Heima er bezt - 01.02.1960, Blaðsíða 36
387. Mikki stekkur upp í gluggakistuna
og ýlfrar hátt af vonbrigðum út af því að
geta ekki haldið áfram eltingaleiknum.
En því miður er svo hátt niður til jarð-
ar, að hann þorir ekki að hætta á það
að stökkva.
390. „Það er vofan! Æ, hvað þetta er
hryllilegt!" hrópar frú Thomson upp.
„Þú hefðir ekki átt að fara út úr her-
berginu. Ég gleymdi alveg að segja þér,
að það er draugagangur hér, einkum í
bókasafninu. Drauga verðnr að forðast."
393. Frú Thomson vill að við förum að
hátta, en ég er ekki á því. Ég trúi ekki á
drauga, og ég er viss um, að „vofan" var
ekkert annaö en maður. Og ég læt mig
ekki fyrr en hún hringir í lögregluna.
388. Meðan ég stend við gluggann og
rýni út í næturmyrkrið eftir þessari ein-
kennilegu vofu, heyri ég allt í einu læðst
um gólfið fyrir aftan mig. Og er ég lít
við, verð ég þess var, að frú Thomson og
stúlkan hennar eru þar komnar.
389. „Hamingjan góða, hvað er nú á
ferðum?" hvíslar frú Thomson skjálf-
andi af hræðslu. „Þú hefur þó vænti ég
ekki séð drauginn?" Og nú segi ég dauð-
skelkuðum konunum, hvers ég hafi orð-
ið var og hvernig.
391. „Ég hef aldrei séð drauginn sjálf,"
segir frú Thomson, „en ég hef oft heyrt
til hans, óþokkans þess arna. Fyrir hálf-
um mánuði vaknaði ég til dæmis við það
um miðja nótt, að kötturinn var alveg
að verða vitlaus."
392. „Ég heyrði gauragang inni í bóka-
safninu. Ég læddist þangað inn. Og þá
varð ég þess vör, að þar hafði draugsi
verið á ferð. Bókaskápnum hafði verið
velt um koll og bækurnar lágu út um
allt gólf."
394. Meðan þetta skeður, þýtur Mikki
snuðrandi um allt húsið og leitar eftir
að komast út. Loks nemur hann staðar
við útidyrahurðina og geltir hátt til að
biðja okkur að opna dyrnar.
395. Meðan við bíðum, spjöllum við
um drauga og draugagang og erum ekki
sammála um eðli þeirra og innræti! Loks
kemur bíll á fleygiferð að húsinu og tveir
lögregluþjónar hlaupa að dyrunum.