Heima er bezt - 01.03.1960, Side 9

Heima er bezt - 01.03.1960, Side 9
BJÖRN DANÍELSSON: Brot úr eftirmælum um horfinn sk ur ? tilefni þess, að fyrir nokkru var rifinn timbur- skúr, sem stóð á krossgötum við þjóðveginn hjá Stóra-Osi í Miðfirði, ætla ég að rifja upp smáatvik, . L sem þar kom fyrir mig sumarið 1939. Fyrirbæri þetta var í sjálfu sér ekki merkilegt og á margar hliðstæður. Þó datt mér í hug að stinga niður penna og segja frá því. Það getur líka verið hluti úr eftirmælum um Norðurbraut, skúrinn, sem er ekki lengur. Hann reyndist einn af þessum forgengilegu hlutum, sem koma og hverfa án þess að skilja eftir nokkur varanleg merki um tilvist sína, en líklegt þykir mér, að nafnið sjálft haldi áfram að lifa, yfirfært á holtið, þar sem skúrinn stóð. En Sigurður Davíðsson, kaupmaður á Hvammstanga, iét reisa hann um eða eft- ir 1930 þar, sem vegurinn til Hvámmstanga liggur af aðalþjóðveginum. Rak Sigurður þar síðan verzlun yfir sumartímann, allt fram til 1955, að skúrinn var fluttur burt og hætt að höndla. Munu margir minnast viðstöðu þarna á holtinu, því um árabil var þar viðkomustaður áætlunarbíla milli Norður- og Suðurlands, auk þess áði þar fjöldi ferða- langa á margs konar farartækjum. Var jafnan ráðinn maður yfir sumarið, sem skyldi annast afgreiðslu í búð- inni, og oft sá hinn sami um afgreiðslu benzíns. Og svo var sumarið 1939, er ég var þarna starfsmaður. Þá var ekki eins auðhlaupið að sæmilegri atvinnu og nú er, og þótti mér dágott að fá þarna starf, þó hálft í hvoru kviði ég einverunni. En þetta sumar reyndist hlýtt og bjart, eitt hið bezta, sem komið hefur síðustu áratugi. Sólvermdir dagar liðu hratt og margt skemmti- legt bar til tíðinda, reyndar einnig um nætur’. Ég svaf í smákompu norður af búðinni og var iðu- lega vakinn upp af hvers kyns nátthröfnum. Suma vantaði benzín á bílinn sinn, aðra annað og ýmsa ekk- ert. Bæði var hér urn að ræða fólk á langferð og einnig marga, sem voru að koma úr kaupstaðarferð til Hvammstanga og voru á heimleið — oft ríðandi, því þá voru bílarnir ekki eins hversdagslegir og nú. Og stundum var erindið ekkert, eða nánast svo, kannske bara að halda búðarlyktinni sem lengst í nösunum! Ég lét mig engu skipta, hvort erindi var eða erindis- leysa, heldur gegndi hverju kalli. Eins og kunnugir vita, var Norðurbraut reist á gróð- ursnauðu og kollóttu holti, rétt við gatnamótin, og var búðin að suðvestan og norður af henni smákompa, þar sem ég svaf. Gengið var inn í litla forstofu í suðaustur- horni, en að norðaustan var allstórt herbergi, sem ekki var notað til neins sérstaks. Þar gat fólk dvalið og set- ið, t. d. ef það beið eftir fari með áætlunarbílum, sem þarna höfðu afgreiðslu. En á þessum árum voru það tveir aðilar, sem önnuðust farþegaflutninga milli Norð- ur- og Suðurlands, Steindór og B.S.A. Það voru bílar Kristjáns á B.S.A., sem afgreiðslu höfðu í Norðurbraut, en Steindórsbílarnir nárnu þar undantekningarlaust staðar líka. Voru það annasömustu stundir sólarhrings- ins, þegar, „rútan“ kom að norðan eða sunnan. Og sumarið leið, fyrr en varði. Kvöldin urðu löng og dimm, og var þá oft fátt að una við. Ekki hafði ég útvarp, en aftur á móti dagblöðin, einnig Vikuna, Fálk- ann og Spegilinn. Mörgum kvöldum eyddi ég því við lestur, og einstaka sinnum hakkaði ég rjól. En svo var mál með vexti, að ein þeirra vörutegunda, sem ég hafði á boðstólum, var nýskorið neftóbak, sem selt var í 25 aura skömmtum í litlum bréfpokum. Og ein af þeim kvöðum, sem ég skyldi inna af höndum, var að skera tóbak og berja harðfisk. Mér féll illa við tóbakið og sveikst frá því löngum. En stundum tók ég harðar skorpur. Ég hafði gamla tóbaksfjöl, járn og skinnpung. Auk þess hafði ég hakkavél. Það var, ef ég man rétt, Alexanderverk númer tólf! Og það var herjans tæki. Rjólið reif ég og skar í smábúta og dengdi því svo í maskínuna og sneri og sneri, en hægt gekk og seigt, og var þetta hið leiðinlegasta erfiði, sem ég vildi losna frá sem fljótast. Skeytti ég því engu, þó áhaldið hitn- aði ískyggilega. A eftir skar ég svo með járni og nudd- aði í pung samkvæmt gamalli hefð. En tóbakið hefði ég ekki viljað sjúga í mínar nasir, af því var jafnmikil hitalykt eins og tóbakslykt, þegar að lokum var full- hakkað, skorið og nuddað. Þó keyptu margir þessa framleiðslu, m. a. þjóðkunnir menn. Én sem betur fór, hurfu þeir brátt úr augsýn, svo engar kvartanir bárust til minna eyrna. En þetta hefur nánast verið formáli. Það var sem sé komið haust, með koldimmum kvöld- um, sem ég fagnaði í hófi, enda hafði ég alla tíð verið myrkfælinn. Að vísu hafði ég ekki orðið var við neitt, sem gaf mér ástæðu til ótta, en ég hafði heyrt nokkrar sögur um dularfullan ókyrrleika í nánd við Norður- braut, og þessar sögur rifjuðust upp, þegar sízt skyldi, í einveru haustkvöldanna. Móklæddur strákur átti að vera á flakki við Króksána, sem er ca. 100 metra norð- an við Norðurbraut, auk þess þóttust einhverjir hafa orðið varir við ókenndan ferðalang, sem hélt sig við veginn neðan við Velli, á leiðinni til Hvammstanga, og sýndi hann sig einkum, ef menn voru einir á ferð á náttarþeli. En meinlausir voru báðir sagðir. Ekki féli Heima er bezt 81

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.