Heima er bezt - 01.02.1960, Blaðsíða 24
Til vinstri: Námugöngin gegnum fjallið Kirunavara. — Til hægri: Kirunavara í nœturljósum.
eftir á teinunum, eða voru tengdir við lestir sem fóru
í aðrar áttir. Endastöð lestarinnar, sem hélt í norður-
átt, var í borginni Kiruna, en sú borg er um 160 km
fyrir norðan heimskautsbauginn. Þangað var ferðinni
heitið hjá mér.
Ég gat þess fyrr, að við hefðum ekið um skógivaxið
land. Enn er mikill skógur. Umhverfið breytist fyrst
lítið, þótt komið sé inn í kuldabeltið, en smátt og
smátt fór þó breyting að korna í Ijós. Greniskógurinn
verður gisnari og gisnari, en birki- og víðirunnar komu
í ljós og var sá skógargróður ekki ólíkur því, sem ger-
ist þar sem gamlar skógarleifar eru á Islandi. En þó var
sá munur á, að þótt birkitrén séu lágvaxin, þá voru þau
beinvaxin en ekki kræklótt eins og á íslandi. Þegar
lengra kom norður voru víða skóglaus svæði, fúamýrar
og stórgrýtt, mosagróin heiðalönd. Var þetta skóglausa
land ófrjótt og ömurlegt yfir að líta. Gerðist byggðin
nú mjög strjál. Býlin sem sáust voru lágreist og fátæk-
leg. Var mér sagt, að í þessum kotum byggju yfirleitt
duglitlir, fátækir Lappar, sem gefizt hefðu upp á hjarð-
mennskunni, og byggju þarna við mikla fátækt með
eina eða tvær kýr eða nokkrar geitur, en stunduðu auk
þess veiðiskap og daglaunavinnu; aðallega skógarhögg.
Mér var sagt að það væri talin mikil niðurlæging og
ógæfa að gefast upp við hjarðmannalífið og gerast kot-
bóndi og daglaunamaður. Er það hjátrú Lappanna að
sumum mönnum fylgi fjárheill, en aðrir séu óheppnir
hjarð-menn og séu þessir menn neyddir til að hrökklast
frá hjarðmennskunni og gerast veiðimenn í vötnum eða
kotbændur.
Það var að kvöldi hins 26. maí, sem ég kom til
Kiruna. Ég fékk mér herbergi í einu gistihúsi borgar-
innar. Það var kvistherbergi á fjórðu hæð og sneri
glugginn í norðvestur. Þegar ég hafði borðað kvöld-
verð og hvílzt um stund eftir ferðalagið, settist ég við
gluggann og athugaði umhverfið. Var þá iiðið nær
miðnætti. Albjart var eins og um hádag, og hæðir og
hlíðar fjallanna baðaðar í sól, en geislar sólarinnar náðu
ekki að skína á láglendið umhverfis borgina. Mér lá
ekkert á að hátta og sat því við gluggann og naut hins
fagra útsýnis. Áður en klukkan var orðin eitt, skein
sól um allar jarðir. Veður var kyrrt og blítt. Vestur
við landamæri Noregs skein á snæþakta fjallatinda bað-
aða í miðnætursól. Birkið í trjágörðunum var allaufg-
að og sóleyjar voru í fullum blóma á túnblettunum,
en í skuggsælum krókum bak við húsin voru óhreinir
hjarnskaflar eða klaki, sem vatnið seitlaði úr. í skurða-
bökkum norðan í móti var sums staðar klald og snjór.
Þrem vikum áður var ég í Stokkhólmi og spurðist
þá fyrir urn það í sírna, hvernig veðrátta væri í norður-
hluta Lapplands og var þá sagt, að þar væri nokkur
snjór nýfallinn ofan á gamla hjarnskafla og freðna jörð.
Einnig var mér sagt að bjarndýraspor hefðu sézt í ný-
föllnum snjónum. Væri þetta mjög sjaldgæft hin síðari
ár. Ekki var talið rétt að eggja ferðamenn á að heim-
sækja Lappland svo snemma vors, meðan snjóföl væri
á jörð. Skildist mér að vel gæti farið svo, að bjarndýr
yrðu nærgöngul mannabyggðum, er þau röltu um snæ-
þakið láglendið, grannholda og hungruð eftir dásvefn
vetrarins. Ég frestaði því ferðinni. En mikil hafði
breytingin orðið á þessum þremur vikum. Blessuð sól-
in hafði gert kraftaverk á þessum þriggja vikna tíma.
Frá 28. maí og fram undir lok júlímánaðar er sól á
lofti allan sólarhringinn í Kiruna og nálægum byggð-
um, sem liggja á sama breiddarstigi. Þá þýtur gróður-
inn upp. Jörðin er hlý allan sólarhringinn. Það er nærri
því tveggja mánaða samfelldur sólardagur.
Borgin Kiruna er nú víðlendasta borg í heimi, þótt
hún telji ekki nema 14—15 þúsund íbúa. Fyrir nokkr-
um árum voru nágrannabyggðir sameinaðar borginni,
svo að nú er flatarmál hennar meira en heimsborganna
stóru Lundúna og New York. Nafn borgarinnar er
víst finnskt að uppruna, en orðið kiruna merkir rjúpa.
Rétt utan við borgina er fjall all mikið, sem heitir
60 Heima er bezt