Heima er bezt - 01.03.1960, Síða 7

Heima er bezt - 01.03.1960, Síða 7
arfélagsins í skólum og víðar. Er hann hvarvetna au- fúsugestur, þar sem hann kemur og flytur erindi og sýnir þá oft skuggamyndir frá hinum mörgu ferðum sínum um byggðir og öræfi íslands. Svo mætti nú virðast, að það sem nú er rakið væri nægilegt starf einum manni. En Ólafur hefur haft í enn fleiri hom að líta. Ungur að aldri heillaðist hann af dulmögnum Ódáðahrauns og Öskju. Sagnir af Dyngju- fjallagosinu, sem enn voru fólki í fersku minni á upp- vaxtarárum hans, vöktu áhugann á þessum lítt kannaða dularheimi íslenzkra þjóðsagna, sem vafalaust hafa einnig átt sinn þátt í að beina huganum þangað. Herðu- breið og önnur fjöll inni í Ódáðahrauni, vafin undra- bláma fjarlægðarinnar, seiddu huga hins unga sveins á stöðvar sínar. Ekki vitjaði hann þó þessara drauma- landa sinna fyrr en sumarið 1933. En eftir það hélt hann uppteknum hætti um ferðir í Ódáðahraun og ná- grenni þess, stundum tvær og þrjár á sumri, á ári hverju allt til 1945. Venjulega var hann við annan eða þriðja mann. Allt var farið fótgangandi, því að farartækjum varð ekki við komið á stórum svæðum. Er það hvort tveggja, að Ólafur hefur frá barnæsku verið göngu- garpur mikill, og að hann af hagsýni sinni skóp sér- staka ferðatækni göngumanna, svo að hann komst víðar yfir og kannaði fleira, en nokkur maður hafði áður augum litið af furðum hraunsins mikla. Til ferðalaga þessara notaði Ólafur sumarleyfi sín, þegar hlé varð á mestu önnunum milli slátta. Hvarf hann þá frá túnum og görðum, ilmandi heyi og akurreinum inn í hrjóstur- lendur Ódáðahrauns, þar sem víða er ekki stingandi strá. Sumir menn brostu að þessu háttalagi, og honum var jafnvel lagt það til lasts í blaðadeilum, að hann skyldi hafa það að hugðarefni, að reika um auðnir Ódáðahrauns. En svo gerðist það rétt fyrir jólin 1945, að út kom eftir hann bók í þremur gildum bindum um Ódáðahraun. Var þá sýnt að þangað hafði hann ekki farið erindisleysu. Hraunið mikla, eldstöðvar þess og náttúruundur, höfðu opinberað honum leyndardóma sína, og hann hafði tekizt á hendur að ráða ýmsar þær gátur, sem náttúran leggur þar fyrir athugult auga. Einnig hafði hann safnað úr heimildum og munnmæl- um flestu eða öllu, sem til var um þetta svæði. Hafa engum landshluta verið gerð slík skil af fræðimanni, og Ólafur hefur gert Ódáðahrauni. í riti þessu koma mjög fram einkenni Ólafs, gjörhygli og óþreytandi elja að safna efni, og skiljast ekki við verkefnið fyrr en það er að fullu leyst eins og föng eru á. Athuganir hans margar eru hinar merkustu, og ályktanir skarplegar, þótt vitanlega geti þar sitthvað orkað tvímælis eins og ætíð er í brautryðjendaverkum. En víst er um það, að langur tími mun líða áður en bætt verði um þetta verk. En ekki lét Ólafur við það sitja, er lokið var Ódáða- hrauni. Þegar því var lokið tók hann til við annað verk- efni enn umfangsmeira, og að vísu á ýmsan hátt hag- nýtara, sem allir íslenzkir fræðimenn höfðu vanrækt að mestu, en það var rannsókn á skriðuföllum og snjóflóð- um, sem svo mjög hafa gripið inn í líf manna hér á landi og rist rúnir sínar óafmáanlega í svipmót landsins. SnÖurendi sprungudalsins i Kverkfjöllunum. — Vatn með is- jökum. Það cr nú þorrið. A bak við sést jöliulbungan á suð- vesturhorni fjallanna. I hnjúknum vinstri megin við vatnið er mjög mikill jarðhiti, en þessa gœtir eigi vegna þess, að myndin er tekin í hvössum SV-vindi. Ljósm. Ol. Jónsson. í Hvannalindum. Jón Stefánsson, Ólafur Jónsson, Kristján Karlsson, Þórarinn Björnsson, Kristján Eldjárn. Við Sellandahús suður frá Mývatni. Ólafur og Jón Sigurgeirs- son frá Helluvaði. Heima er bezt 79

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.