Heima er bezt - 01.02.1960, Blaðsíða 28

Heima er bezt - 01.02.1960, Blaðsíða 28
— Hvað sem er um [>að, þá hefðir þú aldrei komið ódrengilega fram. — Það hefði ekki átt betra skilið. Og svo ætti nú Jónatan að verða úti fyrir þetta hyski! — Nei, Jónatan minn verður ekki úti í þessu ferða- lagi, þú getur verið alveg róleg hans vegna, — Atli hef- ur fært sig úr hríðarfötunum og hraðar sér inn í bað- stofu. Hann vill vera einn um stund. Kristín æðir inn í eldhúsið og stríðir þar við hatursfullar hugsanir sín- ar, annað fær ekki rúm í sál hennar í svipinn. Jónatan gengur rösklega á móti hríðarbylnum. Hann er öruggur að rata rétta leið, þrátt fyrir fannkomuna, sem er svo dimm að varla sést út úr augum. Æskubjört mynd heimasætunnar í Austurhlíð ljómar eins og bros- andi vorgeisli í hjarta hans, meðan ísköld fönnin hleðst niður umhverfis hann og byrgir nær alla útsýn. Fyrir Lilju er hann fús að fórna öllu. Læknirinn hefur að- setur á nyrzta bænum í sveitinni, og þangað er talinn klukkutíma gangur frá Austurhlíð. En Jónatan hefur gengið þá vegalengd að þessu sinni á tæpri ldukku- stund, þrátt fyrir að hafa móti hörku hríðarbyl að sækja, og nemur ekki staðar fyrr en á læknissetrinu. Hann gerir boð fyrir lækninn og skýrir honum í fáum orðum frá erindi sínu, en afþakkar að ganga í bæinn. Læknirinn býr sig í skyndi og fylgir hinum hugdjarfa ferðamanni út í hríðina. Jón í Austurhlíð líður sárar kvalir. Öðru hvoru spyr hann um veðrið og klukkuna, en hvorugt gefur hon- um von um skjóta hjálp. Mæðgurnar reyna að sefa kvalir hans, en þær hafa lítil tök á því, og hríðarbylur- inn æðir látlaust umhverfis bæinn. Ekki eru samt liðnir nema fullir tveir klukkutímar, síðan Jónatan gekk út úr baðstofunni í Austurhlíð, er hann opnar bæjardyrnar þar á ný, og læknirinn gengur inn í baðstofuna. Sjálfur fer Jónatan ekki nema inn í bæjargöngin. Þar ætlar hann að bíða, meðan læknirinn lýkur erindi sínu, og fylgja honum síðan heim aftur, en því hefur hann lofað honum. Anna aðstoðar lækninn við aðgerðir hans, en segir Lilju að framreiða hressingu handa lækninum á með- an, — um fylgdarmann hans spyr hún einskis. Lilja hraðar sér fram í eldhús og setur kaffiketilinn yfir eld- inn, en hverfur síðan hljóðlega fram í bæjargöngin í leit að fylgdarmanni læknisins. Jónatan stendur innan við bæjardyrnar, hvítur af fönn, og bíður eftir læknin- um. Lilja gengur til hans og hvíslar: — Komdu inn í eldhús og fáðu þér hressingu, Jónatan, þú hlýtur að hafa þess fulla þörf. — Ég þakka þér fyrir, Lilja mín. Það er söm þín gerð. En hingað fer ég og ekki lengra að þessu sinni. — Ætlar þú að fara aftur með lækninum í þessu veðri? — Já, ég er búinn að lofa honum því. — Þú örmagnast af þreytu, Jónatan, ég er svo hrædd um þig! Hann brosir djarflega. — Mér er alveg óhætt; ást mín til þín gerir mig sterkan, og hún lýsir mé'r gegn- um sortann, Lilja. Hún sinnir ekkert um snjóblaut föt hans og leggur armana um háls honum og hvíslar með ástklökkri að- dáun: Þú ert hetja og sannur drengur, elsku vinur minn. Hann þrýstir henni fast í faðm sinn, og varir þeirra mætast í innilegum kossi. — Nú hef ég fengið það bezta, sem hægt er að gefa mér, hvíslar hann brosandi. — Koss þinn er minn helg- asti ylgjafi í vetrarkuldanum, og með hann á vörum hlakka ég til að stríða gegn hættunum. Enn eru þau ófrjáls sem fyrr. Lilja heyrir að bað- stofuhurðin er opnuð. Hún losar sig í skyndi úr faðmi Jónatans og þýtur eins og örskot inn í eldhúsið. Anna kemur fram til dóttur sinnar og segir henni að koma nú með kaffið handa lækninum. Lilja hraðar sér að hella á könnuna og fer síðan inn með kaffið. Læknir- inn hefur lokið erindi sínu og veitir síðan Önnu leið- D beiningar um meðferð sjúklingsins. Hjónin bjóða hon- um gistingu, en hann afþakkar það. — Ég hef svo traust- an og öruggan fylgdarmann, segir hann. — Jónatan í Vesturhlíð er afbragðs piltur. Önnu langar til að andmæla hrósyrðum læknisins, en hún stillir sig að þessu sinni og svarar þeim engu. Lækn- irinn drekkur kaffið í skyndi og kveður síðan í Aust- urhlíð. Hann vildi ekki tefja lengur en nauðsyn krefur. Jónatan fylgir lækninum heim. En hann hefur skamma dvöl á læknissetrinu og afþakkar þar gistingu. Enn á ný leggur hann út í bylinn. Honum sækist ferð- in fljótt og vel heimleiðis undan hríðarbylnum, og hann kemur heill á húfi heim í Vesturhlíð. Þrautin er unnin, og hann leggst þreyttur og sæll til hvíldar um kvöldið. Dagurinn þessi hefur fært honum mikinn sigur. XVI. Kyrrlátir vetrardagar koma og líða. Lilja í Austur- hlíð klæðist karlmannsfötum og leysir af hendi fjár- gæzluna fyrir föður sinn. Hún er dugmikil og kann vel til þeirra verka, enda er hún vön að hirða um fénað föður síns að honum fjarverandi. Jóni líður sæmilega eftir atvikum, og beinbrot hans hafast vel við, en dag- arnir eru lengi að líða hjá rúmliggjandi bónda. Anna situr inni í baðstofu með vinnu sína öllum stundum, sem hún getur því við komið og reynir að stytta Jóni stundir, meðan Lilja er að útistörfum, en hún er mest allan daginn utanbæjar. f fyrstu kemur Önnu ekkert illt til hugar gagnvart hinni löngu fjar- veru dóttur sinnar, og hún er mjög ánægð yfir dugnaði hennar við fjárgæzluna, sem sparar þeim hjónum vetr- armann. En ósjálfrátt tekur hún að veita því athygli, að Lilja er venju fremur létt í látbragði og oft eins og í einhverri sæluvímu á kvöldin, eftir að hún er sezt inn með handavinnu sína. Líldega er það útiveran, sem hefur svo góð áhrif á hana, hugsar Anna og sinnir þessu ekki frekar. Bjartur vetrardagur breiðir hljóðláta kyrrð yfir sveit- ina. Anna situr inni í baðstofu hjá manni sínum og 64 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.