Heima er bezt - 01.02.1960, Blaðsíða 23

Heima er bezt - 01.02.1960, Blaðsíða 23
Kirkjan í Khunavara og umhverfi úr lofti. byggingar þetta væru, og var þá sagt að þetta væru varðturnar. í þeirn byggju skógarverðir, sem væru þarna á verði vegna hættu af skógareldi. Skógurinn er dýrmæt þjóðareign, og ekkert er skóginum jafn hættu- legt og eldurinn. Oft er ógætileg meðferð elds í bif- reiðum og járnbrautarlestum orsök að upptökum skóg- arelda, sem valda milljóna tjóni. Ef t. d. ógætinn far- þegi fleygir logandi eldspýtu út um glugga í járnbraut- arvagni, þá getur það valdið ægilegum skógarbruna. íkveikjuhættan er því gífurleg, sérstaklega í þurrkum á vorin. í hverri stórborg er sérstakt varðlið, eins og bruna- lið borgarinnar, sem ætíð á að vera viðbúið, ef skóg- areldur brýzt út í nágrenninu. Varðmennirnir í varð- turnum skógivöxnu fjallanna, hafa vakandi auga yfir nágrenninu og gera varðliði borganna aðvart, ef þeir verða elds varir. Oftast tekst því að hefta eldinn áður en hann nær útbreiðslu. Einn daginn, sem ég dvaldi í Lapplandi, kom ég þar sem skógareldur hafði geisað fyrir nokkrum dögum. Þar var gisið skóglendi og hafði því varðliðinu tekizt að ráða niðurlögum eldsins áður en stórfellt tjón varð af. A brunasvæðinu var ömurlegt um að litast. Hálf- brunnin tré lágu þar fallin og digrir trjástofnar stóðu víða kolbrunnir upp úr jarðveginum. Allur jarðvegur var þakinn ösku og brunaleifum. Talið var að ungur maður á skemmtigöngu hefði fleygt frá sér hálfreykt- um vindlingi og hefði það valdið upptökum eldsins. Er hollt að minnast þess, líka hér í okkar skóglausa landi, að aldrei er of varlega með eldinn farið. Það er líka alveg víst að eldurinn hefur á fyrstu árum íslands- byggðar, átt sterkan þátt í eyðingu skóganna, þótt mörg fleiri öfl ynnu þar saman. Snemma morguns stanzaði lestin við lítið sveitaþorp. Vorum við þá komin norður til Lapplands. Þarna var járnbrautar-skiptistöð og þess vegna varð nokkur við- dvöl. Eg fór út á brautarpallana til að líta svolítið í kringum mig. Rétt utan við brautarteinana sá ég stór- an stein, sem var reistur þarna eins og kílómetra-merki meðfram vegum á íslandi. Hann var hvítmálaður, en á hann var letrað skýrum, dökkbrúnum stöfum 661/,° n. br. Þessi litla járnbrautarstöð var þá nákvæmlega á norðurheimskautsbaugnum. Steinninn var vitanlega málaður hvítur, til að vekja athygli ferðamanna á því, að nú lægi leið þeirra inn í kuldabeltið. Og enn var eitt gert, til að vekja athygli á baugnum. Út frá til beggja hliða — í austur- og vestur-átt —, var raðað hvítmáluðum hnullungssteinum, eins langt og sást inn í skóginn beggja vegna og átti þetta að tákna norður- heimsskautsbauginn. Nokkur hluti lestarinnar hélt áfram lengra í norður- átt, en margir tómir vagnar voru leystir frá og stóðu Heima er bezt 59

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.