. Þar var sonur okkar
þangað til hann útskrifaðist stúdent 18 ára. Framan af
var skólagjaldið 13 krónur á mánuði, en frá 12 ára
aldri fékk hann ókeypis skólavist, vegna góðrar frammi-
sttiðu.
Hann hélt áfram námi við „Polyteknisk Læreanstalt“
og tók próf í efnafræði. Hann giftist 26 ára gamall og
er nú búsettur í Aarhus. Hjónin eru barnlaus.
Dahlmann listmálari og frú.
Árið 1914 bjó hjá mér kona, frk. Erna Gordon að
nafni. Hún var gyðingur í móðurætt, og faðir henn-
ar var sænskur aðalsmaður, verksmiðjueigandi, búsett-
ur í Rússlandi. Hún hafði stundað nám við háskólann
í Glasgow. Þar hafði hún kynnzt og trúlofazt dönsk-
um manni, syni józks stórbónda. Hann ferðaðist
fyrir Store Nordiske, þar sem hann var starfsmaður.
Frá Glasgow fór hann til Bclgíu, en hún til Danmerk-
ur, til að fæða barn hans og bíða eftir, að hann kæmi,
svo þau gætu gifzt. Þetta var um það leyti, að heims-
styrjöldin fyrri brauzt út. Þjóðverjar héldu, að unn-
usti hennar væri njósnari og skutu hann. Fregnin birt-
ist í blöðunum, þegar frk. Gordon lá á fæðingarspítala
og hafði eignazt dreng. Hún hefur að öllum líkindum
lesið það í blöðunum, að minnsta kosti varð hún þess
vís og dó af því áfalli.
Stúlkan hafði búið hjá mér og ég fór á spítalann og
sótti barnið. Foreldrar hennar voru myrt í byltingunni
í Rússlandi.
Drengurinn ólst upp hjá okkur og vissi ekki annað,
en hann væri sonur okkar. Þegar hann átti að gegna
herþjónustu 17 ára gamall, varð ég að segja honum hið
sanna um ætt hans. Ég sagði honum frá því eins og
ævintýri og bætti svo við:
„Þú varst þessi drengur, þykir þér fyrir því?“
„Nei,“ sagði hann, „ég hef aldrei fundið annað en
ég væri sonur ykkar.“
Friðþjófur Gordon, eins og við skýrðum hann, kærði
sig ekki um að ganga menntaveginn, en fór í tónlistar-
skóla. Síðan stofnaði hann sína eigin hljómsveit. I byrj-
un síðari styrjaldarinnar varð hann að hætta, því mörg-
um veitingahúsum var lokað. Þá las hann til fasteigna-
sala og gegnir því starfi nú. Hann er giftur og á tvö
börn.
Vorið 1910 fæddi ég indæla telpu. Hún var stór og
hraustleg og við vorum öll glöð, ekki sízt Hagbart,
bróðir hennar, sem Iengi hafði óskað sér að eignast
systur.
Níu mánaða gömul fékk hún lungnabólgu og dó frá
okkur. Hún var þá farin að ganga og kalla okkur með
nafni. Veturinn, sem hún lifði, dreymdi mig oft, að ég
væri heima á íslandi með hana á handleggnum. Alltaf
urðu á vegi mínum vatnsföll og grófir og ég varð að
gæta þess að missa hana ekki í vatnið. Þegar ég stóð
52 Heima er bezt