Heima er bezt - 01.03.1960, Qupperneq 11
ARNI ARNASON FRA GRUND:
Pef >ar ..IsIenclinPur“ fórst 1916
'l rið 1911 var viðburðaríkt í sögu Vestmanna-
/\ eyja. Aflabrögð voru mjög góð og vertíðin í
/ heild einhver sú bezta, sem verið hafði frá
því að vélbátarnir komu til Eyja. Tíðarfar
var ágætt og studdi það mjög að hinum óvenju góða
aflafeng fiskibátaflotans. Eftir þessa vertíð urðu mikil
umbrot manna á meðal til ýmiss konar framkvæmda og
útgerðaraukningar. Fjórtán vélbátar voru pantaðir til
Eyja, þar af 11 nýsmíðaðir frá Danmörku, 2 frá Sví-
þjóð og einn notaður bátur keyptur hingað frá Seyðis-
firði. Allir voru þessir bátar stærri en þeir, sem fyrir
voru eða um 10 smálestir.
Sumir þeirra útgerðarmanna, sem fengu nýju bát-
ana, áttu aðra fyrir og seldu þá öðrum nýjum útgerðar-
mönnum, svo að aukning í útgerð varð mikil.
Um vorið og sumarið 1911 komu 12 af bátunum til
Eyja, 11 frá Danmörku og mb. Hlíðdal frá Seyðisfirði,
en Svíþjóðarbátarnir tveir voru ekki væntanlegir fyrr
en í marzmánuði 1912.
Annan þeirra átti Friðrik Jónsson á Látrum og út-
gerðarfélagar hans þeir: Olafur Jónsson, bróðir hans,
á Landamótum, Árni Jónsson, bróðir þeirra, í Görðum,
Magnús Guðmundsson, Hlíðarási, Kristján Ingimund-
arson í Klöpp og Ágúst Benediktsson, Kiðjabergi. For-
maður með bátinn var ráðinn Friðrik á Látrum.
Hinn bátinn áttu þeir Guðjón Þórðarson í Heklu,
sem var ráðinn skipstjóri hans, Bjarni Einarsson í Hlað-
bæ, Helgi Jónsson trésmíðameistari í Steinum, Þor-
steinn Ólafsson, bóndi í Háagarði, og Friðrik Benónýs-
son dýralæknir í Gröf.
Á meðal dönsku bátanna, sem komu um sumarið, var
einn sem þeir áttu hluti í Bjarni í Hlaðbæ, Helgi í
Steinum o. fl. Var það að nokkru leyti sama útgerðar-
félag og það, sem átti annan Svíþjóðarbátinn.
Með þennan danska bát þeirra félaga, sem nefndur
var „Sæfariu VE 157, var ráðinn formaður Sveinn
Jónsson á Landamótum, mikill sjó- og fiskimaður.
Reyndist „Sæfari“ honum góður bátur og fiskaði Sveinn
með miklum ágætum hverja vertíð.
Tíminn leið nú fram í marzmánuð. Þá komu Sví-
þjóðarbátarnir tveir með skipi til Eskifjarðar. Varð því
að fá menn til þess að sækja bátana þangað og sigla
þeim til Eyja um háveturinn. Friðrik Jónsson og út-
gerðarfélagar hans, fengu til þess hinn góðkunna skip-
stjóra Finnboga Björnsson í Norðurgarði. Vélamaður
réðist Gissur Filippusson, sem þá var í Eyjum og háseti
varð Árni Jónsson í Görðum.
Til þess að sækja hinn bátinn var fenginn sem skip-
stjóri, Sigurjón Jónsson í Víðidal, Bjöm Bjarnason,
Hlaðbæ, sem vélamaður, og háseti Tómas Þórðarson frá
Vallnatúni, Eyjafjöllum.
Til Eyja hrepptu bátarnir versta veður og voru lengi
á leiðinni að austan, en allt fór vel og reyndust bátamir
hinir ágætustu.
Þegar heim kom hlaut bátur Friðriks Jónssonar nafn-
ið „lslendingur“ og skrásetningarnúmer 161, en bátur
Guðjóns Þórðarsonar nafnið „Happasæll“ VE 162.
Þetta þóttu mikil skip og glæsileg og voru þeir með
stærstu bátunum er í Eyjum höfðu verið. Þeir vora
kantsettir, traustir að öllu, með 14 hestafla Skandiavél
hvor. Voru það þær fyrstu slíkar í Eyjum og reyndust
mjög vel.
Friðrik Jónsson var með íslending í 3 vertíðir, eða
til ársins 1914, vertíðarloka. Þá sagði hann af sér for-
mennsku. Var hann ekki ánægður með aflabrögð sín á
bátnum og auk þess þá orðinn nokkuð við aldur, f.
1868. Þá var ráðinn nýr skipstjóri fyrir íslending.
Það var Guðleifur Elísson frá Brúnum, Eyjafjöllum,
þaulvanur formaður og fiskisæll. Tók hann við bátnum
1915 og varð þá vertíð með hæstu aflabátum í vertíð-
arloldn.
Þessa vertíð, þ. e. 1915, var vélamaður á mb. Enok 1,
hjá Þórði Jónssyni á Bergi, Ólafur Ingileifsson, nú í
Heiðarbæ, kunnur fyrrv. Eyjaformaður. Þá skeði það
í marzmánuði, að þeir á Enok reru suður fyrir Geir-
fuglasker og lögðu línuna út frá því. Þeir urðu síðbún-
ir að draga, en þegar því var lokið voru víst allflestir
bátar farnir í land.
Bajarbryggjan í Vestmannaeyjum 1916—18.
Heima er bezt 83