Heima er bezt - 01.02.1960, Blaðsíða 18

Heima er bezt - 01.02.1960, Blaðsíða 18
flýja. Við risum auðvitað úr sætum, um leið og hann gekk hjá á leið til herbergja sinna. „Þetta er undarlegt, að Ibsen skuli koma einsamall,“ sagði Nansen, „þeir, sem buðu honum, hefðu átt að fylgja honum heim, en ég get ekkert skipt mér af því“. Skömmu síðar komu tveir þjónar með fangið fullt af blómum, sem Ibsen höfðu borizt í sýningarlok. Lætin hafa verið meiri en hann þoldi. Þess vegna hefur hann flýtt sér. Nú fyllt- ist veitingastofan af leikhúsgestum, en við hjónin kvöddum og héldum heimleiðis. Bráðlega eftir að stríðið brauzt út, 1914, hætti ég matsölunni, bæði vegna þess, hve erfitt var að fá mat, og þess, að þeir íslendingar, sem hjá mér voru, fóru heim. Við fluttum þá í íbúðina í Randersgötu, þar sem við höfum síðan búið. Ég byrjaði að hjúkra á nýjan leik. Þó að ég hefði aldrei verið minn námstíma út á sjukrahúsi, hafði ég svo góð meðmæli, að ég fékk án tafar hjúkrunarstöðu. Fyrstu tvö árin vann ég á hermannaspítala. Eftir þann tíma voru hermennirnir sendir heim. Þá byrjaði ég að ganga út frá skrifstofu. Það eru fáar hjúkrunarstofnanir í borginni, þar sem ég hef ekki hjúkrað sjúklingum. Það er oft erfitt að horfa upp á mannlegar þjáning- ar. Eitt af því sárasta, sem ég reyndi, var að vera yfir deyjandi konu, sem hrópaði í sífellu: „O, börnin mín.“ Að minnsta kosti einu lífi þykist ég hafa bjargað. Ungur maður með lungnabólgu var lagður inn á spítala, þar sem ég vann. Móðir hans grét við rúm hans og hrópaði: „Hann deyr, sonur minn deyr“. Ég bað hana að vera rólega, sonur hennar myndi lifa. Ég tók í hend- ur hans og hugsaði: Þú skalt ekki deyja; og ég reyndi að miðla honum af lífskrafti mínum. I átta sólarhringa vék ég ekki frá rúmi hans, þá var lífi hans borgið. Mörgum árum seinna, þegar ég var vökukona á sama spítala, gekk ég heim einn morgun og söng. Ég var að reyna að gleyma nóttinni á spítalanum. Tveir sjúkling- ar höfðu dáið. Skyndilega kom lögregluþjónn út úr húsasundi, ávarpaði mig og sagði: * „Fruen har máske været pá Bakken?“ Hann hélt að ég væri drukkin að koma heim frá skemmtunum næturinnar. „Nei, sagði ég, ég kem frá spítalanum og vil ekki flytja sorgirnar með mér heim. Þess vegna syng ég.“ „Hafið þér verið lengi á sjúkrahúsinu?“ Ég kvað svo vera. „Munið þér eftir ungum manni, sem þér vöktuð yfir í átta sólarhringa? “ „Ég hef vakað yfir svo mörgum ungum mönnum, en ég veit við hvern þér eigið.“ „Ungi maðurinn er ég,“ sagði hann. Ég hjúkraði eitt sinn konu, sem hafði berkla í heilan- um. Hún var ekki ánægð með aðbúnaðinn, þar sem hún lá. Læknir hennar sagði, að hún gæti legið heima, ef hún fengi hjúkrunarkonu sína með sér. Ég hjúkraði þessari konu í níu mánuði á heimili hennar og var yfir henni nótt og dag. Það var aðeins fimm mínútna gang- ur frá heimili mínu. Húslæknir hennar var yfirlæknir á Eyrarsundsspítala, sem er berklahæli. Þegar konan dó, sá ég um jarðarför hennar. Böm hennar voru búsett erlendis. Læknirinn bauð mér vinnu á sjúkrahúsinu. Þar vant- aði hjúkrunarkonur, nemendur voru ekki teknir leng- ur, því svo margar höfðu smitazt af berklum. Ég sagðist halda, að ég væri orðin of gömul til að binda mig þannig, ég var 52 ára. Hann þóttist fullviss um, að ég væri fær um það. Ég fór þangað og var þar í 18 ár. Framh. Bréfaskipti Elinbjörg Stefánsdóttir, Þiljuvöllum 21, Neskaupstað, ósk- ar eftir bréfaskiptum við pilt eða stúlku á aldrinum 14—17 ára. Kristín I. Jóhannsdóttir, Mýrargötu 5, Neskaupstað, óskar eftir bréfaskiptum við pilta eða stúlkur á aldrinum 13—16 ára. María Þorgrímsdóttir, Miðstræti 10, Neskaupstað, óskar eftir að komast í bréfasamband við pilt eða stúlku á aldrinum 15—18 ára. Mynd fylgi. Sigrún Þormóðsdóttir, Miðstræti 8, Neskaupstað, óskar eft- ir að komast í bréfasamband við pilt eða stúlku á aldrinum 14—17 ára. Mynd fylgi. Bergur R. Hólmsteinsson, Ytri-Hofdölum, Viðvíkursveit, Skagafjarðarsýslu, óskar eftir að komast í bréfasamband við pilt eða stúlku á aldrinum 12—15 ára. Sigrún Pálsdóttir, Þorbrandsstöðum, Vopnafirði, óskar að komast í bréfasamband við pilta og stúlkur á aldrinum 18— 25 ára. Þórey Helgadóttir, Hranastöðum, Hrafnagilshreppi, Eyja- firði, óskar eftir bréfasambandi við pilta eða stúlkur á aldr- inum 16—19 ára. Steinunn Helga Sigvaldadóttir, Hofsárkoti, Svarfaðardal, Eyjafjarðarsýslu, óskar eftir bréfaskiptum við.pilta eða stúlk- ur á aldrinum 15—17 ára. Mynd fylgi. Rósa Sigvaldadóttir, Hofsárkoti, Svarfaðardal, Eyjafjarðar- sýslu, óskar eftir bréfaskiptum við pilta eða stúlkur á aldrin- um 12—14 ára. Mynd fylgi. Guðmunda Kr. Reimarsdóttir, Hátúni 14, Keflavík, óskar eftir að komast í bréfasamband við pilt og stúlku á aldrin- um 14—16 ára. Júlíana Olafsdóttir, Austurgötu 24, Keflavík, óskar eftir að komast í bréfasamband við pilt og stúlku á aldrinum 14—16 ára. Unnur Hjaltadóttir, Hjaltastöðum, Blonduhlíð, Skagafirði, óskar eftir bréfaskiptum við pilta eða stúlkur á aldrinum 10— 12 ára. Súsanna Friðbjörnsdóttir, 14 ára, Hóli, Svarfaðardal, Eyja- fjarðarsýslu, óskar eftir að komast í bréfasamband við pilta og stúlkur á aldrinum 12—15 ára. Þóra Magnúsdóttir, P. O. Box 24, Isafirði, óskar eftir að komast í bréfasamband við pilta eða stúlkur á aldrinum 15— 17 ára. 54 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.