Heima er bezt - 01.03.1960, Síða 10

Heima er bezt - 01.03.1960, Síða 10
mér samt nábýlið, því mér fannst vel hugsanlegt, að þeir kynnu að æskja félagsskapar. En aldrei komu þeir í heimsókn, — sem betur fór. Það var komið fram yfir göngur, og sífelldir fjár- rekstrar alla daga eftir veginum til Hvammstanga. Svo var það kvöld eitt um ellefu leytið. Niðamyrk- ur var á, blæjalogn og sallarigning. Eg var búinn að loka öllum dyrum og lá upp við dogg í beddanum í kompu minni. Eg var að lesa við birtuna frá 8 línu olíulampa og ætlaði senn að fara að halla mér á eyrað. Gluggi sneri til vesturs og hafði ég breitt fyrir hann þykkt Gefjunar-ullarteppi. Gólf skúrsins var í sömu hæð og holtið fyrir utan, og hæðin upp í gluggann tæpur metri. Allt í einu hrekk ég upp við það, að það glymur í hörðum veginum austan og norðan við skúrinn, og heyri ég strax, að þar er reiðmaður á ferð, sennilega einhver sveitamaður á heimleið frá Hvammstanga. Fannst mér sem maðurinn hefði tvo til reiðar eftir hófatökunum að dæma. Heyrði ég greinilega, að hann bevgði af veginum upp að skúrnum og meðfram hon- um austanverðum og nam staðar við dyrnar að suð- austan. Ég reis til hálfs upp og ætlaði að ganga fram og opna, því ég taldi víst, að ferðalangurinn ætti við mig erindi. En þá heyrði ég, að hann fór aftur af stað, með- fram skúrnum að sunnan, vestur fyrir hann og meðfram veggnum að glugganum hjá mér. Það var aðeins þunn- ur timburveggurinn á milli okkar, og ég heyri mjög greinilega glamur í beizlum og ístöðum, auk hófa- sparksins, og síðan er barið rösklega í gluggann. Ég dró teppið frá og rýndi út í myrkrið, en sá ekkert. Kallaði ég því og spurði, hver væri þar. En þá bregður svo kynlega við, að allt steinhljóðnar. Ég margkallaði og setti lampann út að rúðunni, en þrátt fyrir það sá ég ekkert, og enginn anzaði mér. Ég dró því teppið aftur fyrir gluggann og sagði nokkur ljót orð, bæði hátt og í hljóði. Mér datt eðlilega strax í hug, að þetta mundi vera einhver, sem ætlaði að gera mig hræddan, og ég hugsaði ekki vel til hans. En rétt um leið og ég settist aftur, heyrðist á ný frísklegt glamur í beizlum og reiðverum, ásamt hófasparki í mölinni. Síðan glumdu við högg á rúðunni, rétt við höfuð mitt. Nú dró ég ekki frá glugganum, en margkallaði út og spurði komanda, hver hann væri, en það er steinhljóð úti í myrkrinu. En strax og ég sjálfur þagnaði, byrjaði sama glamrið fyrir utan, og í þriðja sinn er barið. En nú fannst mér nóg komið og var orðið illa við þessar glettingar. Ég þagði, bæði órór og illur í skapi, og beið milli vonar og ótta eftir því, sem næst tæki við. Ekki datt mér beinlínis í hug, að hér væri neitt yfirnáttúrlegt á seyði. En það mun flestum svo farið, að þeim falli illa glett- ingar í myrkri, sem þeir geta ekki spornað við, jafnvel þó þeir viti, af hverju þær stafi. En því var ekki að heiisa hér. Beið ég því í ofvæni eftir því að vita, upp á hverju kauði kynni að taka næst. Og sú bið varð löng. í mínum sporum hefðu sjálfsagt margir farið út og rannsakað málið. En á þessum árum var ég myrk- fælnari en svo, að mér fyndist ég geta lagt í þá tvísýnu. Heldur tók ég það til ráðs að hiusta og bíða. Eftir því sem biðin varð lengri, magnaðist órói minn, og þó nú séu rúm 19 ár síðan, man ég glögglega hvemig ég sat, hallaði mér upp að þilinu og horfði ýmist á teppið fyr- ir glugganum eða olíugeymi lampans, sem tæmdist óð- um, og hlustaði. Um hugann flugu ótal kynjasögur, sem ég hafði heyrt, og þá ekki sízt þær, sem áttu að hafa gerzt þarna í námunda, — um Króksár-Móra og Valladrauginn, sem eirðarlaus þrammaði veginn, síðan vegagerðarmenn grófu upp bein hans, er þeir vom að moka upp úr vegskurði fám árum fyrr. Síðan hafði hann ekki komizt í ró, heldur blekkti vegfarendur á nóttum og síðkvöldum. Ýmist kom hann á móti þeim eða þeir gengu fram á hann. En ávallt, ef á hann var yrt, hvarf hann sem dögg fyrir sólu. Einnig þóttist ég muna, að á Stóra-Ósi hefðu verið grafin upp mannabein, sem enginn vissi, hvemig á stóð. Hverjum tilheyrðu þessi bein, og hver vissi, nema eig- endur þeirra væru nú að reyna gæðingana! Ekki langaði mig til þess að kynnast þeim. Þá var það sagan um sláturhússdrauginn á Hvamms- tanga, sem ekki hvað sízt vakti hroll í huga mínum. Ég hafði heyrt, að enginn færi einn og sjálfviljugur inn í það hús eftir að skyggja tæki. Enda virtist sú vépa, sem menn þóttust hafa orðið varir við þar, vera komin beina leið úr heimi þjóðsagna og römmustu hindur- vitnatrúar, eða svo var sagt útlit hennar allt, — líkust kind með mannshöfuð, sem snuðraði þar og frísaði í öllum skotum. Kannske man ég þetta ekki rétt, en einhvern veginn finnst mér sem góðar konur og menn hafi beðið sam- eiginlega fyrir þessari veru, og síðan sé hún á burt, — horfin til betri heimkynna? En sé svo, sem mig minnir, þá hefur það verið ólíkt þeirri aðferð, er Jón lærði Guðmundsson kvað niður Snæfjalladrauginn með illyrðum og foirmælingum, í svokallaðri Fjandafælu, en þar segir m. a. svo: Fjandi, andi, flár, grár, flýi með mýi í skýi, særður, marður, síbarður, sökkvi inn dökkvi og hrökkvi. Og síðar: Nú sé hann bundinn neyddur og út hrundinn, hnepptur í dróma helvítis grey, hart úr liðum undinn. Svona ólík geta viðhorf tveggja tíða verið. Og hafi raunverulega verið ástæður til aðgerða, og aðstæðurnar þær, sem sagðar eru, þá finnst manni fyrirbænin hljóta að vera hollari til góðs árangurs, en formælingin. Enda var það nú svo með Jón lærða, að hann kvað bragar- bót, Friðarhuggun. — En þar sem ég sat upp við vegginn, hugsaði ég Framhald á bls. 88. 82 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.