Heima er bezt - 01.02.1960, Blaðsíða 11

Heima er bezt - 01.02.1960, Blaðsíða 11
HÓLMSTEINN HELGASON: Poku-viIIa á Hái ;ansa heiéi ■ir anúar 1915 var mjög snjóléttur í byggðum Norð- austurlands a. m. k. Á jólaföstunni 1914 voru ^ snjókomur talsverðar og um jólin kominn mikill ^ snjór, en laus í sér, þar sem ekkert hafði í hon- um blotnað. Var sökkvandi ófærð hvert sem farið var frá sjávarbökkum. En á jóladag var komið austan þíðviðri með þoku og rigningu af og til, og seig þá fljótt snjórinn, út við sjóinn og á láglendi, en á fjöll- um og hálendi mun þá hafa bætt á bleytusnjó, fyrst í stað. Austanáttin hélzt fram yfir áramót, og upp úr því gekk meira til sunnanáttar, og lauk svo, að um miðjan janúar var alautt orðið á öllu láglendi, en fannir í brekk- um, þar sem land hækkaði, en fjöll alhvít. Nokkrir svellblettir sáust þó í mýrum hér og þar, og vötn voru víðast á haldi. Þennan vetur var ég vetrarmaður hjá séra Jóni Hall- dórssyni, presti á Sauðanesi á Langanesi og prófasti í Norður-Þingeyjarsýslu. Var hann sonur séra Halldórs Jónssonar, prófasts og alþingismanns á Hofi í Vopna- firði, sem þjóðkunnur var á sinni tíð. Hélt séra Jón staðinn frá fardögum 1906 til jafnlengdar 1918. Var hann þar næstur á eftir hinum þjóðkunna presti sr. Arnljóti Ólafssyni, alþingismanni, sem einna sterkastan þátt átti í því að hrinda í framkvæmd stofnun Möðru- vallaskólans. En séra Arnljótur lézt, sem kunnugt er, í október 1904 á Sauðanesi. Mágur hans, séra Jón Þor- steinsson, frá Hálsi í Fnjóskadal, síðar prestur á Möðru- völlum í Hörgárdal, sem hafði verið aðstoðarprestur hans sl. sjö ár, þjónaði brauðinu fardagaárið 1905—6, á vegum sr. Jóns Halldórssonar. Sr. Jón Halldórsson rak all-umfangsmikinn búskap, í fornum stíl, á Sauðanesi, enda jörðin til þess fallin, ásamt miklum hlunnindum, einkum af æðarvarpi. Hélt hann fast að tuttugu manns í heimili, og nokkru fleira þó, suma árstíma, t. d. á haustin og fram eftir vetri, meðan dúnhreinsun fór fram. Hann hafði, framan af búskaparárum sínum á Sauðanesi, sauðfé á þrennum beitarhúsum, svo sem verið hafði í tíð séra Arnljóts þar. En þennan vetur hafði hann dregið það saman, að hann hafði lagt af ein beitarhúsin, fram í landi, en hafði fé á tveimur, við sjóinn, norðan og sunnan við staðinn. Stundaði ég á syðri húsunum, svokölluðu Litla-nesi, og hirti þar um 130 sauði, sem aðeins einu sinni var hárað, þennan vetur, og svo nokkur lömb heima á staðnum, að mestu í húsi. Dilkakjöt hækkaði lítilsháttar í verði þetta haust, vegna fyrri heimsstyrjaldar, sem þá var hafin, og prestur tók upp þá nýbreytni, að lóga flestum lömbum sínum, enda mun þá hafa hvarflað að honum, að fara að láta af búskap, þótt það drægist enn nálega í fjögur ár, en prestskap var hann hættur fyrir tveimur árum, sökum aldurs og vanheilsu, en hélt að- stoðarpresta, unga menn, samtals þrjá á þessu tímabili. Á Sauðanesi var m. a. ungur maður, lítið eitt eldri en ég, Metúsalem Grímsson frá Tunguseli, kallaður Salli. Hann átti unnustu og gifta systur á Vopnafirði, og hafði mikinn hug á að skreppa þangað í heimsókn. Hann hvatti mig til ferðar með sér, því hann vissi, að ég var nokkuð kunnugur leiðinni. Ég var líka fús til að létta mér upp frá fjárgæzlunni og slóst í förina, því ég átti kunningja á Vopnafirði frá veru minni þar, vetrarlangt, á unglingaskóla veturinn 1909—10 og móð- urbróðir minn bjó þar, kvæntur systur Salla. Ráðning- artími Salla var úti um þorrakomu, og var ráðið að leggja þá í ferðina. Ég fékk orlof og mann til að annast mín störf á meðan, svo allt lék í lyndi. Það urðu þó smá tafir af ýmsum orsökum, áður en lagt var af stað, svo komið var fram í miðja fyrstu viku Þorrans eða rúmlega það, þegar lagt var upp. Leiðin var talin tvær hóflegar dagleiðir, fyrir gangandi mann, einkum ef far- in var Hágangaheiði milli Langanesstrandar og Vopna- fjarðar, sem var styttri leið og fáfarnari milli þessara sveita en Sandvíkurheiði, sem var lægri og fjölfarnari. Við vorum hraustir og ódeigir við öræfagöngu og völd- um hiklaust þann kostinn að fara Hágangaheiði. Var nú lagt af stað og tekin gisting í Kverkártungu á Langanesströnd, en þar bjuggu þá Jónas Pálsson föð- urbróðir minn og Hólmfríður Sigvaldadóttir móður- systir mín, sem bæði eru enn á lífi háöldruð. Býli þetta er nokkurn spöl norðan Hágangaheiðar, en annað býli Gunnarsstaðir, lítið eitt nær he'iðinni, en vegna frænd- semi við húsráðendur þarna, vildi ég taka þar heimsókn og gistingu í leiðinni. Þar sem veðurblíða var, logn og hreinviðri, auð jörð í byggð en hjarn á fjöllum, var búizt við góðu gang- færi á Hágangaheiði, varð það að ráði að húsfrevjan í Kverkártungu, móðursystir mín, réðist til ferðar með okkur félögum, til að létta sér upp frá dægurstritinu og heimsækja bróður sinn og mágkonu á Vopna- firði m. m. . Við vorum á fótum um dagrenningu og bjuggumst til ferðar. Lögðum af stað frá Kverkártungu áður full- Ijóst var orðið. Jónas Pálsson gekk með okkur frá garði og bar dálítinn pinkil, sem kona hans hafði meðferðis, þar með nestisbiti og flaska af mjólk. Átti þessi fyrir- hyggja þeirra hjóna eftir að korna í góðar þarfir, sem síðar verður sagt. Það teygðist svo úr göngu Jónasar, að hann skildi ekki við okkur fyrr en rétt neðan við há-urðarbrúnina •við Ytri-Háganginn. Settum við okkur þar niður, stutta stund, til hvíldar og ræddumst við. Var þá alveg Heima er bezt 47

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.