Heima er bezt - 01.02.1960, Blaðsíða 20

Heima er bezt - 01.02.1960, Blaðsíða 20
HELGA HALLDÓRSDÓTTIR, DAGVERÐARÁ: Einarslón Brimasamt er við Einarslón einkum um kaldan vetur. Öldurnar herja oft á Frón, alltaf þeim veitir betur. Brjótandi svörð og björg sem spón bugað þær enginn getur. Hafaldan líður hratt um ver háreist með hvíta falda. Fullkomin hennar fegurð er, fordæðan amakalda leikur sér oft við skip og sker skelfing og nauð að valda. Byggðin við Lón varð eydd og auð undir vegleysufargi. Túngrösin frjósöm fylla sauð, fuglabjörg gefast vargi. Blandast þar hafsins heljargnauð hrafna og mávagargi. Gagnsamt var Lón og forn þess frægð fyrir reka og veiði. Fram á miðum er fiskignægð, en fátt var stundum um leiði. Oft er í Lóni logn og hægð þótt löður um útsæ freyði. Mörg er frá Lóni saga sögð sögum ei þjóð vor gleymir. — Sögur um álfa, ár og flögð og afburðamenn hún geymir. Krókótt þó sagnalind sé lögð, líður hún fram og streymir. Segir Landnámu sagnaval sögu haturs og nauða. Nafnar deildu um dauðan hval, deildu unz blóðið rauða féll af sárum í feigðarval færandi báðum dauða. Ein er frá Lóni saga sönn — saga um björgun lífa. Þegar við skipstrand helköld Hrönn handleikur banaknífa. — Saga er beittri tímans tönn tekst ei sundur að rífa. Aðeins í Lóni einn var bær eftir við fornar slóðir. Sáu um búið sálir tvær sonur og öldruð móðir. Rokið öflugt og reiður sær rifust við þrumugjóðir. SÍÐASTA HÚSFREYJAN í EINARSLÓNI Til Einarslóns koma margir menn, menn til að hjálpa og bjarga. Sldpstrand þar hefur orðið enn Ægir vill kalla marga. Húsfreyjan stendur eftir ein, engin til hennar kemur, hlustar hún bjargs á heljarkvein hart þegar aldan lemur. Húsfreyjan stendur eftir ein ofurhægt tíminn líður. Lítt gróin opnast andans mein und í hjartanu svíður. í huga mótast og markast svo ein minning að gleymist eigi er bára sló föður og bræður tvo til bana á einum degi. Húsfreyjan stendur eftir ein, við athafnir tíminn líður. hún herðir ei sorg við harmakvein, en hitar, bakar og sýður. 56 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.